Færslur: Keilir

Tveir snarpir jarðskjálftar og skýr aflögunarmerki
Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga en nú um klukkan hálf fjögur mældust tveir skjálftar, af stærðinni 3,9 og 3,6 um 4 km norður af Krýsuvík. Um 3000 jarðskjálftar hafa mælst dag hvern á svæðinu frá því að hrinan hófst síðdegis 21. desember.
Um 150 skjálftar á Suðurlandi og einn stór við Keili
Á annað hundrað skjálftar mældust sunnan við Vatnafjöll í nótt, í grennd við Heklu. Sá stærsti var 2,7, en í gær varð þar skjálfti af stærðinni 5,2. Böðvar Sveinsson náttúrvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að vel sé fylgst með svæðinu. Skjálfti yfir 3 að stærð mældist við Keili í nótt.
Skjálftahrinan við Keili í rénun en stendur enn
Skjálftahrinan er hófst fyrir mánuði við Keili stendur enn þó að skjálftarnir hafi verið litlir að undanförnu. Að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, þá er hrinan í rénun en virknin þó það mikil enn að formlega stendur hrinan enn.
Hættustig almannavarna lækkað við gosstöðvarnar
Almannavarnastig vegna eldgossins í Geldingadölum hefur verið lækkað úr hættustigi niður í óvissustig. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sem tók ákvörðunina í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum.
Um 200 jarðskjálftar á Keilissvæðinu síðasta sólarhring
Allt hefur verið með heldur kyrrum kjörum á Keilissvæðinu undanfarinn sólarhring. Á tíunda tímanum í kvöld mældust tveir jarðskjálftar af stærðinni 2,3 hvor, tvo kílómetra suðsuðvestur af Keili.
13.10.2021 - 23:21
Allt að fjórtán sentímetra landris við Öskju
Mælitæki Veðurstofunnar við Öskju sýnir að land þar um slóðir hefur risið allt að 14 sentímetra frá í byrjun ágúst, en tækið sýndi ris um tólf sentímetra í lok september, skömmu áður en það bilaði.
10 þúsund skjálftar á tveimur vikum við Keili
Átján skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst í þessari skjálftahrinu við Keili. Á tíunda tímanum í gær mældist skjálfti sem var 3,2 að stærð í grennd við Keili. Frá 27. september hafa 10 þúsund skjálftar mælst á svæðinu.
11.10.2021 - 08:12
Um 900 skjálftar við Keili í dag en allir undir þremur
Enn skelfur jörð við Keili en skjálftarnir eru þó færri í dag en undanfarið. Síðasta sólarhring mældust um 900 skjálftar en þeir voru um fimmtánhundruð sólarhringinn þar á undan. Enginn jarðskjálfti hefur mælst yfir þremur í dag, stærsti skjálftinn var 2,5 klukkan hálf sex í morgun.
Engin sjáanleg merki um kvikuhreyfingar á yfirborðinu
Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að gervihnattamyndir sem bárust í dag sýni enga aflögun á Keilissvæðinu. Jarðskjálftar á svæðinu eru ögn færri í dag en undanfarna viku.
Þúsund skjálftar á einum sólarhring
Rúmlega þúsund jarðskjálftar hafa mælst við Keili undanfarinn sólarhring, sá stærsti af stærðinni 3,5 í hádeginu í gær. Síðdegis í gær mældist svo skjálfti upp á 3,4. Skömmu eftir klukkan tvö í nótt mældist skjálfti af stærðinni 3 suðsuðvestur af Keili. Klukkan 07:17 varð skjálfti 3,3 að stærð, 1,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili.
Ellefti skjálftinn yfir þremur að stærð við Keili
Jarðskjálfti, 3,4 að stærð, reið yfir rétt fyrir klukkan fimm í dag. Upptök hans voru 1,1 kílómetra SSV af Keili, á svipuðum slóðum og skjálfti 3,5 að stærð reið yfir um hádegi í dag.
Tíundi skjálftinn yfir þremur að stærð við Keili
Jarðskjálfti, 3,5 að stærð, varð nærri Keili um klukkan átján mínútur yfir tólf í dag. Þetta er tíundi skjálftinn sem er þrír að stærð eða stærri, sem mælist á svæðinu síðan hrinan hófst fyrir nærri viku síðan. Sá stærsti, 4,2 að stærð, varð í gær.
600 skjálftar frá miðnætti
Jarðskjálftahrinan við Keili heldur áfram og hafa um 600 skjálftar mælst frá miðnætti. Tveir þeirra voru af stærðinni þrír.
Enn óvíst hvort skjálftahrinan tengist goshléi
Enn er stöðug jarðskjálftavirkni við Keili en stærsti skjálfti næturinnar mældist þrír, og varð um klukkan fimm í morgun. Þúsundir skjálfta hafa mælst frá því hrinan hófst í byrjun vikunnar, stærsti skjálftinn mældist 3,8 skömmu fyrir hádegi í gær. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort kvika sé að leita í átt að Keili, vegna goshlés í Geldingadölum.
Skjálftavirkni gæti skýrt uppgufun við Keili
Gufa stígur nú upp af jörðinni norðan Keilis en sérfræðingum ber ekki saman um ástæður hennar. Enn er stöðug skjálftavirkni suðvestan fjallsins en skjálftum hefur fækkað undanfarinn sólarhring.
Vara við ferðum í grennd við Keili
Engin merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið við Keili þar sem jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á mánudag. Íbúar á suðvesturhorninu er hvattir til að huga að innanstokksmunum og varað er við að vera á ferli í grennd við fjallið.
Jarðskjálfti 3,7 að stærð suðsuðvestur af Keili
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 reið yfir þegar klukkan var sjö mínútur gengin í þrjú í nótt. Upptökin eru 1,2 kílómetra suðsuðvestur af Keili en viðlíka stórir skjálftar undanfarinna daga eiga upptök sín þar. Engin merki eru um óróa.
Skjálftavirkni eykst á Reykjanesi og Vísindaráð fundar
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 fannst á höfuðborgarsvæðinu og upp í Borgarnes rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Uppruni skjálftans er milli Keilis og Litla Hrúts á Reykjanesi. Skjálftavirkni eykst á svæðinu en engin merki eru um óróa. Vísindaráð Almannavarna kemur saman síðdegis í dag þar sem farið verður yfir stöðuna á Reykjanesi og við Öskju.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 á Keilissvæðinu
Stuttur en snarpur jarðskjálfti sem mælist af stærðinni 3,7 fannst mjög greinilega á Suðvesturhorninu og í Borgarnesi skömmu fyrir klukkan tvö. Um 700 skjálftar hafa mælst undanfarinn sólarhring.
Viðtal
Ekki útilokað að kvika sé á hreyfingu við Keili
Hálfu ári eftir að jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga linnti með því að eldur braust upp við Fagradalsfjall og þegar hálfur mánuður er síðan síðast sást gjósa, er ný skjálftahrina hafin.  
Jarðskjálfti 3,5 að stærð við Keili
Jarðskjálfti, 3,5 að stærð, varð klukkan 11:05 í dag, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar. Skjálftahrina hófst við Keili á mánudag og í gær voru skjálftarnir yfir 100 og tugir hafa komið frá miðnætti. Skjálftinn fannst vel í Útvarpshúsinu í Efstaleiti og tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að hann hafi fundist víða um höfuðborgarsvæðið. 
Rúmlega nítján hundruð skjálftar hafa mælst í dag
Frá því um miðnætti í dag 13. mars hafa rúmlega 1900 skjálftar mælst á Reykjanesskaga að því er fram kemur í tilkynningu náttúruvársérfræðinga á Veðurstofu Íslands.
Myndskeið
Getur gosið án fyrirboða
Kvikan sem streymir upp í kvikuganginn milli Keilis og Fagradalsfjalls jafnast á við allt að fjórfalt meðalrennsli Elliðaánna. Jarðeðlisfræðingur segir eldgos ekki þurfa að hafa skýra fyrirboða.
Mannvirki landsins eru hönnuð fyrir svona skjálfta
Hátt í 20 skjálftar yfir þremur að stærð, hafa orðið á Suðurnesjum síðan á miðnætti 1. mars og til hádegis. Sá stærsti var 4,9, um klukkan hálf tvö í nótt. Þetta er meiri virkni heldur en á sama tíma í gær. Landspítalinn hefur ekki frestað neinum aðgerðum vegna skjálftanna og verður það líklega ekki gert. Víðir Reynisson segir alla innviði hannaða með svona virkni í huga og mannvirki líka.
Síðdegisskjálftar fundust vel á suðvesturhorninu
Jarðskjálfti varð rétt vestur af Keili klukkan 16:30, sem mælist 4,2 að stærð. Tæpum klukkutíma fyrr varð skjálfti sem staðfestar tölur Veðurstofu Íslands segja að hafi verið 4,1 að stærð. Upptök hans voru 2,1 kílómetra vestur af Keili.