Færslur: Keilir
Rúmlega nítján hundruð skjálftar hafa mælst í dag
Frá því um miðnætti í dag 13. mars hafa rúmlega 1900 skjálftar mælst á Reykjanesskaga að því er fram kemur í tilkynningu náttúruvársérfræðinga á Veðurstofu Íslands.
13.03.2021 - 19:00
Getur gosið án fyrirboða
Kvikan sem streymir upp í kvikuganginn milli Keilis og Fagradalsfjalls jafnast á við allt að fjórfalt meðalrennsli Elliðaánna. Jarðeðlisfræðingur segir eldgos ekki þurfa að hafa skýra fyrirboða.
09.03.2021 - 19:20
Mannvirki landsins eru hönnuð fyrir svona skjálfta
Hátt í 20 skjálftar yfir þremur að stærð, hafa orðið á Suðurnesjum síðan á miðnætti 1. mars og til hádegis. Sá stærsti var 4,9, um klukkan hálf tvö í nótt. Þetta er meiri virkni heldur en á sama tíma í gær. Landspítalinn hefur ekki frestað neinum aðgerðum vegna skjálftanna og verður það líklega ekki gert. Víðir Reynisson segir alla innviði hannaða með svona virkni í huga og mannvirki líka.
01.03.2021 - 12:32
Síðdegisskjálftar fundust vel á suðvesturhorninu
Jarðskjálfti varð rétt vestur af Keili klukkan 16:30, sem mælist 4,2 að stærð. Tæpum klukkutíma fyrr varð skjálfti sem staðfestar tölur Veðurstofu Íslands segja að hafi verið 4,1 að stærð. Upptök hans voru 2,1 kílómetra vestur af Keili.
28.02.2021 - 15:49