Færslur: Kaupmáttur

Ríkisstjórnin leysir ekki kjaradeilur á vinnumarkaði
Fjármálaráðherra segir stöðuna á vinnumarkaði viðkvæma, sér í lagi þegar vindar eru að snúast og verðbólga eykst. Hann segir það fyrst og fremst aðila vinnumarkaðarins að ná saman, þeir geti ekki skilað verkefninu til stjórnvalda.
04.08.2022 - 17:45
Sjónvarpsfrétt
Stéttarfélögin úti í kuldanum
Hörð átök blasa við á vinnumarkaði í haust þegar mörg hundruð samningar launþega eru lausir og stjórnvöld horfa aðgerðarlaus á, segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Hann segir að Seðlabankinn, stjórnvöld og greiningardeildir bankanna hafi vanmetið stöðuna, sem nú sé að raungerast og feli í sér minni kaupmátt og vaxandi verðbólgu.
Hörð átök blasa við á vinnumarkaði í haust
Það blasa við hörð átök á vinnumarkaði í haust með mörg hundruð samninga lausa, segir Ragnar Þór Ingfólfsson formaður VR. Hann sakar stjórvöld um andvaraleysi gagnvart svo alvarlegri stöðu. Margt bendi til þess að kaupmáttur sé að minnka mun meira en tölur gefi til kynna. Hann segir VR hafa varað við þessari stöðu í heilt ár.
27.07.2022 - 12:14
Aukinn kaupmáttur og lægri tekjuskattbyrði
Heildartekjur allra tekjuhópa hefur hækkað síðustu árin og kaupmáttur aukist, samkvæmt greiningu fjármálaráðuneytisins. Allir tekjuhópar greiða nú minni tekjuskatt en áður, fyrir utan þau allra tekjuhæstu.
23.06.2022 - 12:18
Kjör öryrkja í ósamræmi við verðlagsþróun
Í nýrri skýrslu Öryrkjabandalagsins kemur fram að kjör öryrkja hafi ekki haldið í við verðlagsþróun síðustu ára. Óheillaþróun sem leitt hefur af sér kjaragliðnun, segir formaður Öryrkjabandalagsins.
Viðtal
Býst ekki við kreppu heldur dýrtíð
Hagfræðingur hjá Landsbankanum telur ekki að verðbólga verði hér til langs tíma. Gústaf Steingrímsson hagfræðingur segir að verðbólgan nú komi ekki niður á þeim sem tekið hafa verðtryggð lán eða lán með föstum vöxtum. Öðru máli gegni um þau sem greiði af lánum sem bera breytilega vexti. Ólíkt ýmsum öðrum löndum blasi kreppa ekki við hér heldur einungis dýrtíð.
06.05.2022 - 08:06
Viðtal
„Ekki hefur verið gripið til réttra aðgerða“ segir BSRB
Aðgerðir stjórnvalda ná ekki til þeirra sem mest þurfa á þeim að halda. Þetta segir formaður BSRB. Ný könnun leiðir í ljós að útivinnandi einstæðir foreldrar eru stærsti hópurinn sem glímir við fjárhagserfiðleika. Ríkisstjórnin verði að nýta barnabótakerfi til að aðstoða einstæða foreldra betur.
19.01.2022 - 18:34
Kjarasamningar skiluðu sér í budduna og meiri frítíma
Síðustu kjarasamningar skiluðu verulegri kaupmáttaraukningu. Hún rataði í budduna og í birtist einnig í styttri vinnutíma.
Engin merki þess að verðbólga hjaðni í bráð
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir engin merki þess að verðbólga hjaðni á næstunni. Verðbólga mælist nú 4,5 prósent og er meiri en hún mældist í síðasta mánuði. Jón Bjarki segir að einkum sé það hækkun á húsnæðisverði sem auki verðbólgu. Þá hafi þjónusta hækkað í verði og einnig hafi verðlag hækkað erlendis sem hér birtist til að mynda í hærra bensínverði.  
28.10.2021 - 09:17
Ekki víst að verðbólga hjaðni að ráði fyrr en í apríl
Verðbólga verður áfram yfir þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Þar er því spáð að vísitala neysluverðs hækki um 0,7% í febrúar og því hjaðni tólf mánaða verðbólga niður í 4,1% úr 4,3%.
Kaupmáttur á góðu róli – ný staða í íslenskri hagsögu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 3,5 prósent milli septembermánaðar á þessu ári og 2019. Launavísitalan hækkaði um 6,7 prósent á sama tímabili. Kaupmáttur jókst því um 3,2 prósent á sama tíma og atvinnustigið hríðféll. Í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans segir að staðan á vinnumarkaði sé algerlega ný í íslenskri hagsögu og að sérstaða Íslands hvað varðar atvinnustig sé á undanhaldi.
27.10.2020 - 10:20

Mest lesið