Færslur: Kastljós

Myndskeið
Lagaleg óvissa um aðgerðir í miðjum heimsfaraldri
Sóttvarnalæknir segir að ljúka hefði þurft endurskoðun á sóttvarnalögum fyrir áramót. Hann telur mjög slæmt að lagaleg óvissa ríki um sóttvarnaaðgerðir í miðjum heimsfaraldri. Nýgengi landamærasmita er nú 25,9, sem er þó nokkuð hærra en innanlands þar sem það er átján. Flestir þeirra sem hafa greinst undanfarið hafi verið að koma frá Póllandi.
13.01.2021 - 22:22
Myndskeið
Ótrúlega skemmtilegt að semja Skaupið á Zoom
„Þetta hefur verið svo tilfinningaþrungið ár. Við lögðum upp með að ná utan um tilfinninguna og reyna að hafa gaman í leiðinni, þótt tilfinningin sé í rauninni slæm,“ segir Reynir Lyngdal, einn höfunda Áramótaskaupsins í ár. Katla Margrét Þorgeirsdóttir, annar höfundur, segir að það hafi verið skemmtilegt að semja Skaupið á Zoom.
23.12.2020 - 21:46
Kastljós
Óttast ekki að lyfjafyrirtæki hafi stytt sér leið
Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræðum við Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, segir að það sé kraftaverki líkast að það hafi tekist að þróa bóluefni á tíu mánuðum. Hún hefur trú á því að bóluefni verði farið í dreifingu sums staðar í heiminum í byrjun næsta árs. Ingileif var gestur Einars Þorsteinssonar í Kastljósi kvöldsins.
12.11.2020 - 20:45
Kastljós
Vilja atvinnusköpun og stuðning við græna fjárfestingu
„Samfylkingin er bara sósíal-demókratískur flokkur sem sækir núna í þessar klassísku rætur jafnaðarmanna,“ sagði Logi Einarsson, ný endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar í Kastljósi í kvöld. Hann segir flokkinn freista þess að auka fylgi sitt með því að sýna snemma á spilin vegna komandi kosningabaráttu.
Þjóðskjalasafn óskar eftir svörum frá Verðlagsstofu
„Þetta sýnir mikilvægi þess að vista skjöl á réttan hátt,“ segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður, um afdrif gagna hjá Verðlagsstofu skiptaverðs sem komu í leitirnar fyrir helgi. Þjóðskjalasafn undirbýr nú erindi til Verðlagsstofu skiptaverðs vegna málsins.
Kastljós
Nýjar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur sem taka gildi á landamærunum á miðnætti þurfi að gilda í marga mánuði. Samkvæmt nýju fyrirkomulagi verða allir farþegar skimaðir við komuna til landsins og aftur að lokinni fimm daga sóttkví.  
18.08.2020 - 20:43
Verðlagsstofa skiptaverðs staðfestir tilvist gagnanna
Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman upplýsingar um karfaútflutning áranna 2010 og 2011 og sendi úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna vegna athugunar á máli sem var til umfjöllunar hjá nefndinni.
12.08.2020 - 15:24
Kastljós
Sjáðu Kastljósþáttinn um Samherja
Samherji birti í dag myndband þar sem því er haldið fram að Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið hafi falsað gögn við gerð Kastljósþáttar árið 2012 um rannsókn Seðlabankans á Samherja.
11.08.2020 - 21:07
Segir of algengt að auðkýfingar skipti sér af umfjöllun
„Mér finnst fyrir neðan allar hellur að auðkýfingar reyni að koma í veg fyrir eðlilega og sjálfsagða umfjöllun um þá og þeirra starfsemi,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, um myndskeið sem Samherji gaf út í dag.
11.08.2020 - 18:30
Nú er komið nóg er kjarni mótmælanna
Nú er komið nóg, slagorð mótmælanna sem brustu á eftir morðið á George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum, lýsa stöðunni sem upp er komin í réttindabaráttu svartra. Þetta sagði Claudie Ashonie Wilson lögmaður í Kastljósi í kvöld. Hún flutti hingað til lands frá Jamaíka og segir unglingssyni sína, sem eru fædir og uppaldir hér á landi, hafa upplifað fordóma vegna litarháttar síns.
09.06.2020 - 21:26
Ekki tímabært að ræða plan Ö
„Ég hef sannfærst um að þetta sé skynsamleg ráðstöfun. Ég tel óvissuna vera það mikla að við myndum ekki græða neitt á því að bíða og ég tel að við séum að gera þetta af jafn mikilli varúð og unnt er.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um fyrirhugaða opnun landamæranna eftir viku í Kastljósi í kvölds.
08.06.2020 - 20:26
Hafa áhyggjur vegna opnunar landamæranna
Páll Matthíasson, forstjóri Landpítala, segir að í áhættumati spítalans vegna fyrirhugaðrar opnunar landamæranna 15. júní, hafi komið fram ákveðnar áhyggjur. Vilji þurfi að vera til að breyta þeim áætlunum, ef þörf krefji. Starfsfólk spítalans sé langþreytt eftir mikið álag í tengslum við COVID-19 faraldurinn og ekkert megi út af bregða. 
04.06.2020 - 20:29
Myndskeið
Margar fyrirspurnir um afbókanir á Íslandsferðum
Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa fengið fjölda fyrirspurna frá erlendum ferðamönnum sem eiga bókaðar ferðir hingað til lands, þar sem spurt er um hverjir skilmálar eru varðandi afbókanir vegna COVID-19 faraldursins. 
02.03.2020 - 20:49
Myndskeið
Segir lítið hafa gerst hjá ríkisstjórninni
Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir ekki mikið sitja eftir hjá núverandi ríkisstjórn nú þegar kjörtímabilið er hálfnað. Rétt tvö ár eru liðin frá síðustu þingkosningum. Farið var yfir hvernig gengið hefur hjá ríkisstjórninni að mæta væntingum kjósenda og um árangur ríkisstjórnarinnar nú þegar kjörtímabilið er hálfnað í Kastljósi kvöldsins.
28.10.2019 - 21:35
Viðtal
Kveðst aldrei hafa talað gegn betri vitund
Ásgeir Jónsson, sem tók við stöðu Seðlabankastjóra í dag, segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því á hve veikum grunni bankarnir stóðu í maí 2008 þegar hann sagði í viðtali á Stöð 2 að þeir væru burðugar stofnanir.
20.08.2019 - 20:53
Myndskeið
Niðursveifla í ferðaþjónustu mun skarpari
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir áhrifin af falli WOW air á ferðaþjónustuna séu byrjuð að koma fram og fram undan sé mun skarpari niðursveifla en áður var talið. Hann er svartsýnn á framtíðina í greininni en ferðamönnum um Keflavíkurflugvöll fækkaði um fjórðung í apríl miðað við sama tíma í fyrra.
27.05.2019 - 20:55
Myndskeið
Lykilatriði að bregðast rétt við ofbeldi
Um þrettán þúsund íslensk börn hafa orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi áður en þau ná 18 ára aldri. Þetta kemur fram í skólakönnunum sem rannsóknarmiðstöðin Rannsóknir og greining vann en niðurstöðurnar voru kynntar í dag.
22.05.2019 - 21:28
Kastljós
„Það myndaðist ákveðin múgæsing“
Þrjátíu ár eru á morgun liðin frá því að bjórbanni var aflétt á Íslandi. Á meðal sumir hlökkuðu til kviðu aðrir því að aflétting bjórbanns myndi stuðla að aukinni drykkju Íslendinga. Fjallað var um málið í Kastljósi kvöldsins.
28.02.2019 - 20:30
 · Kastljós · Bjór
Myndskeið
Rosalegt úrræðaleysi fyrir fólk með sérþarfir
Það á að leita allra leiða til þess að fólk geti fengið að vera heima hjá sér, segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í Kastljósi í kvöld þar sem rætt var um hjúkrunarheimili á Íslandi og fólkið sem býr þar. Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, benti á að það skorti úrræði.
27.11.2018 - 20:27
Viðtal
Fór út fyrir valdsvið sitt í Icesave-deilunni
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, viðurkenndi í Kastljósi að hann hefði „stigið inn á völl þar sem ekki var eðlilegt að forsetinn væri öllu jafnan,“ í Icesave-deilunni. Hann hafi talið að skylda sín gagnvart þjóðinni frekar en einhverjar „hefðbundnar verkaskiptingarlínur,“ skipti meira máli.
03.10.2018 - 21:04
 · Kastljós
Myndskeið
Framkoma Breta „fullkomlega svívirðileg“
Ólafur Þ. Harðarson, Kristrún Heimisdóttir og Gylfi Magnússon ræddu um bankahrunið, hvað Íslendingar hefðu lært og hvað þeir hefðu ekki lært. Þar var meðal annars rifjað upp frægt viðtal við Gylfa sem hljómaði í hádegisfréttum RÚV fyrir nákvæmlega tíu árum og milliríkjadeiluna við Breta. Ólafur sagði framkomu Breta gagnvart Íslendingum hafa verið fullkomlega svívirðilega.
03.10.2018 - 20:27
Viðtal
„Dagurinn á morgun sem skiptir máli“
Björgólfur Jóhannsson, sem hætti sem forstjóri Icelandair í gær, segir félagið vel í stakk búið til að takast á við niðursveiflur í rekstri og að hann sé stoltur af þeirri stöðu sem félagið sé í núna. Hann segir að allir viti hvar vandamálið liggi. „Og það er það verkefni sem við höfum verið að takast á við að undanförnu.“ Hann telur að Samkeppniseftirlitið hefði á því „sterka skoðun“ ef Icelandair og WOW sameinuðust.
28.08.2018 - 20:36
Skoða breytingar á skattkerfinu í vikunni
Ríkisstjórnin skoðar hvernig best sé að endurskipuleggja skattþrepin til að það gagnist launalægri hópum. Formaður Eflingar hafnar því alfarið að lágtekjuhópar eigi að sætta sig við einungis 4% launahækkun.
27.08.2018 - 22:53
Myndskeið
Rannsakaði hugarheim raðmorðingja
Geðhjúkrunarfræðingurinn Ann Burgess gerði á sínum tímamóta rannsóknir á atferli, persónuleika og æsku 36 raðmorðingja sem höfðu í það minnsta 112 mannslíf á samviskunni. Sjónvarpsþáttaröðin Mindhunter segir frá rannsóknum Burgess og félaga hennar í Bandarísku alríkislögreglunni.
18.04.2018 - 17:59
Viðtal
Málið ekki rannsakað meira án nýrra gagna
Jón Steinar Gunnlaugsson og Ragnar Aðalsteinsson, verjendur tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fóru yfir stöðu málsins í Kastljósi í kvöld. Settur ríkissaksóknari í málinu krefst þess að fimm sakborningar málsins verði allir sýknaðir. Greining á gögnum málsins hafi grafið undan játningum þeirra sem teljist nú hafa verið falskar.
22.02.2018 - 20:54