Færslur: Kastljós

Kastljós
Engan dreymir um að flytja á hjúkrunarheimili
Forgangsröðun stjórnvalda á fjármunum til öldrunarþjónustu er ástæða þess að mun fleiri eldri borgarar dvelja á sjúkrahúsi og hjúkrunarheimilum þótt þeir ættu í raun að geta búið heima hjá sér.
25.08.2021 - 21:18
Myndskeið
„Alveg ljóst að sumir yrðu með og aðrir á móti“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist vita að minnisblað hans um framtíðarsýn í sóttvarnamálum hafi verið rætt í ríkisstjórninni og að „margir hafi verið óánægðir með þetta.“ Hann segir minnisblaðið hafa átt vera innlegg í umræðuna, nokkurs konar hugmyndafræðilegar tillögur til að komast að málefnalegri niðurstöðu um „hvernig við getum búið okkur undir að lifa með veirunni og ákveða hvernig við ætlum að gera það.“
Myndskeið
„Hefði hann getað sloppið?“
Sonur manns sem lést á Landakoti í stóru hópsmiti í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins segir að sér hafi brugðið við að sjá skýrslu landlæknis um atburðinn í gær. Í henni sé teiknuð upp allt önnur mynd af orsökum hópsmitsins heldur en í úttekt spítalans sjálfs, sem virðist nú hálfgerður hvítþvottur.
16.06.2021 - 20:18
Kastljós
Værukærir stjórnendur hefðu þurft að gera betur
Niðurstöður sem fram komu í skýrslu sem Landspítalinn vann í kjölfar hópsýkingarinnar sem þar kom upp á síðasta ári tiltóku húsakost, loftræstingu, þrengsli og undirmönnun meðal helstu ástæða fyrir því hve illa fór. Úttekt landlæknis bendir aftur á móti á kerfislæga þætti á borð við ófullkomna hólfaskiptingu, ófullnægjandi fræðslu og þjálfun starfsmanna, og eftirlit með fylgni þeirra við sóttvarnarreglur – atriði sem stjórnendur spítalans bera ábyrgð á.
15.06.2021 - 21:28
Kastljós
Slaufunarmenning og dómstólar götunnar
„Cancel culture“ eða slaufunarmenning hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið í tengslum við #metoo-bylgjuna. Áhrifin af slíkri slaufun geta verið víðtæk og áhrifarík. Kastljós fékk Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur, baráttukonu gegn kynferðislegu ofbeldi, og Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði, til að spjalla um þetta eldfima málefni.
Kastljós
24 kynferðisbrotamál þegar umræðan stóð sem hæst
Tilkynnt hefur verið um níu hópnauðganir á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er ári. Í maí, þegar Me too-bylgjan stóð sem hæst bárust 24 mál til neyðarmóttökunnar, mál sem flest voru innan við sólarhringsgömul.
Myndskeið
Áhrif sérhagsmunaafla raunverulegt vandamál á Íslandi
Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum, sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Stundina á dögunum. Undir þetta tekur Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands og prófessor við Háskóla Íslands, í Kastljósi í kvöld.
Myndskeið
Svefnlyfjanotkun barna í hæstu hæðum
Kórónuveirufaraldurinn virðist hafa haft talsverð áhrif á svefnvenjur krakka í 8. til 10. bekk grunnskóla. Í október fengu 36 prósent krakka á þessum aldri of lítinn svefn og hafði hlutfallið ekki verið lægra í átta ár. Í febrúar fóru hins vegar allt á versta veg aftur því þá sváfu 44 prósent nemenda of lítið. „Þarna er spurning hvort úthaldið sé farið að minnka og farið að bera á aukinni streitu og auknum áhyggjum,“ segir Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur.
15.04.2021 - 20:44
Kastljós
Megi þakka Þórólfi fyrir að þetta hafi ekki verið hægt
Óánægja annarra ríkja yfir viðræðum um hugsanlega bólusetningarannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer hér á landi kann að hafa sett strik í reikninginn. Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í kvöld og þeir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir voru sammála um að harla ólíklegt væri að af rannsókninni yrði. Þeir stefna ekki á að leita til annarra lyfjafyrirtækja um sambærilega rannsókn.
09.02.2021 - 20:15
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Í BEINNI
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson í Kastljósi
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ræða við Einar Þorsteinsson í Kastljósi í kvöld. Í dag var greint frá því að hverfandi líkur væru á því að Ísland tæki þátt í bólusetningarannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer. Þórólfur, Kári og Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum, áttu fund með Pfizer í dag.
09.02.2021 - 19:36
Kastljós
Ræða breytingar á sóttvarnarlögum
Velferðarnefnd Alþingis lagði í kvöld fram sameiginlegt nefndarálit með breytingartillögum við frumvarp heilbrigðisráðherra að nýjum sóttvarnalögum og er stefnt að þvi að önnur umræða fari fram á Alþingi á morgun. Einar Þorsteinsson ræddi frumvarpið við Ólaf Þór Gunnarsson, þingmann VG, og Sigríði Á. Andersen, þingmann Sjálfstæðisflokks, í Kastljósi í kvöld.
27.01.2021 - 20:30
Myndskeið
Lagaleg óvissa um aðgerðir í miðjum heimsfaraldri
Sóttvarnalæknir segir að ljúka hefði þurft endurskoðun á sóttvarnalögum fyrir áramót. Hann telur mjög slæmt að lagaleg óvissa ríki um sóttvarnaaðgerðir í miðjum heimsfaraldri. Nýgengi landamærasmita er nú 25,9, sem er þó nokkuð hærra en innanlands þar sem það er átján. Flestir þeirra sem hafa greinst undanfarið hafi verið að koma frá Póllandi.
13.01.2021 - 22:22
Myndskeið
Ótrúlega skemmtilegt að semja Skaupið á Zoom
„Þetta hefur verið svo tilfinningaþrungið ár. Við lögðum upp með að ná utan um tilfinninguna og reyna að hafa gaman í leiðinni, þótt tilfinningin sé í rauninni slæm,“ segir Reynir Lyngdal, einn höfunda Áramótaskaupsins í ár. Katla Margrét Þorgeirsdóttir, annar höfundur, segir að það hafi verið skemmtilegt að semja Skaupið á Zoom.
23.12.2020 - 21:46
Kastljós
Óttast ekki að lyfjafyrirtæki hafi stytt sér leið
Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræðum við Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, segir að það sé kraftaverki líkast að það hafi tekist að þróa bóluefni á tíu mánuðum. Hún hefur trú á því að bóluefni verði farið í dreifingu sums staðar í heiminum í byrjun næsta árs. Ingileif var gestur Einars Þorsteinssonar í Kastljósi kvöldsins.
12.11.2020 - 20:45
Kastljós
Vilja atvinnusköpun og stuðning við græna fjárfestingu
„Samfylkingin er bara sósíal-demókratískur flokkur sem sækir núna í þessar klassísku rætur jafnaðarmanna,“ sagði Logi Einarsson, ný endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar í Kastljósi í kvöld. Hann segir flokkinn freista þess að auka fylgi sitt með því að sýna snemma á spilin vegna komandi kosningabaráttu.
Þjóðskjalasafn óskar eftir svörum frá Verðlagsstofu
„Þetta sýnir mikilvægi þess að vista skjöl á réttan hátt,“ segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður, um afdrif gagna hjá Verðlagsstofu skiptaverðs sem komu í leitirnar fyrir helgi. Þjóðskjalasafn undirbýr nú erindi til Verðlagsstofu skiptaverðs vegna málsins.
Kastljós
Nýjar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur sem taka gildi á landamærunum á miðnætti þurfi að gilda í marga mánuði. Samkvæmt nýju fyrirkomulagi verða allir farþegar skimaðir við komuna til landsins og aftur að lokinni fimm daga sóttkví.  
18.08.2020 - 20:43
Verðlagsstofa skiptaverðs staðfestir tilvist gagnanna
Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman upplýsingar um karfaútflutning áranna 2010 og 2011 og sendi úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna vegna athugunar á máli sem var til umfjöllunar hjá nefndinni.
12.08.2020 - 15:24
Kastljós
Sjáðu Kastljósþáttinn um Samherja
Samherji birti í dag myndband þar sem því er haldið fram að Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið hafi falsað gögn við gerð Kastljósþáttar árið 2012 um rannsókn Seðlabankans á Samherja.
11.08.2020 - 21:07
Segir of algengt að auðkýfingar skipti sér af umfjöllun
„Mér finnst fyrir neðan allar hellur að auðkýfingar reyni að koma í veg fyrir eðlilega og sjálfsagða umfjöllun um þá og þeirra starfsemi,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, um myndskeið sem Samherji gaf út í dag.
11.08.2020 - 18:30
Nú er komið nóg er kjarni mótmælanna
Nú er komið nóg, slagorð mótmælanna sem brustu á eftir morðið á George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum, lýsa stöðunni sem upp er komin í réttindabaráttu svartra. Þetta sagði Claudie Ashonie Wilson lögmaður í Kastljósi í kvöld. Hún flutti hingað til lands frá Jamaíka og segir unglingssyni sína, sem eru fædir og uppaldir hér á landi, hafa upplifað fordóma vegna litarháttar síns.
09.06.2020 - 21:26
Ekki tímabært að ræða plan Ö
„Ég hef sannfærst um að þetta sé skynsamleg ráðstöfun. Ég tel óvissuna vera það mikla að við myndum ekki græða neitt á því að bíða og ég tel að við séum að gera þetta af jafn mikilli varúð og unnt er.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um fyrirhugaða opnun landamæranna eftir viku í Kastljósi í kvölds.
08.06.2020 - 20:26
Hafa áhyggjur vegna opnunar landamæranna
Páll Matthíasson, forstjóri Landpítala, segir að í áhættumati spítalans vegna fyrirhugaðrar opnunar landamæranna 15. júní, hafi komið fram ákveðnar áhyggjur. Vilji þurfi að vera til að breyta þeim áætlunum, ef þörf krefji. Starfsfólk spítalans sé langþreytt eftir mikið álag í tengslum við COVID-19 faraldurinn og ekkert megi út af bregða. 
04.06.2020 - 20:29
Myndskeið
Margar fyrirspurnir um afbókanir á Íslandsferðum
Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa fengið fjölda fyrirspurna frá erlendum ferðamönnum sem eiga bókaðar ferðir hingað til lands, þar sem spurt er um hverjir skilmálar eru varðandi afbókanir vegna COVID-19 faraldursins. 
02.03.2020 - 20:49
Myndskeið
Segir lítið hafa gerst hjá ríkisstjórninni
Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir ekki mikið sitja eftir hjá núverandi ríkisstjórn nú þegar kjörtímabilið er hálfnað. Rétt tvö ár eru liðin frá síðustu þingkosningum. Farið var yfir hvernig gengið hefur hjá ríkisstjórninni að mæta væntingum kjósenda og um árangur ríkisstjórnarinnar nú þegar kjörtímabilið er hálfnað í Kastljósi kvöldsins.
28.10.2019 - 21:35