Færslur: Kastljós

Myndskeið
Segir rammann grunninn að orkuskiptum
Rammaáætlun var samþykkt á Alþingi í gær, en um er að ræða eitt umdeildasta þingmál síðustu ára um vernd og orkunýtingu landssvæða. Umhverfisráðherra segir rammaáætlun grunninn að orkuskiptum.
Myndskeið
Harkaleg verðbólga fylgikvilli aðgerða
Gylfi Magnússon formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, var gestur í Kastljósi kvöldsins og ræddi þá alvarlegu stöðu sem upp er komin á fjármálamörkuðum heimsins í tengslum við verðhækkanir, verðbólgu og vöruskort. Timburmenn í kjölfar björgunaraðgerða geti orðið allmiklir.
15.06.2022 - 20:38
Undrast aðför að ákvörðunarrétti stjórnar Eflingar
„Mér finnst algjörlega sturlað að verða vitni af því að það sé látið eins og það að hér sé hópuppsögn að eiga sér stað sé einhver stórkostleg nýlunda í íslensku samfélagi. Það er augljóslega ekki svo.” Þetta sagði Sólveig Anna Jónsdóttir í Kastljósi í kvöld. 
13.04.2022 - 20:37
Kastljós
Segir forsendurnar virðast brostnar
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir forsendur fyrir útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka þann 22. mars virðast brostnar. Kristrún ræddi útboðið í Kastljósi í kvöld ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
06.04.2022 - 20:45
Lilja óttaðist um líf sonar síns eftir erfiða fæðingu
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir að hlúa þurfi betur að konum sem lendi í erfiðum fæðingum. Sjálf óttaðist hún um líf nýfædds sonar síns og segir ekki hafa verið hlustað á áhyggjur sínar.
30.03.2022 - 20:24
Kastljós
Mikill munur á viðbrögðum við komu flóttafólks
Viðbrögð Evrópu við flóttafólki frá Úkraínu eru gjörólík því sem við sáum árin 2015 og 2016 þegar flóttamannstraumurinn frá Sýrlandi var sem mestur. Munurinn er hvað mestur í ríkjum í Austur-Evrópu og að margra mati er þetta ekkert annað en fordómar og rasismi. Sérfræðingur í málefnum flóttafólks segir málið flóknara en svo en rasismi spili vissulega stórt hlutverk
23.03.2022 - 20:31
Kastljós
Óttast að Pútín beini sjónum sínum að Eystrasaltsríkjum
Inga Minelgaité, prófessor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og heiðursræðismaður Litháens hér á landi, segir Litháa telja hættu á að Vladímír Pútín Rússlandsforseti beini sjónum sínum að Litháen og hinum Eystrasaltslöndunum eftir innrásina í Úkraínu.
28.02.2022 - 21:35
„Mjög gleðilegt“ að aflétta öllu
Afar erfitt yrði að hamla útbreiðslu omíkron-útbrigðis kórónuveirunnar. Til þess þyrfti afar harðar takmarkanir og hæpið er að jafnvel þær myndu skila árangri. Þetta sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í Kastljósi í kvöld.
23.02.2022 - 20:39
Kastljós
Þurfi víðtækari rannsóknarheimildir um skotvopn
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir lögregluna þurfa víðtækari rannsóknarheimildir þegar kemur að meðferð skotvopna.
14.02.2022 - 23:33
Kastljós
Starfsfólk fari annað geti það ekki unnið með formanni
Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar sem leiðir nú baráttulistann, segir ótrúlegt að baráttan um formannsembættið sé farin að snúast um starfsfólkið á skrifstofu Eflingar. Hún segist njóta stuðnings félagsfólks og að sá sem verði kjörinn formaður eigi að fá svigrúm til þess að framfylgja þeirri stefnu sem verkafólk kjósi.
10.02.2022 - 21:27
Kastljós
Segir vexti lága og stöðu heimilanna aldrei betri
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, vísar því á bug ummælum forseta ASÍ um að Seðlabankinn hafi misst tök á húsnæðismarkaði og sé með stýrivaxtahækkunum að leysa sjálfskapaðan vanda. Hann segir vexti vera lága í sögulegu samhengi og almennt séu kjör fólks í landinu góð, ekki síst vegna aukins kaupmáttar.
Kastljós
Þýðir ekkert að hugsa: „Af hverju ég?“
María Guðmundsdóttir Toney, sem greindist nýverið með mjög sjaldgæft krabbamein í milta segir að það sé auðvelt að hugsa stundum: „Af hverju ég“. Hún segir að þessi tegund krabbameins hafi líklega aldrei áður greinst hérlendis. Mikil vinna er nú fyrir höndum að finna út hvaða meðferð hentar henni en hún segist ákveðin í að taka þetta með jákvæðninni og hörkunni.
03.02.2022 - 21:29
Kastljós
Mikilvægt að stytta málsmeðferðartíma nauðgunarbrota
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir mikilvægt að finna leiðir til að stytta málsmeðferðatíma nauðgunarbrota. Að meðaltali tekur það lögregluna 14 mánuði að rannsaka brot af þessu tagi sem er meira en tvöföldun frá því fyrir áratug.
02.02.2022 - 19:53
Kastljós
Harkalega tekist á um kynfræðslu í skólum
Hörð gagnrýni var sett fram á kynfræðslu Sigríðar Daggar Aradóttur í Kastljósi í gær en Sigga Dögg hefur rætt um kyrkingar í kynlífi við börn og unglinga. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðingur sagði að með þessu væri Sigga Dögg að normalisera ofbeldismenningu.
28.01.2022 - 12:48
Kastljós
Frestun á greiðslum sé framlenging í snörunni
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina og frumvarp fjármálaráðherra, um frestun á greiðslum og framlengingu á umsóknarfresti viðspyrnustyrkja sem til stendur að afgreiða í dag, í Kastljósi. Frumvarpið er liður í að bregðast við alvarlegri stöðu veitingahúsa og annarra rekstraraðila vegna faraldursins.
17.01.2022 - 20:27
Kastljós
Covid-spítali komi til greina ef fari á versta veg
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir koma til greina að vera með sérstakan covid-spítala eða opna nýjar farsóttardeildir undir Landspítalanum ef verstu spár gangi eftir um vöxt COVID-19. Hann segir spítalann í stakk búinn til þess að takast á við stöðuna eins og hún er í dag.
Kastljós
Mikilvægt að grípa til aðgerða áður en við missum tökin
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir það sé mikilvægt að grípa til hertra sóttvarnaraðgerða áður en við missum tökin á faraldrinum. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir líkönin og reynsluna sýna að með hertum aðgerðum takist að snúa þróuninni við.
20.12.2021 - 20:29
Landsréttur staðfesti sýknu í máli Helga Seljan og RÚV
Landsréttur staðfesti í dag sýknu Héraðsdóms í máli manns gegn Helga Seljan og Ríkisútvarpinu. Maðurinn krafðist bæði miskabóta vegna ærumeiðinga og ómerkingu ummæla sem féllu í Kastljósi árið 2015, um meinta refsiverða háttsemi hans í garð fyrrum eiginkonu hans og barna. Dómstóllinn komst að þeirri niðustöðu vinnubrögð hefðu verið fagleg og teldust til góðra starfshátta.
Kastljós
Segir miðasölu á tónleika í frosti
Forsvarsmenn samtaka fyrirtækja á tónleika- og veitingamarkaði segja geirann búinn að vera í sárum í rúma tuttugu mánuði vegna faraldursins. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, og Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri bandalags íslenskra tónleikahaldara, segja reksturinn lamast af endurteknum boðum og bönnum og það verði að leita hófsamra og öruggra lausna.
Kastljós
Brynjar og Hreinn bæti við þekkingu og reynslu
Jón Gunnarsson, nýr innanríkisráðherra, ákvað að ráða þá Hrein Loftsson og Brynjar Níelsson sem aðstoðarmenn vegna þess að þeir geti bætt við þekkingu hans og reynslu á málaflokkunum. Þetta sagði Jón í Kastljósi í kvöld.
07.12.2021 - 20:39
Kastljós
Miðjustefna og íhaldssemi einkenni sáttmálann
Stjórnmálafræðingarnir Ólafur Þ. Harðarson og Eiríkur Bergmann voru gestir Kastljóss í kvöld þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar var krufinn.
Kastljós
Biðlar til fólks að huga að brunavörnum á aðventunni
Sólrún Alda Waldorff sem brenndist illa í bruna árið 2019 hvetur almenning til að huga vel að brunavörnum á aðventunni. Hún tekur nú þátt í árvekniátaki Húsnæðis og mannvirkjastofnunar.
Kastljós
Telur erlenda verðbólgu ekki þurfa að bitna á neytendum
Breki Karlssson, formaður Neytendasamtakanna, segir að verslanir geti slegið af arðsemiskröfu sinni í stað þess að hækka vöruverð til að mæta hækkunum á heimsmarkaði.
Kastljós
Vill að fyrri talning í Norðvestur gildi
Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins, sem datt út af þingi eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi, segir að fyrri talning ætti að gilda í kjördæminu. Þá segir hann að fyrst kjörgögnin hafi ekki verið innsigluð, sé ekki hægt að tryggja öryggi eftir að gögnin voru skilin eftir í talningarsalnum.
Kastljós
„Erum í samtalinu til að nálgast lausn“
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að forystumenn stjórnarflokkanna séu í stjórnarmyndunarviðræðum af heilindum. Það þýði að þau þrjú séu eingöngu að ræða saman „Við erum í því samtali til að nálgast lausn.“ Katrín vildi ekki segja hvenær nýr stjórnarsáttmáli yrði tilbúinn. Þau hefðu lært það af reynslunni hversu dýrmætt það væri að vera með vandaðan stjórnarsáttmála.
04.10.2021 - 20:16