Færslur: Karl III

Forseti Suður-Afríku fyrsti opinberi gestur Karls III
Karl III konungur Bretlands tekur í næstu viku á móti fyrstu opinberu gestum sínum eftir að hann tók við embætti þegar forsetahjón Suður-Afríku sækja Buckinghamhöll heim.
Bretar fá aukafrídag vegna krýningar Karls III
Boðað hefur verið að efnt verði til almenns frídags í Bretlandi vegna krýningar Karls III í maí. Þá verða átta mánuðir liðnir frá andláti Elísabetar II móður konungsins nýja.
Kanada
Þingmenn hyggjast ekki sverja Karli III hollustueið
Nokkrir nýkjörnir þingmenn stjórnarandstöðunnar á löggjafarþingi Quebec-fylkis í Kanada lýstu því yfir í gær að þeir ætli ekki að sverja Karli III hollustueið sem þjóðhöfðingja við þingsetningu líkt og stjórnarskráin gerir ráð fyrir.
Karl III krýndur 6. maí
Karl III verður krýndur konungur Bretlands þann 6. maí í vor. Þetta staðfestir Buckingham höll í dag. Krýningardaginn ber upp á afmælisdag Archie, barnabarns Karls, sonar Harry og Meghan. Í yfirlýsingu hallarinnar segir að krýningin endurspegli hlutverk krúnunnar í dag og hvernig hún horfir til framtíðar, um leið og haldið verður í aldagamlar hefðir.
11.10.2022 - 17:58
Hirðin kynnir nýtt merki Karls III Bretakonungs
Breska hirðin greindi í dag frá því hvernig sérstakt merki hins nýja konungs, Karls III, lítur út. Fangamarkið verður sýnilegt á opinberum byggingum, skjölum ríkisins og nýjum póstkössum svo eitthvað sé nefnt.
27.09.2022 - 02:27
Sjónvarpfrétt
Valdaskiptin í Bretlandi gætu kostað 1.000 milljarða
Árleg útgjöld breska ríkisins vegna krúnunnar nema jafnvirði um 50 milljarða króna á hefðbundnu ári að sögn deildarstjóra greiningar hjá Íslandsbanka - sem líka komst að því að kostnaðurinn við valdaskiptin sem nú standa yfir gæti numið allt að þúsund milljörðum króna.
15.09.2022 - 19:40
Boðað til atkvæðagreiðslu um stofnun lýðveldis
Forsætisráðherra eyríkisins Antígva og Barbúda í Karíbahafi hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort landið skuli verða lýðveldi. Eyjarnar eru nú hluti breska samveldisins.
Karl III lýstur konungur Kanada
Karl III var í gær opinberlega lýstur konungur Kanada við hátíðlega athöfn í höfuðborginni Ottawa. Arftakaráð bresku krúnunnar tilkynnti valdaskiptin af svölum Sankti Jakobshallar í Lundúnum í gærmorgun.
Myndskeið
Einstakt myndband sýnir fyrsta fund Karls III og Truss
Karl III konungur hitti Liz Truss forsætisráðherra Bretlands í Buckingham-höll síðdegis í gær á þeirra fyrsta fundi frá því Karl varð konungur við fráfall móður hans. Karl verður formlega lýstur konungur í dag.
Undirbúningur hafinn að útför drottningar
Það verður í mörg horn að líta í Bretlandi næstu daga í kjölfar andláts Elísabetar Bretadrottningar. Arftakaráðinu er ætlað að koma saman í St. James höll á laugardag. Ráðið lýsir formlega yfir í ávarpi af svölum hallarinnar að Karl III. verði arftaki Elísabetar.

Mest lesið