Færslur: kanaríeyjar

Óttast að eiturgufur berist frá gosinu á Kanaríeyjum
Hraun flæðir enn úr fjallinu Rajada á eyjunni La Palma á Spáni í átt að sjó. Áhyggjur eru af því að eiturgufur leysist úr læðingi þegar hraunið flæðir í sjóinn og að sprengingar verði.
21.09.2021 - 22:30
Ný gossprunga opnaðist á La Palma
Yfirvöld á Kanaríeyjunni La Palma hafa rýmt um fjörutíu íbúðarhús í bænum El Paso eftir að ný sprunga opnaðist í eldfjallinu Cumbre Vieja og hraun tók að vella út úr henni. Á sjöunda þúsund íbúar eyjarinnar hafa orðið að forða sér eftir að eldgos hófst á sunnudag.
21.09.2021 - 16:27
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Spánn · eldgos · kanaríeyjar
Heldur virðist hafa dregið úr gosinu á La Palma
Heldur virðist hafa dregið úr krafti eldgossins í fjallinu Rajada á La Palma í Kanaríeyjaklasanum. Gosið hófst á sunnudag og hefur þegar valdið talsverðu eignatjóni.
21.09.2021 - 04:41
Erlent · Hamfarir · eldgos · kanaríeyjar · La Palma · Evrópa · Afríka · Pedro Sanchez · Spánn
Myndskeið
Eldgos hafið á Kanaríeyjum
Eldgos er hafið í Rajada eldfjallinu sem er nærri bænum El Paso á eyjunni La Palma á Kanaríeyjum. Þórarinn Einarsson, sem er í fríi í bænum, hefur fylgst með gosinu. Hann segir að hættan virðist vera meiri af hugsanlegum skógareldum að svo stöddu en af hrauninu sjálfu.
19.09.2021 - 15:18
Ákærðir fyrir kynferðisbrot gegn íslenskri konu
Lögreglan á Kanaríeyjum hefur ákært fjóra karlmenn fyrir kynferðisbrot gegn íslenskri konu á fertugsaldri.
05.03.2021 - 07:57
20 þúsund hafa flúið til Kanaríeyja á þessu ári
20 þúsund flóttamenn hafa komið frá Afríku til Kanaríeyja það sem af er ári. Fimm hundruð hafa drukknað á leiðinni. Talsmaður flóttamannahjálparinnar segir Evrópusambandið fara með eyjarnar eins og fangelsi.
03.12.2020 - 22:04
Mannskaði við Kanaríeyjar
Fjórir hafa fundist látnir eftir að báti flóttamanna og hælisleitenda hvolfdi nærri Kanaríeyjum í gær, skammt norður af eynni Lanzarote. Nokkurra er saknað, en um þrjátíu og fimm voru í bátnum.
25.11.2020 - 11:53
Metfjöldi flóttafólks nær landi á Kanaríeyjum
Yfir eitt þúsund flóttamenn frá Afríku hafa náð landi á Kanaríeyjum undanfarna tvo sólarhringa. Annar eins fjöldi flóttafólks hefur ekki sést á eyjunum í meira en áratug.
Borgaraþjónustan sinnir enn máli veiku Íslendinganna
Öll venjubundin aðstoð borgarþjónustu utanríkisráðuneytisins er áfram veitt þeim tveimur Íslendingum sem liggja veikir með COVID-19 á Kanaríeyjum. Þetta kemur fram í samtali fréttastofu við upplýsingafulltrúa ráðuneytisins.
30.09.2020 - 12:26
Bar veiruna líklega frá Íslandi til Kanarí
Tveir íslenskir karlar eru á gjörgæslu á Gran Canaria, stærstu eyju Kanarí-eyja, með COVID-19. Báðir voru lagðir inn á sjúkrahús með önnur vandamál en COVID-19 og greindust við innlögnina.
24.09.2020 - 17:45
Covid-smitaður Íslendingur liggur á spítala á Kanarí
Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur borist erindi vegna Íslendings sem liggur alvarlega veikur af kórónuveirunni á spítala á Kanaríeyjum. Miklar umræður eru á samfélagsmiðlum vegna smitsins, en Íslendingasamfélagið á Kanaríeyjum er nokkuð stórt og töluverður og náinn samgangur milli fólks.
24.09.2020 - 14:45
Fyrsta tilfelli COVID-19 veiru á Tenerife
Heilbrigðisyfirvöld á Spáni staðfestu í kvöld að COVID-19 veiran hefði greinst á Tenerife. Þetta er þriðja tilfellið sem upp kemur á Spáni en það fyrsta sem greinist á Tenerife.
24.02.2020 - 23:45