Færslur: kanaríeyjar

Íbúar La Palma snúa aftur heim
Um það bil eitt þúsund íbúar Kanaríeyjarinnar La Palma mega nú snúa aftur heim. Yfirvöld lýstu því formlega yfir skömmu fyrir áramót að eldgosi á eyjunni væri lokið.
07.01.2022 - 16:14
Erlent · Evrópa · Spánn · kanaríeyjar · La Palma · eldgos
Lýsa yfir goslokum á La Palma
Spænsk stjórnvöld lýstu því yfir í dag að eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum væri lokið, rúmum þremur mánuðum eftir það það hófst með látum.
25.12.2021 - 17:28
Erlent · Evrópa · Spánn · Kanarí · La Palma · kanaríeyjar
Sjónvarpsfréttir
Vísindamenn vongóðir um að goslok séu í nánd
Jarðvísindamenn eru vongóðir um að eldgosinu á La Palma á Spáni sé að ljúka. Rólegt hefur verið á gosstöðvunum í tvo sólarhringa.
15.12.2021 - 21:58
Tugir þúsunda innilokuð vegna gosmengunar
Um 33.000 íbúar Kanaríeyjunnar La Palma voru hvattir til að halda sig innandyra í gær vegna stóraukins útstreymis brennisteinsdíoxíðs frá eldgosinu sem þar hefur staðið yfir í tæpa þrjá mánuði.
14.12.2021 - 02:24
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Náttúra · Spánn · kanaríeyjar · eldgos
Eldgosið á La Palma enn í fullum gangi
Eldfjallið Cumbre Vieja á Kanaríeyjunni La Palma heldur áfram að spúa eldi og eimyrju af fítonskrafti þótt gígur í fjallinu hafi hrunið saman næstliðna nótt. Glóandi hraun og kolsvartir öskustrókar gengu upp af fjallinu í gær, nýjar hraunelfar streymdu niður hlíðar þess og hrundu skriðum af stað. Angel Victor Torres, landstjóri Kanaríeyja, kallar þetta mesta hamfaragos sem orðið hefur í Evrópu um hundrað ára skeið.
28.10.2021 - 02:42
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Náttúra · Spánn · kanaríeyjar · eldgos
Spánn
Freista þess að bjarga hundum úr eldgosi með dróna
Drónafyrirtæki á Spáni fékk í gær leyfi frá yfirvöldum til að freista þess að bjarga fjórum hundum sem eru fastir á eldgosasvæðinu á Kanaríeyjunni La Palma. Eldgosið hófst 19. september og hafa hundarnir verið fastir síðan í bænum Toduque. Smærri drónar hafa verið nýttir til að koma mat til hundanna.
20.10.2021 - 10:54
Gosið á Kanaríeyjum mánaðargamalt
Einn mánuður er síðan eldgos hófst á Kanaríeyjunni La Palma. Það hefur valdið miklu tjóni og þúsundir eyjarskeggja hafa orðið að flýja að heiman. Jarðvísindamenn segja ógerlegt að spá fyrir um endalok þess. 
19.10.2021 - 15:56
Erlent · Evrópa · Spánn · kanaríeyjar · eldgos · La Palma
Yfir 1.800 byggingar horfnar undir hraun á La Palma
Rauðglóandi hraunelfar steypast enn niður hlíðar Kanaríeyjunnar La Palma, rúmum fjórum vikum eftir að gos hófst í eldfjallinu Cumbre Vieja. Á þessum tíma hafa 1.817 byggingar horfið undir hraunflauminn og eyðilagst samkvæmt frétt á spænsku sjónvarpsstöðinni RTVE, og hafa þá 269 byggingar farið undir hraun frá því síðast var talið.
17.10.2021 - 03:15
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Spánn · kanaríeyjar · eldgos
Hundruð til viðbótar verða að forða sér
Sjö til átta hundruð íbúum Kanaríeyjarinnar La Palma var í dag skipað að forða sér að heiman vegna hraunstraums frá eldfjallinu Cumbre Vieja. Hraunið hefur þegar eyðilagt tólf hundruð íbúðarhús og aðrar byggingar á eyjunni. Það þekur orðið sex hundruð hektara og virðist ekkert lát á straumnum.
12.10.2021 - 17:01
Myndband
Ekkert lát á gosinu og 1.100 hús undir hrauni
Ekkert lát er á eldgosinu á eyjunni La Palma sem tilheyrir Kanaríeyjum. Gosið hófst fyrir þremur vikum, 19. september. Ný sprunga myndaðist í norðurhluta fjallsins Cumbre Vieja á laugardag og hafa yfirvöld fylgst náið með nýrri hrauná sem rennur þaðan og bætir enn á eyðilegginguna sem var mikil fyrir. Talið er að um 1.100 hús séu ónýt vegna gossins.
11.10.2021 - 13:31
Ekkert lát á eldsumbrotum á La Palma
Eldgosið á Kanaríeyjunni La Palma hefur sótt nokkuð í sig veðrið undanfarið. Yfir 800 hundruð hús eru farin undir hraunið og um sex þúsund manns hafa orðið að flýja heimili sín á eyjunni. Fréttastofa Reuters greinir frá því að í gær hafi minnst fjögur hús í þorpinu Callejon de la Gata orðið undir hraunflóði gossins úr Cumbre Vieja eldstöðinni.
10.10.2021 - 06:50
Fella niður flug til La Palma vegna eldgossins
Búið er að loka flugvellinum á spænsku eyjunni La Palma vegna eldgoss. Það hófst á sunnudag og hafa þúsundir þurft að flýja heimili sín. Þykkan reyk leggur í allt að fjögurra kílómetra hæð yfir gígunum. Yfirvöld á eyjunni, sem tilheyrir Kanaríeyjum, lýstu þvi yfir í dag að ógerningur væri að leyfa flugumferð eins og staðan er. Einnig er hægt að komast frá eyjunni sjóleiðina.
25.09.2021 - 19:13
Óttast að eiturgufur berist frá gosinu á Kanaríeyjum
Hraun flæðir enn úr fjallinu Rajada á eyjunni La Palma á Spáni í átt að sjó. Áhyggjur eru af því að eiturgufur leysist úr læðingi þegar hraunið flæðir í sjóinn og að sprengingar verði.
21.09.2021 - 22:30
Ný gossprunga opnaðist á La Palma
Yfirvöld á Kanaríeyjunni La Palma hafa rýmt um fjörutíu íbúðarhús í bænum El Paso eftir að ný sprunga opnaðist í eldfjallinu Cumbre Vieja og hraun tók að vella út úr henni. Á sjöunda þúsund íbúar eyjarinnar hafa orðið að forða sér eftir að eldgos hófst á sunnudag.
21.09.2021 - 16:27
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Spánn · eldgos · kanaríeyjar
Heldur virðist hafa dregið úr gosinu á La Palma
Heldur virðist hafa dregið úr krafti eldgossins í fjallinu Rajada á La Palma í Kanaríeyjaklasanum. Gosið hófst á sunnudag og hefur þegar valdið talsverðu eignatjóni.
21.09.2021 - 04:41
Erlent · Hamfarir · eldgos · kanaríeyjar · La Palma · Evrópa · Afríka · Pedro Sanchez · Spánn
Myndskeið
Eldgos hafið á Kanaríeyjum
Eldgos er hafið í Rajada eldfjallinu sem er nærri bænum El Paso á eyjunni La Palma á Kanaríeyjum. Þórarinn Einarsson, sem er í fríi í bænum, hefur fylgst með gosinu. Hann segir að hættan virðist vera meiri af hugsanlegum skógareldum að svo stöddu en af hrauninu sjálfu.
19.09.2021 - 15:18
Ákærðir fyrir kynferðisbrot gegn íslenskri konu
Lögreglan á Kanaríeyjum hefur ákært fjóra karlmenn fyrir kynferðisbrot gegn íslenskri konu á fertugsaldri.
05.03.2021 - 07:57
20 þúsund hafa flúið til Kanaríeyja á þessu ári
20 þúsund flóttamenn hafa komið frá Afríku til Kanaríeyja það sem af er ári. Fimm hundruð hafa drukknað á leiðinni. Talsmaður flóttamannahjálparinnar segir Evrópusambandið fara með eyjarnar eins og fangelsi.
03.12.2020 - 22:04
Mannskaði við Kanaríeyjar
Fjórir hafa fundist látnir eftir að báti flóttamanna og hælisleitenda hvolfdi nærri Kanaríeyjum í gær, skammt norður af eynni Lanzarote. Nokkurra er saknað, en um þrjátíu og fimm voru í bátnum.
25.11.2020 - 11:53
Metfjöldi flóttafólks nær landi á Kanaríeyjum
Yfir eitt þúsund flóttamenn frá Afríku hafa náð landi á Kanaríeyjum undanfarna tvo sólarhringa. Annar eins fjöldi flóttafólks hefur ekki sést á eyjunum í meira en áratug.
Borgaraþjónustan sinnir enn máli veiku Íslendinganna
Öll venjubundin aðstoð borgarþjónustu utanríkisráðuneytisins er áfram veitt þeim tveimur Íslendingum sem liggja veikir með COVID-19 á Kanaríeyjum. Þetta kemur fram í samtali fréttastofu við upplýsingafulltrúa ráðuneytisins.
30.09.2020 - 12:26
Bar veiruna líklega frá Íslandi til Kanarí
Tveir íslenskir karlar eru á gjörgæslu á Gran Canaria, stærstu eyju Kanarí-eyja, með COVID-19. Báðir voru lagðir inn á sjúkrahús með önnur vandamál en COVID-19 og greindust við innlögnina.
24.09.2020 - 17:45
Covid-smitaður Íslendingur liggur á spítala á Kanarí
Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur borist erindi vegna Íslendings sem liggur alvarlega veikur af kórónuveirunni á spítala á Kanaríeyjum. Miklar umræður eru á samfélagsmiðlum vegna smitsins, en Íslendingasamfélagið á Kanaríeyjum er nokkuð stórt og töluverður og náinn samgangur milli fólks.
24.09.2020 - 14:45
Fyrsta tilfelli COVID-19 veiru á Tenerife
Heilbrigðisyfirvöld á Spáni staðfestu í kvöld að COVID-19 veiran hefði greinst á Tenerife. Þetta er þriðja tilfellið sem upp kemur á Spáni en það fyrsta sem greinist á Tenerife.
24.02.2020 - 23:45