Færslur: Kalush Orchestra

Úkraína sigurvegari Eurovision 
Kalush Orchestra frá Úkraínu bar sigur úr býtum í Eurovision í kvöld með laginu Stefania. Úkraína fékk alls 631 stig. Þetta er í þriðja sinn sem Úkraína vinnur keppnina, fyrst árið 2004, þá 2016 og svo nú árið 2022.  
14.05.2022 - 23:07
Kastljós
„Við fengum sérstaka heimild til að koma hingað“
„Nú er reynt að útrýma úkraínskri menningu og þess vegna skiptir það okkur miklu máli að vera hérna og sýna að menningin og tónlistin lifa góðu lífi og hafa mikil og falleg sérkenni,“ segir Oleh Psyuk, einn meðlimur úkraínsku sveitarinnar Kalush Orchestra sem tekur þátt fyrir hönd Úkraínu í ár. Herskylda er í landinu en þeir fengu heimild til að yfirgefa það tímabundið og verða landi og þjóð til sóma í Eurovision.
12.05.2022 - 10:53