Færslur: jón steinar gunnlaugsson

Jón Steinar hættur í sakamálaverkefni dómsmálaráðherra
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir í samtali við fréttastofu að verkefnið að stytta málsmeðferðartíma sakamála sé þýðingarmeira en svo að hann láti tilefnislausar árásir nokkurra spilla fyrir því. 
Hæstiréttur sýknaði Jón af kröfu forseta Hæstaréttar
Hæstiréttur sýknaði í dag Jón Steinar Gunnlaugsson lögmann og fyrrverandi hæstaréttardómara af kröfu Benedikts Bogasonar forseta Hæstaréttar í meiðyrðamáli. Benedikt krafðist ómerkingar fimm ummæla sem birtust í bók Jón Steinars, Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun, sem kom út árið 2017 og að honum yrðu greiddar tvær milljónir króna með vöxtum og verðtryggingu, auk dráttarvaxta, í miskabætur vegna þeirra.
Viðtal
Jón Steinar talar fyrir frjálslegri og hlýlegri útförum
„Prestarnir gera þetta oft vel en það verður aldrei jafn hlýlegt og þegar einhver sem þekkti hinn látna talar,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, á RÚV í dag. Hann vakti máls á því á dögunum að ástvinir geti séð um minningarorð í útförum í stað presta.
Hæstiréttur klofnaði í áminningarmáli Jóns Steinars
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar um að áminning sem Lögmannafélag Íslands veitti Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni, skuli felld úr gildi. Tveir dómarar við Hæstarétt skiluðu sératkvæði.
Benedikt vill mál gegn Jóni Steinari til Hæstaréttar
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, hafði samband við forseta Landsréttar til að ræða um hæfi dómara í meiðyrðamáli sem höfðað var gegn honum. Lögmaður stefnanda segir augljóst að hann hafi verið að reyna að hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Jón Steinar segir ekkert við það að athuga þótt slík samtöl fari fram.