Færslur: Jón Ólafsson

Viðtal
„Feginn að ekki var til internet á böllunum“
Sveitaböllin eru ekki útdauð, vilja Jón Ólafsson og félagar í Þrótti meina og ætla að sannreyna með alvöru sveitaballi í Laugardalnum á laugardag. Jón er feginn að internetið var ekki til á tímum sveitaballsins með tilheyrandi myndböndum og ljósmyndum.
15.08.2019 - 14:39
Viðtal
„Hann er Paul McCartney okkar Íslendinga“
Einn af ástsælustu lagahöfundum og söngvurum þjóðarinnar fagnaði sjötíu ára afmæli sínu í gær. Jóhann Helgason á afar ríkan og farsælan feril að baki. Jón Ólafsson segir hann vera okkar eigin Paul McCartney.
07.08.2019 - 14:00
Aðventugleði: Stjarnanna fjöld
Hildur Vala flutti tónlist á aðventugleði Rásar 2 föstudaginn 7. desember. Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna kom þar fram og tók lagið í beinni útsendingu á Rás 2 og í hljóði og mynd á RÚV.is.
Uppáhaldslög Jóns Ólafssonar
Jón Ólafsson hlaut í dag heiðursviðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar fyrir umfjöllun, ræktarsemi og kynningu á íslenskri tónlist. Af því tilefni tók Jón saman íslensk lög sem eiga sér sérstakan stað í huga hans.
Sólskin, skúrir, popp-rokk+rapp í Laugardal
Tónlistarhátíðin Secret Solstice fór fram núna um helgina í fjórða sinn og Rokkland í dag er helgað Secret Solstice 2017.
Þeir fiska sem róa
Fiskar er þriðja sólóplata Jóns Ólafssonar. Lágstemmt verk og berstrípað og í því felst máttur þess. Óvenjuleg nálgun sem skilar ríkri og fallegri plötu. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
Jón Ólafsson - Fiskar
Plata vikunnar á Rás 2 þessa vikuna er ný plata Jóns Ólafssonar - Fiskar. Jón Ólafsson hefur nú sent frá sér sína þriðju plötu, en fyrri tvær plöturnar komu út árin 2004 og 2007. Lög og textar eru eftir Jón að undanskildum tveimur textum eftir Stefán Mána og Hallgrím Helgason.
06.03.2017 - 12:43