Færslur: Jólatónleikar

Jólatónleikar
Slagverksdeildin er best í að koma fólki í jólaskap
Trúðurinn Barbara er Sinfóníuhljómsveit Íslands til halds og trausts á jólatónleikum sem eru á dagskrá á RÚV í dag. Fátt vekur jólaskapið líkt og tónlist en hljóðfærin eru misgóð í að koma fólki í hátíðargír. Það segja slagverksleikarar að minnsta kosti.
Heima um jólin
Friðrik Ómar var heima um jólin
Það var mikið um dýrðir í Hofi á Akureyri í desember á síðasta ári þegar enn mátti hópast saman, sitja þétt og syngja með á fjölmennum tónleikum. Það gerðu Akureyringar og fleiri aðdáendur Friðriks Ómars á jólatónleikum söngvarans, Heima um jólin, sem verða sýndir á RÚV í kvöld.
23.12.2020 - 13:45
Jólatónleikar
Fjölbreytt jólatónlist frá sex borgum Evrópu
Fjölbreytt og vönduð jóla tónlist hljómar á Rás 1 í dag milli klukkan 13 og 23 á jólatónleikadegi Sambands evrópskra útvarpsstöðva. Þá hljóma tónleikar frá ýmsum löndum samtímis í á þriðja tug Evrópulanda og að auki í Kanada, Nýja Sjálandi og Ástralíu.
Myndskeið
„Ég tárast í hvert skipti sem ég sé þetta“
Kórstjóri í Langholtskirkju segist alltaf tárast þegar hann horfi á jólakveðju sem áttatíu kórfélagar sungu saman með hjálp tækninnar. Söngvararnir eru allt niður í þriggja ára.
11.12.2020 - 19:28
„Unaðsgefandi jólafílingur" á sjónvarpsskjám landsmanna
Hljómsveitin Baggalútur heldur tónlistarveislu í þremur þáttum á RÚV á aðventunni. Þættirnir nefnast Kósíheit í Hveradölum og sá fyrsti er á dagskrá laugardagskvöldið 5. desember.
19.11.2020 - 12:38
Tíu jólatónleikar sem þú mátt ekki missa af
Íslendingar eru jólatónleikaóðir og ef maður er mjög mikið jólabarn þá getur maður eitt öllum desember á jólatónleikum því framboðið er endalaust og eykst bara með hverju árinu. Helstu jólatónleikar ársins eru komnir í sölu þó listinn hér sé langt því frá tæmandi, en það er ekki ósennilegt að það seljist á annað hundrað þúsund jólatónleikamiðar í ár.
14.09.2019 - 10:00
Jólastuð Samma og Valdimars
Stórsveit Samúels J. Samúelssonar bauð upp á jólastuð í Gamla bíói 14. desember síðastliðinn. Tónleikarnir voru hljóðritaðir fyrir Rás 2 og hægt er að hlusta á þá hér.
Jóla Eivør í Silfurbergi
Eivør hélt ferna jólatónleika í Silfurbergi í Hörpu desember og Rás 2 hljóðritaði eina þeirra og útvarpaði á jóladag.
26.12.2017 - 12:31
Gamall Baggalútur
Í konsert í kvöld heyrum við aðventutónleika Baggalúts í Háskólabíói.
21.12.2017 - 20:43
Baggalútur réð blöðrulistamenn frá Japan
Hljómsveitin Baggalútur heldur átján jólatónleika í ár og er uppselt á þá alla. Í ár brugðu þeir félagar á það ráð að flytja inn blöðrulistamenn alla leið frá Japan, til að hanna og blása upp heila sviðsmynd í Háskólabíó.
09.12.2017 - 09:36
Ég sá pabba kyssa jólasvein
Laugardaginn 9. desember stendur Hinsegin kórinn fyrir árlegum jólatónleikum í Lindakirkju. Kórinn er þekktur fyrir líflega framkomu og fjölbreytta tónlist og á dagskránni í ár er allt frá jólaperlum í hinseginbúningi yfir í klassískar gersemar poppsögunnar á borð við Your Song með Elton John.
06.12.2017 - 08:49
Jóla-Geir og Múgsefjun á Þorláksmessu
Í Konsert kvöldins heyrum við upptökur frá Jóla og útgáfutónleikum Geirs Ólafssonar í Gamla bíó 9. desember sl. og svo brot frá Þorláksmessutónleikum Rásar 2 frá árinu 2008, en þá var sent úr beint frá Rósenberg og veislustjóri var Svavar Knútur.