Færslur: Jólagjafir

Jólin þá og nú
Minjasafnið á Akureyri býður leik- og grunnskólabörnum ár hvert á safnið til að kynnast jólahaldi fyrr á öldum. Gjafafátæktin er það sem börnunum finnst einna skrítnast við jólin áður fyrr.
13.12.2021 - 15:59
Vísbendingar um að Íslendingar gefi dýrar jólagjafir
Lausleg könnun Morgunblaðsins á vinsælum jólagjöfum þetta árið bendir til þess að Playstation 5-leikjatölva hafi notið einna mestra vinsælda. Hún er nú uppseld hér á landi eins og víðast hvar annars staðar.
Bandaríkjamenn búast við hugmyndauðgi í jólagjöfum
Sex af hverjum tíu Bandaríkjamönnum búast við að fá „hugmyndaríkari“ gjafir um þessi jól en áður. Þetta sýnir ný könnun á vegum OnePoll þar sem sjónum var beint að kauphegðun fyrir jólin á þessu óvenjulega ári.
16.12.2020 - 02:58
Þurftu ekki útboð samkvæmt lögum en leituðu 14 tilboða
Stjórnendur Landspítala leituðu eftir hentugum tilboðum til 14 birgja áður en tekin var ákvörðun um að gefa starfsfólki spítalans gjafabréf í Skechers búðina í jólagjöf. Gjafirnar kostuðu spítalans alls 36 milljónir króna, en innkaupin eru metin sem svo að þau falla ekki undir lög um opinber innkaup þar sem hámarksupphæð sem má kaupa fyrir án útboðs er 15.5 milljónir. Þjóðleikhúsið kærði Reykjavíkurborg 2017 fyrir að kaupa miða í Borgarleikhúsið sem gjöf til starfsmanna, en því var vísað frá.
15.12.2020 - 11:59
Myndskeið
Jólaálfar bjarga pakkasöfnuninni
Dræm þátttaka hefur verið í jólapakkasöfnun Kringlunnar sem gerð er til að safna gjöfum handa börnum efnalítilla foreldra. Til þess að bæta úr þessu hafa jólaálfar gripið til sinna ráða.
Kósíheit í Hveradölum
Yfirmenn heimtuðu jólagjafir frá starfsfólki
Starfsmenn víða í Bandaríkjunum voru í byrjun 20. aldar neyddir til að gefa yfirmönnum sínum jólagjafir en fengu ekkert til baka frá þeim. Þetta setti strik í reikninginn hjá mörgum fjölskyldum um hver jól. Nokkrar konur stofnuðu samtök andgjafasinna árið 1912 og mótmæltu þessum sið og jólagjafaflóðinu yfir höfuð.
14.12.2020 - 13:43