Færslur: Jólabækur 2018

Krakkakiljan: Úlfur og Edda – Drottningin
Bókaormaráð KrakkaRÚV er tekið aftur til starfa. Í Krakkakiljunni segja þau hvað þeim finnst um nýjustu barnabækurnar. Sölvi Þór Jörundsson segir hér frá bókinni Úlfur og Edda – Drottningin eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur.
Myndskeið
Prentun erlendis stýrir bóksölu hér á landi
„Ef bækurnar sem þig langaði til að kaupa eða langaði til að gefa eru búnar, þá verðurðu bara að kaupa það sem var prentað – þannig að það er líka verið að stýra því hvaða bækur seljast,“ segir Maríanna Clara Lúthersdóttir sem ásamt Hörpu Rún Kristjánsdóttur og Kristjáni Guðjónssyni mætti í Lestarklefann og ræddi jólabækur.
01.12.2018 - 12:51
Gagnrýni
Vel heppnað tímaflakk en hefði mátt kafa dýpra
Rithöfundurinn Rúnar Helgi Vignisson fer á tímaflakk í nýjustu bók sinni: Eftirbátur, sem gerist að mestum hluta á Vestfjörðum. Gagnrýnendur Kiljunnar ræddu Eftirbát Rúnars.
Gagnrýni
Blæbrigðaríkar smásögur frá efnilegum höfundi
Gagnrýnendur Kiljunnar segja að Fríða Ísberg eigi framtíðina fyrir sér sem rithöfundur. Hún sanni það í smásagnasafninu Kláða að hún búi yfir mikilli næmni og nái til lesenda óháð kynslóðabilum. „Þetta er stúlka sem á bara að skrifa og skrifa og skrifa.“
Gagnrýni
Hreinskilin saga um breyskleika fólks
Hornauga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur er fjölskyldusaga sem fjallar meðal annars um mál sem gætu þótt hneykslanleg. Gagnrýnendur Kiljunnar eru ekki á einu máli um gæði bókarinnar en eru sammála um að Ásdís Halla sýni þar hugrekki.
Ferðuðust um landið og spurðu frétta af álfum
Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur og Svala Ragnarsdóttir ljósmyndari ferðuðust vítt og breitt um landið og veltu fyrir sér mörkum hulduheima og mannheima. Afraksturinn er bókin Krossgötur – álfatrú, álfabyggðir og bannhelgi á Íslandi, þar sem álfasteinar og aðrir bannhelgir staðir eru teknir til skoðunar.
Nauðsynlegt að líta á gamansömu hliðarnar
Sigursteinn Másson rekur persónulega sögu andlegra veikinda í nýrri bók, Geðveikt með köflum. Þar fjallar hann um atvik þar sem hann var langt leiddur af ranghugmyndum og fór fram á það við Davíð Oddsson að hann fengi far úr landi með einkaþotu gegn því að láta af umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmálið.
„Friðurinn er viðkvæmt fyrirbæri“
Skáldsagan Heiður segir af þeim Heiði McCarron og Dylan, sem eru íslensk og írsk að uppruna. Þau hafa ekki sést frá því að faðir þeirra fór með Dylan til Norður-Írlands sjö ára gamlan. Þegar hann hefur samband eftir 28 ára þögn og biður hana um hjálp hefst atburðarásin. Í bakgrunni eru þjóðernisátökin sem áratugum saman héldu norður-írsku samfélagi í heljargreipum. Höfundurinn, Sólveig Jónsdóttir, ræddi tilurð bókarinnar og sögusvið hennar á Morgunvaktinni á Rás 1.
27.11.2018 - 17:35
Viðtal
Skrímslin sem stjákla um stræti Reykjavíkur
Í ár komu út tvær nýjar íslenskar furðusögur, Nornasveimur eftir Emil Hjörvar Petersen og Vættir eftir Alexander Dan. Emil Hjörvar og Alexander hafa báðir tveir unnið ötullega að því að auka veg og virðingu furðusögunnar á Íslandi.
Viðtal
„Rétta svarið er eiginlega að ég fékk nóg“
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er staddur á Íslandi í stuttri heimsókn til að kynna nýútkomna bók sína, Aron - sagan mín. Þórður Helgi Þórðarson, Doddi litli greip tækifærið og fékk Aron Einar í viðtal til sín í Morgunverkin á Rás 2 í morgun. Spjall þeirra má hlusta á í spilaranum hér fyrir ofan.
26.11.2018 - 15:49
Fjölgaði í bleiku kirkjunni er leið á kvöldið
Í bókinni Hinni hliðinni bregður Guðjón Ragnar Jónasson upp svipmyndum úr samfélagi samkynhneigðra undir lok síðustu aldar, tíma gerjunar og breytinga þar sem Laugavegur 22 gegnir veigamiklu hlutverki.
24.11.2018 - 15:05
Reyndi aldrei að leita upprunans
„Við heitum báðar eftir Rögnu Fossberg eldri sem var móðursystir okkar beggja. Hún dó svo voveiflega í suðurhöfum, í Karíbahafinu um miðja síðustu öld. Við heitum báðar eftir henni,“ segir Anna Ragna Fossberg rithöfundur sem rekur fjölskyldusögu sína í nýrri bók, Auðnu. Ragna Fossberg sminka er náfrænka hennar og í bókinni kemur fram að Ragna var alin upp af ömmu sinni og leit á blóðmóður sína, Helgu Fossberg sem systur.
24.11.2018 - 11:23
Viðtal
Tæknin myndar flekaskil milli kynslóða
Smásögur Fríðu Ísberg í bókinni Kláða fjalla flestar um fólk af hennar kynslóð, samskipti, klám, kvíða og það metnaðarkapphlaup sem ungt fólk í dag þarf að þreyta.
23.11.2018 - 09:10
Fullt af frábærum bókum en mættu vera fleiri
Umræðan um barnabækur árið 2018 snerist að stórum hluta um það að bóklestur meðal barna og unglinga væri á hröðu undanhaldi sem yndi og afþreying. Í umræðunni kom ennfremur í ljós að bækur á ensku höfðu sótt í sig veðrið af þeirri einföldu ástæðu að unglingar sem gjarna lesa eru fljót að spæna sig nýju bækurnar sem koma út á íslensku og vantar þá meira lesefni á íslensku, næstu bók í seríunni sem ekki enn er búið að þýða.
22.11.2018 - 00:11
Gagnrýni
Þurfti að pína sig til að lesa bókina hægt
Gagnrýnendur Kiljunnar eru stórhrifnir af skáldsögunni Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Höfundi takist að ná tökum á lesandanum og búi til óhugnaðarheim sem þrengir að vel gerðu hæfileikafólki á alla enda og kanta.
Gagnrýni
Besta bók Bergsveins með magnaðan lokahnykk
Gagnrýnendur Kiljunnar eru mjög hrifnir af nýjustu bók Bergsveins Birgissonar, Lifandi lífslæk. „Ég þarf ekki að lesa neina krimma fyrir þessi jól, ég er búinn að lesa Lifandi lífslæk og það er nóg fyrir mig,“ segir Þorgeir Tryggvason.
Ellefti snertur af yfirsýn - Ísak Harðarson
„Lífið er skáldskapur, endalaust og ótakmarkað flæði. Allt er þetta skáldskapur og ólgandi sköpunarflæði. Maðurinn er alltaf að reyna að smíða sér lífsheldan öruggan klefa sem ekkert getur látið hrynja. En lífið er hrynjandi, það hrynur og hefst upp aftur og það er það dásamlega við lífið,“ segir Ísak Harðarson í spjalli um bók vikunnar á Rás1, Ellefti snertur af yfirsýn.
21.11.2018 - 16:13
Listamaðurinn átti að fara sína eigin leið
Á dögunum kom út á vegum Hins íslenska bókmenntafélags bókin Einar Jónsson myndhöggvari – verk, táknheimur og menningarsögulegt samhengi. Þar grefst listfræðingurinn Ólafur Kvaran fyrir um áhrif þýsks symbólisma, guðspekinnar og fleiri hugmyndastrauma á Einar og rekur menningarsögulegt mikilvægi verka hans.
21.11.2018 - 14:00
Viðtal
Strengirnir í lútunni fóru að titra
Hannes Pétursson skáld hefur sent frá sér nýja ljóðabók, sína fyrstu í 12 ár. „Ég var hættur sko, hafði lagt þetta til hliðar. Ætlaði mér ekki að hafa þetta meira. Afgamlir karlar hafa vit á að þegja eins og fiskar. En svo fór eitthvað að suða.“
Gagnrýni
Fjörugur stíll og kröftug nýsköpun
„Setningarnar sprikla af krafti og andríki. Má maður biðja um meira svona í íslenskum bókmenntum?“ spyr Steinunn Inga Óttarsdóttir, bókmenntarýnir Víðsjár, eftir lestur á nýjustu sögu Hallgríms Helgasonar, Sextíu kílóum af sólskini.
Gagnrýni
Fagmannlega unnið og skrifað af þunga
Stúlkan hjá brúnni heitir nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar og jafnframt hans tuttugasta og önnur bók. Þetta er önnur sagan í röð sem fjallar um fyrrverandi lögreglumanninn Konráð og eru gagnrýnendur Kiljunnar sammála um allt sé þetta gert af mikilli fagmennsku.
Gagnrýni
Frábærlega byggð glæpasaga
Þorpið er tíunda glæpasaga Ragnars Jónassonar. Í henni fjallar hann um ungan kennara sem hefur kennslustörf í afskekktu þorpi. Samfélagið er lokað og óútskýrð dauðsföll vekja ugg. Gagnrýnendur Kiljunnar segja bókina frábærlega vel byggða og bjóði upp á siðferðislegar vangaveltur.
Ég hef trú á bókinni
Það er að verða róttæk aðgerð að setjast niður með bók þar sem ekkert fyrirtæki er að fylgjast með þér, segir rithöfundurinn Sverrir Norland og fylgir þessum orðum sannarlega eftir því hann hefur sent frá sér fimm bækur í einu knippi. Þetta eru ljóðabók, smásagnasafn, glæpasaga, bók um einmanaleika og bók um lestur.
13.11.2018 - 00:42
Smásagan er innsýn ekki úrlausn
Sögurnar í smásagnasafninu Kláði eftir Fríðu Ísberg fjalla og líf og hugsanir ungs fólks á leið sinni að staðfestu í lífinu. Sumir búa enn heima hjá foreldrum aðrir hafa náð að búa sér til athvarf út í bæ. Æskuárin eru enn nálæg en líka það sem á að verða, framtíðin, sem ekki er alltaf gott að henda reiður á.
10.11.2018 - 23:38
Hverjir eru þessir Múmínálfar?
Margir þekkja Múmínálfana, þessar stórskemmtilegu ævintýraverur sem glatt hafa börn og fullorðna í áratugi, í sjónvarpsþáttum, bókum og ekki síst á skrautlegum kaffibollum. Nú eru fyrstu þrjár sögurnar um þessar furðuverur komnar á bók og sú allra fyrsta kemur nú í fyrsta sinn í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur.
10.11.2018 - 13:50