Færslur: Jól 2020

Myndskeið
Jólalegt í borginni annan dag jóla
Eftir lægðagang með tilheyrandi roki og rigningu seinustu daga tóku margir gleði sína á ný og gripu snjóþoturnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Unga fólkið renndi sér niður brekkurnar á Klambratúni í Reykjavík og naut útiverunnar á öðrum degi jóla.
26.12.2020 - 15:03
Ríkið styrkir hjálparsamtök fyrir jólin
Níu hjálparsamtök fá 20 milljón króna viðbótarstyrk frá ríkinu til að styðja við viðkvæma hópa í samfélaginu með matarúthlutun og ráðgjöf. Aukin eftirspurn hefur orðið í samfélaginu eftir efnislegri aðstoð, ekki síst nú í aðdraganda jóla.
23.12.2020 - 12:06
Jólakortasendingar á undanhaldi
Jólakortasendingar á milli ættingja og vina heyra brátt sögunni til ef marka má niðurstöðu jólakönnunar MMR. Einungis einn af hverjum fimm Íslendingum ætlar að senda jólakort í bréfpósti fyrir þessi jól.
18.12.2020 - 12:40
Myndskeið
Stekkjastaur náðist á mynd í nótt
Óyggjandi sönnunargögn frá því í nótt staðfesta tilvist jólasveinsins Stekkjastaurs. Sveinki náðist á myndband þar sem hann bjó sig undir að lauma glaðningi í skó níu ára drengs í Reykjavík.
12.12.2020 - 15:25
Auðskilið mál
Leiðbeiningar Almannavarna um jól og áramót
Almannavarnir hvetja fólk til að kaupa inn á netinu og velja sér jólavini. Takmarkið er að sem fæstir smitist.
03.12.2020 - 18:11
Gátlisti almannavarna fyrir hátíðirnar
Fólk er hvatt til að velja sér jólavini og versla á netinu, í jólaleiðbeiningum Almannavarna vegna COVID-19. Markmiðið er að fækka þeim eins og kostur er sem smitast, en eiga samt góðar stundir um hátíðirnar.
30.11.2020 - 11:48