Færslur: jökulhlaup

Telja Grímsvötn tilbúin að gjósa
Fundi vísindaráðs Almannavarna vegna stöðunnar í Grímsvötnum lauk rétt fyrir fjögur. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir í samtali við fréttastofu að viðbúið sé að hlaup úr Grímsvötnum hefjist á næstu vikum eða mánuðum. Kvikusöfnun hefur átt sér stað frá því síðast gaus í Grímsvötnum árið 2011 og margt sem bendir til þess að eldstöðin sé tilbúin að gjósa á ný.
18.06.2020 - 16:24
Funda vegna stöðunnar í Grímsvötnum
Vísindaráð Almannavarna kemur saman til fundar í dag vegna stöðunnar í Grímsvötnum. Mælingar vísindamanna sýna að kvika hafi safnast fyrir í eldstöðinni og kvikuþrýstingur aukist frá því síðast gaus þar árið 2011.
18.06.2020 - 11:35
Viðbragðsáætlun þarf fyrir Öræfajökul
Vísindamenn sem gert hafa opinbert hættumat fyrir jökulhlaup úr Öræfajökli segja að gera þurfi viðbragðsáætlun fyrir mögulegt eldgos þar. Ekki væri hægt að rýma hættusvæðið áður en jökulhlaup næði niður á hringveginn nema byrjað yrði að rýma áður en gos hefst. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að setja ætti upp eftirlitskerfi sambærilegt því sem er í kringum Kötlu.
07.03.2017 - 19:40