Færslur: jökulhlaup

Sjónvarpsfrétt
Gæti hlaupið úr Langjökli á næstu dögum
Hætta er á jökulhlaupi úr Langjökli niður í Borgarfjörð um Hvítá og Svartá. Lónshæð er svipuð og var þegar hljóp fyrir tveimur árum. Jöklafræðingur segir að fólk í Húsafelli og Húsafellsskógi þurfi einna helst að hafa góðan vara á sér.  Ekki er mikil hætta í byggð.
Ólíklegt að hlaup hafi áhrif á samgöngur
Vegagerðin telur ekki líklegt að jökulhlaup í Gígjukvísl hafi áhrif á samgöngur eða að loka þurfi vegi en fylgst verður vel með stöðunni næstu daga.
03.12.2021 - 15:14
Tífalt rennsli og grannt fylgst með skjálftavirkni
Rafleiðni og rennsli í Gígjukvísl fer vaxandi en búist er við að hlaup úr Grímsvötnum nái hámarki á sunnudag. Rennsli í Gígjukvísl er nú tífalt miðað við árstíma. Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar eru aðstæður með þeim hætti að Grímsvötn eru tilbúin að gjósa. Grannt verður því fylgst með skjálftavirkni á svæðinu sem líklega yrði fyrirboði eldgoss.
Líkur á að hlaupi úr Grímsvötnum næstu daga
Enn er fylgst grannt með hreyfingum íshellunnar í Grímsvötnum, sem nú hefur sigið um rúma fjóra metra. Rennsli er farið að aukast lítillega í Gígjukvísl en Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir það sé aðeins tímaspursmál hvenær fari að hlaupa undan jöklinum.
29.11.2021 - 12:18
Íshellan sígur hraðar og rennsli eykst úr Grímsvötnum
Íshellan í Grímsvötnum sígur nú hraðar en síðustu daga, eða um rúma 80 sentímetra á sólarhring, samkvæmt nýjustu mælingum Veðurstofunnar. Hellan hefur sigið um tvo metra frá því hún var hæst í vetur.
Myndskeið
Geldingadalir vakna á ný
Gosóróa varð vart í eldstöðinni í Geldingadölum í morgun en engin virkni hafði verið þar í níu daga. Hlaup í Vestari-Jökulsá í Skagafirði er í rénun.
Myndskeið
Hætta á hlaupi úr Grímsvötnum enn fyrir hendi
Búist er við hlaupi og eldgosi í Grímsvötnum á næstu vikum eða mánuðum, segja sérfræðingar. Mikil bráðnun á yfirborði íshellunnar yfir Grímsvötnum varð til þess að GPS-mastur var farið að hallast og gaf því falskar niðurstöður um yfirvofandi hlaup í síðustu viku.
18.08.2020 - 11:20
Hlaup í Grímsvötnum ekki yfirvofandi
GPS-tæki Veðurstofunnar sýna að íshellan í Grímsvötnum er tekin að rísa á ný. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúrvárvöktunar, segir þetta þýða að hlaup sé ekki yfirvofandi. Vatnsstaðan í Grímsvötnum er engu að síður há og líklegt að hlaup verði síðar á árinu.
15.08.2020 - 11:09
Myndskeið
Mesta hættan felst í eldgosi í kjölfar hlaups
Hlaup gæti hafist í Grímsvötnum á næstu dögum. Það sýnir mælir á íshellunni þar. Fagstjóri jarðvár á Veðurstofunni segir að bíða þurfi frekari gagna. Það tæki líklega þrjá til fimm daga frá upphafi hlaups þar til það kæmi niður á Skeiðarársand. Hlaupið sjálft verði líklega ekki stórt en mesta hættan felist í hvort eldgos komi í kjölfarið.
Telja Grímsvötn tilbúin að gjósa
Fundi vísindaráðs Almannavarna vegna stöðunnar í Grímsvötnum lauk rétt fyrir fjögur. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir í samtali við fréttastofu að viðbúið sé að hlaup úr Grímsvötnum hefjist á næstu vikum eða mánuðum. Kvikusöfnun hefur átt sér stað frá því síðast gaus í Grímsvötnum árið 2011 og margt sem bendir til þess að eldstöðin sé tilbúin að gjósa á ný.
18.06.2020 - 16:24
Funda vegna stöðunnar í Grímsvötnum
Vísindaráð Almannavarna kemur saman til fundar í dag vegna stöðunnar í Grímsvötnum. Mælingar vísindamanna sýna að kvika hafi safnast fyrir í eldstöðinni og kvikuþrýstingur aukist frá því síðast gaus þar árið 2011.
18.06.2020 - 11:35
Viðbragðsáætlun þarf fyrir Öræfajökul
Vísindamenn sem gert hafa opinbert hættumat fyrir jökulhlaup úr Öræfajökli segja að gera þurfi viðbragðsáætlun fyrir mögulegt eldgos þar. Ekki væri hægt að rýma hættusvæðið áður en jökulhlaup næði niður á hringveginn nema byrjað yrði að rýma áður en gos hefst. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að setja ætti upp eftirlitskerfi sambærilegt því sem er í kringum Kötlu.
07.03.2017 - 19:40