Færslur: Joker

Kastljós
Brandari sem varð að alvöru hljóðfæri
Dórófónninn er hljóðfæri sem varð frægt á einni nóttu þegar Hildur Guðnadóttir hlaut Óskarsverðlaunin fyrir tónlistina í Jókernum. Hönnuður hljóðfærisins hefur afhent Listaháskóla Íslands eitt slíkt.
Hildur Guðnadóttir hlaut sjónvarpsverðlaun BAFTA
Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í gærkvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Verðlaunahátíðin var haldin með stafrænum hætti vegna kórónuveirufaraldursins.
Lestin
Stéttastríð í kvikmyndunum
Um síðustu helgi hlaut suðurkóreska myndin Sníkjudýr, Parasite, Óskarsverðlaun sem besta kvikmyndin. Það er óvenjulegt að jafn óvæginni gagnrýni á misskiptingu kapítalísks samfélags sé hampað af kvikmyndaakademíunni.
Menningin
„Líður eins og landsliðinu“
Hildur Guðnadóttir tónskáld segir „æðislegt að finna hvað það kemur mikill stuðningur og ást að heiman.“ Hún segist alltaf hafa látið hjartað ráða för í verkefnavali og býst ekki við að Óskarsverðlaunin breyti því.
Viðtal
Verðlaun Hildar efla íslenska kvikmyndagerð
Óskarsverðlaun Hildar Guðnadóttur í Hollywood hafa mikla þýðingu fyrir Hildi sjálfa, konur í kvikmyndaheiminum og íslenska kvikmyndagerð.
10.02.2020 - 19:08
Myndskeið
Verður Hildur fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskar?
Það verður mikið um dýrðir í Hollywood í kvöld þegar Óskarsverðlaunin verða afhent í 92. sinn í Dolby-höllinni í kvöld. Flestir sérfræðingar virðast sammála um að Hildur Guðnadóttir hljóti þessi eftirsóttu verðlaun fyrir tónlistina við kvikmyndina Joker sem er tilnefnd til 11 óskarsverðlauna. Hildur gæti orðið fyrsti Íslendingurinn til að hljóta þessi eftirsóttu verðlaun.
09.02.2020 - 13:19
Hildur líklegust til að vinna Grammy og Óskar
Hildur Guðnadóttir er af bandarískum veðbönkum talin líklegust til að vinna Grammy-verðun annað kvöld í flokknum besta tónlist fyrir sjónrænan miðil fyrir hljóðrás sína við þættina Chernobyl.
25.01.2020 - 16:13
Joker með flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna
Kvikmyndin Joker, í leikstjórn Todd Philips með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki, fær flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár. Hildur Guðnadóttir fær tilnefningu fyrir bestu tónlistina.
Hildur Guðnadóttir verðlaunuð af gagnrýnendum
Hildur Guðnadóttir hlaut verðlaun gagnrýnenda, Critic's Choice Awards, í nótt fyrir tónlista sína í kvikmyndinni um Jókerinn. Tilkynnt verður um tilnefningar til Óskarsverðlauna eftir hádegi í dag og talið líklegt að Hildur verði þar á blaði. Sýnt verður frá því þegar tilnefningarnar verða kunngjörðar á RÚV.is kl. 13.20.
13.01.2020 - 10:47
Segir Jókerinn minna óþyrmilega á eigin bók
Hallgrímur Helgason rithöfundur segir að söguþráður kvikmyndarinnar Joker minni meira en lítið á bókina Rokland, sem hann gaf út árið 2005. „Kannski að ég taki Jóa Helga á þetta?“
31.10.2019 - 15:57
Pistill
Hatur fyrir lengra komna
„Já, hverjir trúa því eiginlega að fyrirmyndarríkið Ísland geti verið með allt niður um sig í peninga- og spillingarmálum? Svarið við því er eftirfarandi: Fleiri en þig grunar, Þórdís.“ Svona spyr og svarar Halldór Armand í pistli um hvað gerist þegar grunnstoðir samfélagsins molna.
23.10.2019 - 11:31
Gagnrýni
Ein beittasta samfélagsádeila þessa árs
Kvikmyndin Joker, með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki, dregur upp nöturlega mynd af samkenndarlausu samfélagi, segir Marta Sigríður Pétursdóttir gagnrýnandi. „Ef Jókerinn er táknrænn fyrir okkar samtíma og miðlar einhvers konar endurspeglun á raunveruleikanum, eins og allur okkar skáldskapur, þá er myndin til marks um rofinn samfélagssáttmála.“
Vefþáttur
Jóker, íslensk hlaðvörp og Sex í sveit
Gestir Lestarklefans að þessu sinni eru Gréta Sigríður Einarsdóttir ritstjóri, Herdís Stefánsdóttir tónskáld og Kristján B. Jónasson útgefandi.
11.10.2019 - 17:05
Jókerinn og tónlist Hildar fá frábæra dóma
Kvikmyndin um Jókerinn sem var forsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum um helgina fær mjög góða dóma og er sögð umbylta formi ofurhetjumyndarinnar. Þá nefna margir að tónlist Hildar Guðnadóttir eigi stóran þátt í að skapa andrúmsloft hennar.
02.09.2019 - 16:52