Færslur: Johns Hopkins
Kirkjuklukkum hringt til að minnast látinna
Bjöllur dómkirkju heilags Péturs og heilags Páls í Washington höfuðborg Bandaríkjanna gullu þúsund sinnum í gær. Hver sláttur táknaði þúsund andlát af völdum COVID-19 í landinu. Nærri milljón hefur látist af völdum sjúkdómsins í Bandaríkjunum.
10.05.2022 - 04:30
Rautt viðbúnaðarstig vegna covid í Ekvador
Yfirvöld í Ekvador hafa lýst yfir rauðu viðbúnaðarstigi vegna tíföldunar kórónuveirusmita í landinu. Tilskipunin nær yfir 193 af 221 kantónu landsins, ásamt stórborgum á borð við Quito og Guayaquil.
16.01.2022 - 22:45
Yfir fimm milljón smit hafa greinst í Kaliforníu
Yfir fimm milljónir kórónuveirusmita hafa greinst í Kaliforníu en í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna búa ríflega fjörutíu milljónir manna. Óttast er að nýjum smitum muni fjölga á næstunni í kjölfar veisluhalda almennings yfir jólin en vetrarstormar neyddu fólk til að koma saman innandyra.
29.12.2021 - 04:23
Yfir 700 þúsund látin af völdum COVID í Bandaríkjunum
Fjöldi þeirra sem látist hafa af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum fór yfir 700 þúsund í gær samkvæmt tölum Johns Hopkins sjúkrahússins. Það jafngildir íbúafjölda höfuðborgarinnar Washington.
02.10.2021 - 02:19
Málshöfðun vegna óleyfilegrar nýtingar krabbameinsfruma
Afkomendur Henriettu Lacks tilkynntu í dag að þeir hygðust höfða mál á hendur lyfjarisunum sem högnuðust á því að nota frumur úr líkama hennar áratugum saman til vísindarannsókna.
30.07.2021 - 00:34
Bandarískum stjórnvöldum ráðlagt um viðbrögð
Bandaríkin gætu staðið frammi fyrir hundruðum þúsunda dauðsfalla til viðbótar af völdum kórónuveirunnar. Þetta er mat samtaka læknaskóla í landinu. Taka þurfi upplýstar ákvarðanir um viðbrögð við útbreiðslu veirunnar.
30.07.2020 - 01:05
Önnur bylgja óhjákvæmileg - en verður minni
Önnur bylgja faraldurisins er óhjákvæmileg, segir prófessor í faraldsfræði smitsjúkdóma hjá Johns Hopkins háskólasjúkrahúsinu í Bandaríkjunum. Hún verði þó minni en það sem heimurinn glímir nú við. Allt að átján mánuðir séu í bóluefni - en sjúkdómurinn verði viðvarandi þangað til.
22.04.2020 - 22:25