Færslur: John Snorri Sigurjónsson

Myndskeið
Ekki tókst að færa John Snorra
Sjérpum sem lögðu af stað á K2 í gær til að freista þess að færa til greftrunar jarðneskar leifar Johns Snorra, sem týndist á fjallinu í fyrra, tókst ekki ætlunarverk sitt. Þeir eru lagðir af stað aftur til baka. Lína Móey Bjarnadóttir ekkja Johns Snorra segir þetta mikil vonbrigði.
28.07.2022 - 18:54
Myndskeið
Fjölskylda Johns Snorra hittir forseta Pakistans
Fjórir sjerpar lögðu í dag í leiðangur á K2 til að freista þess að færa jarðneskar leifar Johns Snorra, sem týndist ásamt samferðamönnum sínum á fjallinu 5. febrúar 2021. Fjölskylda Johns Snorra hitti forseta Pakistans á fundi í dag.
27.07.2022 - 16:03
Fara til Pakistan til að ljúka ferð Johns Snorra
Fjölskylda Johns Snorra Sigurjónssonar er á leið til Pakistan til þess að ganga frá jarðneskjum leifum hans. Frá þessu greinir Lína Móey, ekkja Johns Snorra, í færslu á Facebook-síðu sinni.
23.07.2022 - 14:32
John Snorri lenti í sjálfheldu í reipi á K2
John Snorri Sigurjónsson fannst látinn á K2 í síðasta mánuði í sjálfheldu með reipið sem hann hékk í úr skorðum. Þá var brotin reipafesting á fjallinu. Þetta kemur fram í frásögn úkraínska háfjallagöngumannsins Valentyns Sypavin. Hann var á fjallinu að leiðsegja hópi þegar hann fann lík Juans Pablos Mohrs, göngufélaga Johns Snorra. Fram til þessa hefur ekkert verið látið uppi um hvað varð mönnunum þremur að aldurtila en Sypavin segist skrifa færsluna í því skyni að varpa ljósi á málið.
10.08.2021 - 10:31
Síðasta myndin úr vél Johns Snorra 
Kanadíski fjallgöngumaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Elia Saikaly hefur birt ramma á Instagram-síðu sinni úr síðasta myndskeiðinu sem GoPro vél Johns Snorra Sigurjónssonar hafði að geyma.
01.08.2021 - 11:51
Myndskeið
Sími og tækjabúnaður Johns Snorra fundinn
Sími, myndavél og staðsetningarbúnaður fjallgöngumannsins John Snorra Sigurjónssonar er kominn í leitirnar. Félagi Johns Snorra greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni.
31.07.2021 - 17:44
Talið líklegt að þeir hafi náð á toppinn
Verið er að undirbúa flutning á líkum Johns Snorra Sigurjónssonar, Alis Sadpara og Ju­ans Pab­los Mohr sem fundust á mánudag á fjallinu K2.
28.07.2021 - 10:22
Á hendi yfirvalda hvort lík Johns Snorra verði sótt
Leitin að John Snorra Sigurjónssyni, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í hlíðum K2 bar árangur í gær þegar lík þeirra fundust. Í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra segir að nú sé það alfarið á hendi pakistanskra yfirvalda hvort reynt verði að ná líkum þeirra niður af fjallinu.
27.07.2021 - 08:31
Þriðja líkið fundið á K2
Fjallgöngumenn sem búa sig undir göngu á tind fjallsins K2 telja sig hafa fundið lík þremenninganna sem fórust á fjallinu í byrjun febrúar, þeirra Johns Snorra Sigurjónssonar, Alis Sadpara og Juans Pablos Mohr.
26.07.2021 - 14:36
Tvö lík fundin á K2
Fjallgönguvefurinn Explorers Web greindi frá því í dag að tvö lík hefðu fundist á fjallinu K2. Annað þeirra er af Ali Sadpara. Ekki er staðfest af hverjum hitt líkið er en göngumenn sem fundu líkin telja að það sé af John Snorra Sigurjónssyni. John Snorri og Sadpara létust báðir í byrjun febrúar ásamt Juan Pablo Mohr þegar þeir freistuðu þess að komast á tind K2. Þeir voru lýstir látnir nokkru eftir að hafa horfið á fjallinu.
26.07.2021 - 12:43
Minningarskjöldur um John Snorra á K2
Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallgöngumannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur látið útbúa minningarskjöld um eiginmann sinn sem komið verður fyrir við rætur fjallsins K2.
15.07.2021 - 12:04
Hefur leit að John Snorra og föður sínum
Leit mun brátt hefjast að fjallgöngumanninum John Snorra Sigurjónssyni og félaga hans Ali Sadpara, og Juan Pablo Mohr í fjallshlíðum K2. Sonur Ali Sadpara greindi frá fyrirætlunum sínum á Instagram og Twitter í dag. Þar kom fram að kvikmyndagerðarmaðurinn Elia Saikaly frá Kanada muni taka þátt í leitinni.
24.06.2021 - 17:46
Leita að John Snorra og félögum í júní
Hópur háfjallagöngumanna stefnir að því að leita að John Snorra Sigurjónssyni og tveimur félögum hans sem fórust á fjallinu K2 í byrjun febrúar. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Þar segir háfjallagöngumaðurinn Noel Hanna frá að hann ætli að taka þátt í leiðangri sem sonur félaga Johns Snorra hyggst leiða. Hann verði einhvern tímann á tímabilinu frá miðjum júní til júlíloka.
18.03.2021 - 11:09
Minntust Johns Snorra, Alis og Juans í Skardu
Minningarathöfn var haldin um John Snorra Sigurjónsson, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í borginni Skardu í Pakistan í dag, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar er þeir reyndu að klífa fjallið K2. Fólkið lagði kerti á götu í borginni og þar höfðu myndir af fjallgöngumönnunum þremur verið settar upp.
19.02.2021 - 23:00
Heiðra minningu Alis göngufélaga Johns Snorra
Yfirvöld í Pakistan hafa ákveðið að heiðra minningu Alis Sadpara, göngufélaga Johns Snorra Sigurjónssonar á fjallinu K2. Pakistönsk stjórnvöld tilkynntu fyrr í dag að þau teldu mennina af. Þeirra hefur verið saknað í tæpar tvær vikur. Ali er þjóðhetja í heimalandinu Pakistan og hafði klifið 8 af 14 hæstu fjöllum heims. Hann verður sæmdur heiðursorðu, fjölskylda hans verður styrkt fjárhagslega, börnin verða studd til náms og flugvöllur í borginni Skardu verður nefndur eftir honum.
18.02.2021 - 17:12
Tímalína
Vetrarleiðangur John Snorra á K2 – Tímalína
Ekkert hefur spurst til íslenska fjallagarpsins John Snorra síðan 5. febrúar, þegar hann var við síðustu hindrunina að tindi næst hæsta fjalls heims. Leit hefur engan árangur borið. Vetrarleiðangur Johns Snorra hófst 5. desember í fyrra.
18.02.2021 - 15:49
Sannfærð um að John Snorri hafi komist á tindinn á K2
Fjölskylda Johns Snorra Sigurjónssonar er sannfærð um að hann hafi náð að komast á tind K2. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona hans, birtir á Facebook. Þetta byggir fjölskyldan á því hvenær sími Johns Snorra gaf síðast frá sér merki. Fram hefur komið að John Snorri hafi ætlað sér að hringja úr gervihnattasíma sínum í Línu Móeyju þegar hann kæmist á tind fjallsins. Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í dag að þau telji mennina af.
18.02.2021 - 14:29
John Snorri og félagar taldir af
Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og tveir félagar hans sem hefur verið saknað í tæpar tvær vikur eru nú taldir af. Þetta kom fram á blaðamananfundi í Pakistan í morgun. Viðamikil leit var gerð að mönnunum en síðast sást til þeirra föstudaginn 5. febrúar þegar þeir voru að klífa erfiðasta hlutann á fjallinu K2.
18.02.2021 - 12:41
Aðstoðarfólk Johns Snorra á K2 á heimleið
Herinn í Pakistan ætlar að halda áfram opnum grunnbúðum á fjallinu K2 en aðstoðarfólk Johns Snorra Sigurjónssonar og tveggja göngufélaga hans er á leið heim. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá talsmanni fjölskyldna mannanna þriggja. Þá segir að á morgun verði blaðamannafundur og er viðbúið að hann verði í Pakistan.
14.02.2021 - 16:13
Viðtal
Rannsókn hafin á því hvað fór úrskeiðis hjá John Snorra
Hvorki hafa fundist ummerki né búnaður frá John Snorra Sigurjónssyni og tveimur göngufélögum hans við viðamikla leit á fjallinu K2 í Pakistan. Leitað hefur verið útfrá GPS-punktum um síðustu þekktu staðsetningu þremenninganna. Yfirvöld í Pakistan hafa hafið rannsókn á því hvað fór úrskeiðis í leiðangrinum.
13.02.2021 - 18:32
Ætla að gefa sér 60 daga í leitarstarf á K2
Yfirvöld í Pakistan ákváðu á fundi sínum í gær að gefa sér 60 daga í leit að John Snorra Sigurjónssyni og tveimur öðrum fjallgöngumönnum sem ekkert hefur spurst til í tæpa viku eftir að þeir reyndu að klífa K2. Ekki verður farið í eiginlega leit fyrr en einhver ummerki um mennina hafa fundist úr leitarflugi eða með gervihnattamyndum.
11.02.2021 - 10:54
Yfirvöld í Pakistan banna ferðir á K2
Pakistönsk yfirvöld lögðu í dag bann við því að klífa K2 yfir vetrartímann. Ekki hefur verið leitað að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2 í dag vegna veðurs. Ekkert hefur spurst til fjallgöngumannanna í rúma fimm sólarhringa eftir að þeir héldu á tindinn á fimmtudaginn.
10.02.2021 - 14:39
Ekkert leitarflug að John Snorra næstu sjö daga
Verulega hefur verið dregið úr leitinni að John Snorra Sigurjónssyni og tveimur göngufélögum hans sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í Pakistan frá því á föstudagsmorgun. Veðurspá er slæm næstu sjö daga og því verður ekki unnt að fljúga yfir svæðið. Þó eru enn fáeinir göngumenn í búðum á fjallinu og starfsfólk ferðaskrifstofunnar sem skipulagði ferð þremenninganna. Ferðamálaráðherra á svæðinu segir hverfandi líkur á að þeir finnist á lífi. Hafin verði leit úr lofti um leið og veður leyfi.
09.02.2021 - 15:04
Vilja nota Herkúles-vél í leit að John Snorra
Reyna á að nota C-130 Herkúles vél frá pakistanska hernum í leit að íslenska fjallgöngumanninum John Snorra og tveimur samferðamönnum hans á fjallinu K2. Ekkert hefur spurst til þremenninganna í fjóra daga eftir að þeir reyndu að klífa topp fjallsins. Veður hefur hamlað leit en vonast er til að hægt verði að hefja hana aftur í dag.
09.02.2021 - 10:16
Vill að skráð verði að John Snorri hafi náð tindinum
Kvikmyndagerðarmaður og frændi Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað hefur verið í rúma þrjá sólarhringa á fjallinu K2, vill að skráð verði í sögubækurnar að John og félagar hafi náð fjallstindinum og að það hafi verið á niðurleiðinni sem eitthvað fór úrskeiðis. Leit hefur verið hætt í bili og verður ekki reynd að nýju fyrr en veður batnar. Kári G. Schram kvikmyndagerðarmaður segir stöðuna þungbæra.
08.02.2021 - 16:45