Færslur: John Kirby

Norður-Kóreumenn þvertaka fyrir að útvega Rússum vopn
Varnarmálaráðuneyti Norður-Kóreu þvertekur fyrir að það útvegi Rússum vopn. Nokkrar vikur eru síðan Bandaríkjamenn sögðu rússnesk yfirvöld leita til Norður-Kóreu í því skyni enda skorts tekið að gæta í vopnabúri þeirra vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Býður lausn á fæðuskorti gegn afléttingu þvingana
Stjórnvöld í Kreml segjast reiðubúin til að leggja verulega af mörkum til að koma í veg fyrir yfirvofandi fæðuskort í heiminum gegn því að Vesturlönd láti af viðskiptaþvingunum sínum.
Þvertaka fyrir aðstoð við að hafa uppi á hershöfðingjum
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna þvertekur fyrir að hafa útvegað Úkraínumönnum leynileg gögn um staðsetningar rússneskra hershöfðingja á vígvöllum í landinu. Fullyrt hefur verið að slík gögn hafi auðveldað Úkraínumönnum að hafa uppi á hershöfðingjunum og fella þá.
Fundað um langtíma-öryggismarkmið Úkraínu
Varnarmálaráðherrar og æðstu hershöfðingjar tuttugu ríkja innan og utan Atlantshafsbandalagsins hafa þegið boð varnarmálaráðherra Bandaríkjanna um að ræða öryggisþarfir Úkraínu til lengri tíma. Fundurinn verður haldinn í Ramstein-herstöðinni í Þýskalandi næstkomandi þriðjudag.
Rússar leggja ótímabundið ferðabann á tugi manna
Rússnesk stjórnvöld tilkynntu í dag ótímabundið ferðabann til Rússlands sem nær til tuga Bandaríkjamanna og Kanadamanna. Meðal þeirra sem óheimilt verður að heimsækja Rússland eru Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og Mark Zuckerberg forstjóri fyrirtækisins Meta, sem meðal annars heldur úti samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.