Færslur: Jesús

Lögregla í Nígeríu frelsaði fjölda fólks úr kirkju
Lögregla í Nígeríu bjargaði á föstudaginn tugum manna úr kjallara kirkju í Ondo-fylki, suðvestanvert í landinu. Í hópnum voru fjölmörg börn en fólkinu var haldið í kirkjunni gegn vilja sínum.
04.07.2022 - 05:30
Svona er talið líklegast að Jesú hafi litið út
Það eru engar lýsingar á útliti Jesú Krists í Biblíunni en sérfræðingar telja líklegast að hann hafi verið dökkur yfirlitum, smávaxinn, skegglaus og almúgalegur maður. Ekki er hann talinn hafa skorið sig úr fjöldanum á sínum tíma að fríðleika eða hörundslit eins og á þeim myndum sem við flest þekkjum af frelsaranum.
14.09.2020 - 12:50
Jesúkynningin kostaði kirkjuna tvær milljónir
Kostnaður við umdeilt kynningarefni Þjóðkirkjunnar, þar sem Jesú er sýndur með brjóst og varalit, er um tvær milljónir. Svokallaður Jesústrætó mun aka áfram um götur borgarinnar að minnsta kosti næstu þrjá vikurnar. Pétur Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, segir ekki liggja fyrir hvort fjölgað hafi eða fækkað í kirkjunni vegna þessa.
13.09.2020 - 12:24
Kirkjuþing biðst afsökunar á Jesúmynd
Sextugasta kirkjuþing Þjóðkirkjunnar sendi í kvöld frá sér stutta yfirlýsingu þess efnis að því þyki afar miður að umdeild mynd af Jesú Kristi hafi sært fólk. Ætlunin hafi verið sú að undirstrika fjölbreytileikann en hvorki að særa fólk né ofbjóða.
12.09.2020 - 21:06
Tilraun vísindamanna til að ákvarða útlit Jesú Krists
Útliti Jesú Krists er hvergi lýst í Nýja Testamentinu né hafa fundist samtímateikningar af honum. Um aldir hafa listamenn af ýmsu tagi, um víða veröld varpað fram hugmyndum sínum um útlit Krists.
12.09.2020 - 18:38