Færslur: Jens Stoltenberg

NATO boðar aukinn viðbúnað í austri
Atlantshafsbandalagið, NATO, hefur sett hersveitir í viðbragðsstöðu og hyggst senda fleiri herskip og -þotur til aðildarríkja sinna í austanverðri Evrópu. Jafnframt íhugar bandalagið að senda þangað sérstakar bardagasveitir til að styrkja varnir heimamanna, í ljósi hernaðarumsvifa Rússa við landamæri Úkraínu. Rússar fordæma þessi áform og segja þau til þess fallin að auka enn á spennuna í Úkraínudeilunni.
Fréttaskýring
Harðar deilur um Úkraínu
Óttast er að átök kunni að brjótast út á milli Rússa og Úkraínumanna. Um 130 þúsund rússneskir hermenn hafa verið sendir að landamærum Úkraínu. Rússar hafa sett fram kröfur um að Úkraína gangi aldrei í Atlanthafsbandalagið og vilja lagalega bindandi skriflega yfirlýsingu. Fundir ráðamanna Rússlands og vestrænna ríkja hafa engum árangri skilað. Spennan er slíkt að sumir óttast að átök geti hafist fyrir slysni. Bogi Ágústsson fjallaði um Úkraínudeiluna í Heimskviðum.
Rússar sakaðir um árásir á opinber vefsetur Úkraínu
Úkraínustjórn segist hafa undir höndum sönnun þess að Rússar hafi staðið að baki umfangsmikilli árás á fjölda vefsetra hins opinbera í landinu á föstudaginn var.
Forsetar Bandaríkjanna og Úkraínu ræða saman á morgun
Joe Biden Bandaríkjaforseti og úkraínskur kollegi hans Volodymyr Zelensky ætla að ræða saman í síma á morgun sunnudag. Rúm vika er í að samningaviðræður hefjist vegna þeirrar spennu sem ríkir við landamæri Úkraínu.
Rússland
Vilja að NATO falli frá loforðum til Úkraínu og Georgíu
Stjórnvöld í Rússlandi krefjast þess að Atlatntshafsbandalagið, NATO, dragi formlega til baka loforð sín um að Úkraína og Georgía muni fá inngöngu í bandalagið í fyrirsjáanlegri framtíð, að uppfylltum skilyrðum þar um. Jafnframt vilja Rússar að Atlantshafsbandalagið og aðildarríki þess heiti því að byggja ekki upp stór vopnabúr í þeim ríkjum sem eiga landamæri að Rússlandi og ógna þannig öryggi Rússa.
Fáar konur á ferli í Kabúl
Íbúar í Kabúl hafa brugðist varfærnislega við nærveru sveita Talibana í borginni. Fátt er um konur á ferli en Talibanar segja opinberum starfsmönnum að snúa aftur til starfa. Fólk reynir enn að forða sér úr landi.
NATÓ heitir pólítiskum stuðningi við her og ríkisstjórn
Neyðarfundur Atlantshafsbandalagsins NATÓ ákvað í dag að halda áfram stuðningi við stjórnvöld í Afganistan við að finna pólítiska lausn á ástandinu þar. Fundarmaður segir ástandið í landinu vera skelfilegt.
NATÓ boðar til neyðarfundar vegna Afganistan
Atlantshafsbandalagið NATÓ hefur boðað til neyðarfundar klukkan eitt vegna ástandsins í Afganistan. Utanríkisráðherra Bretlands og fleiri stjórnmálamenn eru nú þungorðir gagnvart friðarsamkomulagi Bandaríkjanna við Talibana.
Sjónvarpsfrétt
„Hatrið lifir enn meðal okkar“
Norðmenn minntust þess í dag að tíu ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Ósló. Hatrið lifir enn meðal okkar, sögðu núverandi og fyrrverandi forsætisráðherrar Noregs í minningarræðum sínum í dag.
22.07.2021 - 16:30
Myndskeið
Tíu ár frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló
Reiði yfir að hafa ekki fengið viðunandi aðstoð við að vinna úr áfallinu er meðal tilfinninga þeirra sem lifðu af hryðjuverkaárás í Útey árið 2011. Tíu ár eru í dag frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Ósló.
22.07.2021 - 07:30
Heimsglugginn
Barist um fisk, flugvelli og námur á Grænlandi
Boðað hefur verið til þingkosninga á Grænlandi þó að kjörtímabilið renni ekki út fyrr en eftir rúmt ár. Síðast var kosið á vormánuðum 2018. Aðalmál kosningabaráttunnar verða líklega ný fiskveiðilöggjöf, bygging þriggja alþjóðaflugvalla og námuvinnsla.
Fordæma árasina og minna á virðingu fyrir lýðræðinu
Þjóðarleiðtogar og fyrrverandi Bandaríkjaforsetar fordæma framferði þeirra sem réðust inn í þinghúsið í gær. Mikilvægi þess að úrslit lýðræðislegra kosninga séu virt er flestum þeirra hugleikið.
Stoltenberg hlakkar til að vinna með Biden
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segist hlakka til að vinna með Joe Biden, eftir að hann tekur við forsetaembættinu í janúar. Stoltenberg ræddi um fækkun bandarískra hermanna í Afganistan í viðtali á alþjóðlega öryggisþinginu í Halifax í gær.
23.11.2020 - 08:03
Fundað í NATÓ vegna Navalny málsins
Boðað hefur verið til sérstaks fundar innan Atlantshafsbandalagsins vegna Navalny málsins. Að honum loknum hefur Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri boðað til blaðamannafundar.
04.09.2020 - 06:26