Færslur: Jeff Bezos

Sjónvarpsfrétt
Vilja taka sögufræga brú í sundur fyrir Jeff Bezos
Íbúar í Rotterdam í Hollandi eru margir hverjir uggandi yfir því að skipasmíðafyrirtæki hafi sótt um leyfi til að taka sögufræga brú í sundur. Það á að gera til að koma snekkju eins ríkasta manns heims út á Norðursjó.
05.02.2022 - 20:00
Auður vex og örbirgð einnig
Ríkidæmi þeirra auðugustu hefur vaxið í faraldrinum en jafnframt búa fleiri við fátækt en áður var. Þetta kemur fram í úttekt alþjóðlegu hjálparsamtakanna Oxfam, sem berjast gegn fátækt í heiminum.
Japanskir geimferðalangar komu til jarðar í nótt
Japanski auðkýfingurinn Yusaku Maezawa og Yozo Hirano aðstoðarmaður hans lentu á steppum Kasastan í nótt eftir tólf daga dvöl í alþjóðlegu geimstöðinni.
Myndskeið
Japanskur geimferðalangur heimsækir geimstöðina
Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa heldur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á miðvikudaginn kemur. Það eru Rússar sem eiga veg og vanda að geimferð Japanans sem borgar brúsann.
Virgin Galactic hefur selt um 700 farmiða út í geim
Virgin Galactic geimferðafyrirtæki hefur selt um hundrað farmiða frá því Richard Branson stofnandi þess hélt út í geim í sumar. Fyrirtækið stefnir að því að hefja almennar ferðir fyrir lok árs 2022. Alls hafa selst um 700 miðar frá stofnun fyrirtækisins.
Boeing fær leyfi til að skjóta gervihnöttum á sporbaug
Bandarísk stjórnvöld veittu í dag bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing heimild til að hefja undirbúning gervihnattaáætlunar sinnar. Boeing hyggst skjóta á loft hnöttum sem ætlað er að veita netþjónustu í Bandaríkjunum og á heimsvísu.
04.11.2021 - 00:12
Johnson ætlar að þrýsta á Bezos um skattgreiðslur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að ræða skattgreiðslur Amazon-netverslanarisans við Jeff Bezos stofnanda fyrirtækisins í dag.
20.09.2021 - 05:44
Sjónvarpsfrétt
Á níræðisaldri og komst loks í geimferð
Dagurinn í dag er sá besti í lífi ríkasta manns heims, Jeffs Bezos. Svo komst hann sjálfur að orði þegar geimflaug hans lenti í eyðimörkinni í Texas eftir vel heppnaða ferð. Á meðal farþega var kona á níræðisaldri sem hafði alla ævi dreymt um að komast út í geim.
20.07.2021 - 19:35
Jeff Bezos á leið út í geim
Jeff Bezos, stofnandi Amazon-netverslanarisans og einn ríkasti maður heims, er á leið út í geim í næsta mánuði. Hann segir á Instagram að hann hafi dreymt um að fara í geimferð frá því að hann var fimm ára. Bróðir hans verður með í draumaferðinni, sem verður hin fyrsta mannaða með geimfari frá geimferðafyrirtæki hans Blue Origin.
07.06.2021 - 13:14
Starfsfólk Amazon krefst margvíslegra umbóta
Starfsmenn Amazon hyggjast efna til mótmæla og verkfalla á starfstöðum fyrirtækisins víða um heim á morgun 27. nóvember. Starfsfólki finnst framkoma fyrirtækisins gagnvart sér óásættanleg og því hafa aðgerðirnar yfirskriftina „Látum Amazon borga“ eða „Make Amazon Pay“.
26.11.2020 - 17:25
Bezos færir heiminum Blámána
Bandaríski auðkýfingurinn Jeff Bezos sýndi í gær tunglfar fyrirtækis síns, Blue Origin. Tunglfarið heitir Blámáni, eða Blue Moon, og er því ætlað að flytja birgðir, og jafnvel manneskjur, á suðurpól tunglsins fyrir árið 2024. 
10.05.2019 - 06:38
Amazon aldrei greitt út arð
Í síðustu var tilkynnt að Jeff Bezos, stofnandi Amazon netverslunarinnar, væri orðinn ríkasti maður heims og hefði tekið fram úr Bill Gates. Það var þó skammgóður vermir þar sem strax daginn eftir féllu hlutabréf í Amazon um 3% í kjölfar ársfjórðungsuppgjörs og Bezos féll því aftur niður í annað sæti.
01.08.2017 - 18:20