Færslur: jarðvarmavirkjanir

Viðtöl
Innviðaráðherra telur nauðsynlegt að virkja meira
Innviðaráðherra og forstjóri Landsvirkjunar segja að reisa þurfi nýjar virkjanir til að ljúka orkuskiptum á landi, lofti og sjó. Landsvirkjun telur að auka þurfi orkuöflun um fimmtíu prósent svo unnt verði að ná markinu.
Spegillinn
Það sjá allir að þetta er ekki að virka
Framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur segir að hver kona og maður sjá að ferlið í kringum rammaáætlun virki alls ekki. Það verði að grípa í taumana. Vegna tafa á afgreiðslu 3. áfanga áætlunarinnar er ekki hægt að rannsaka þá kosti sem eru heimilaðir í henni en hafa ekki verið samþykktir á Alþingi. Töfin sé byrjuð að standa starfseminni fyrir þrifum.
5-700 sinnum meiri losun frá eldgosinu
Gasmengun frá eldgosi, álveri og jarðvarmavirkjunum herjar á viðkvæm öndunarfæri á suðvesturhorninu þessa daga. Eldgosið á Fagradalsfjalli losar fimm til sjö hundruð sinnum meira af brennisteinsdíoxíði en álverið í Straumsvík. 
Myndskeið
Framleiða raforku úr lágvarma á Flúðum
Framleiðsla á rafmagni er hafin á Flúðum í fyrstu svokölluðu lágvarmavirkjuninni. Með nýrri tækni er nú hægt að virkja lágvarma til orkuframleiðslu. Í Kópsvatnsvirkjun í Hrunamannahreppi er umframvarmi úr borholu nýttur til framleiðslu rafmagns, vatnið úr holunni er um 120 gráður.
28.01.2019 - 19:20
Áætlað að orkan rýrni um tvö megavött á ári
Áætlað er að orka Þeistareykjavirkjunar muni rýrna sem svarar tveimur megavöttum á ári. Fulltrúi Landsvirkjunar segir reynt að virða þolmörk svæðisins eftir bestu getu með varfærinni uppkeyrslu virkjunarinnar.
26.03.2017 - 12:31
Brennisteinsvetnismengun blásið úr borginni
Mengun vegna brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu hefur minnkað verulega er liðið hefur á daginn. Klukkan hálf tíu í morgun var styrkur brennisteinsvetnis við Eiríksgötu og á Grensásvegi í Reykjavík um og yfir 50 míkrógrömm á rúmmetra. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm að meðaltali yfir heilan sólarhring. Síðdegis er útlit fyrir að bæti í vind, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Í kvöld verði vindur á Hellisheiði 10-12 metrar á sekúndu.
04.03.2017 - 12:37
Mikil brennisteinsmengun á höfuðborgarsvæðinu
Talsverð brennisteinsvetnismengun hefur mælst í morgun á höfuðborgarsvæðinu. Klukkan hálf tíu í morgun var styrkur brennisteinsvetnis við Eiríksgötu í miðborg Reykjavíkur 52 míkrógrömm á rúmmetra. Á Grensásvegi mældist styrkurinn 44 míkrógrömm á rúmmetra. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra að meðaltali á sólarhring. Heldur hefur dregið úr styrk brennisteinsvetnis eftir því sem liðið hefur á morguninn. Þó má búast við talsverðri mengun í dag vegna veðurskilyrða.
04.03.2017 - 09:42
Reykjavík: Loftmengun yfir mörkum
Styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti er nú yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík. Vegna veðuraðstæðna er líklegt að styrkurinn verði áfram hár í dag og næstu daga. Brennisteinsvetnismengun á höfuðborgarsvæðinu kemur að nánast öllu leyti frá jarðhitavirkjunum á Hellisheiði samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirlitinu.
01.03.2017 - 14:22