Færslur: jarðvarmavirkjanir
Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 á Hellisheiði
Tíu mínútum fyrir miðnætti varð jarðskjálfti af stærðinni 3,15 á Hellisheiði. Tilkynningar um skjálftann hafa borist frá höfuðborgarsvæðinu, Hveragerði og Ölfusi.
14.02.2022 - 00:47
Innskot kviku gætu ógnað innviðum
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gangainnskot á Reykjanesskaga mögulega geta ógnað mikilvægum innviðum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Innskotin geti haft áhrif á kerfi sem fæða vatns- og hitaveitur ásamt jarðvarmavirkjunum hvort sem þau leiði til eldgoss eða ekki.
11.02.2022 - 07:07
Íslensk fyrirtæki áhugalaus um íslenskt rafeldsneyti
Verksmiðja í Svartsengi gæti framleitt umhverfisvænt eldsneyti fyrir allan fiskiskipaflotann segir talsmaður Carbon Recycling International. Áhugann vantar hins vegar í hópi kaupenda. Þess vegna liggur öll framleiðsla niðri. Engu að síður skilaði fyrirtækið hagnaði í fyrra og er það vegna áhuga í Kína og Noregi á tækniþekkingunni hér á landi.
24.01.2022 - 19:36
Innviðaráðherra telur nauðsynlegt að virkja meira
Innviðaráðherra og forstjóri Landsvirkjunar segja að reisa þurfi nýjar virkjanir til að ljúka orkuskiptum á landi, lofti og sjó. Landsvirkjun telur að auka þurfi orkuöflun um fimmtíu prósent svo unnt verði að ná markinu.
15.01.2022 - 19:36
Það sjá allir að þetta er ekki að virka
Framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur segir að hver kona og maður sjá að ferlið í kringum rammaáætlun virki alls ekki. Það verði að grípa í taumana. Vegna tafa á afgreiðslu 3. áfanga áætlunarinnar er ekki hægt að rannsaka þá kosti sem eru heimilaðir í henni en hafa ekki verið samþykktir á Alþingi. Töfin sé byrjuð að standa starfseminni fyrir þrifum.
24.06.2021 - 17:00
5-700 sinnum meiri losun frá eldgosinu
Gasmengun frá eldgosi, álveri og jarðvarmavirkjunum herjar á viðkvæm öndunarfæri á suðvesturhorninu þessa daga. Eldgosið á Fagradalsfjalli losar fimm til sjö hundruð sinnum meira af brennisteinsdíoxíði en álverið í Straumsvík.
25.05.2021 - 13:01
Framleiða raforku úr lágvarma á Flúðum
Framleiðsla á rafmagni er hafin á Flúðum í fyrstu svokölluðu lágvarmavirkjuninni. Með nýrri tækni er nú hægt að virkja lágvarma til orkuframleiðslu. Í Kópsvatnsvirkjun í Hrunamannahreppi er umframvarmi úr borholu nýttur til framleiðslu rafmagns, vatnið úr holunni er um 120 gráður.
28.01.2019 - 19:20
Áætlað að orkan rýrni um tvö megavött á ári
Áætlað er að orka Þeistareykjavirkjunar muni rýrna sem svarar tveimur megavöttum á ári. Fulltrúi Landsvirkjunar segir reynt að virða þolmörk svæðisins eftir bestu getu með varfærinni uppkeyrslu virkjunarinnar.
26.03.2017 - 12:31
Brennisteinsvetnismengun blásið úr borginni
Mengun vegna brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu hefur minnkað verulega er liðið hefur á daginn. Klukkan hálf tíu í morgun var styrkur brennisteinsvetnis við Eiríksgötu og á Grensásvegi í Reykjavík um og yfir 50 míkrógrömm á rúmmetra. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm að meðaltali yfir heilan sólarhring.
Síðdegis er útlit fyrir að bæti í vind, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Í kvöld verði vindur á Hellisheiði 10-12 metrar á sekúndu.
04.03.2017 - 12:37
Mikil brennisteinsmengun á höfuðborgarsvæðinu
Talsverð brennisteinsvetnismengun hefur mælst í morgun á höfuðborgarsvæðinu. Klukkan hálf tíu í morgun var styrkur brennisteinsvetnis við Eiríksgötu í miðborg Reykjavíkur 52 míkrógrömm á rúmmetra. Á Grensásvegi mældist styrkurinn 44 míkrógrömm á rúmmetra. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra að meðaltali á sólarhring.
Heldur hefur dregið úr styrk brennisteinsvetnis eftir því sem liðið hefur á morguninn. Þó má búast við talsverðri mengun í dag vegna veðurskilyrða.
04.03.2017 - 09:42
Reykjavík: Loftmengun yfir mörkum
Styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti er nú yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík. Vegna veðuraðstæðna er líklegt að styrkurinn verði áfram hár í dag og næstu daga. Brennisteinsvetnismengun á höfuðborgarsvæðinu kemur að nánast öllu leyti frá jarðhitavirkjunum á Hellisheiði samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirlitinu.
01.03.2017 - 14:22