Færslur: Jarðskjálfti á Kópaskeri 1976

Endurbæta Skjálftasetrið á Kópaskeri
Miklar endurbætur eru fyrirhugaðar á Skjálftasetrinu á Kópaskeri þar sem minnst er Kópaskersskjálftans mikla árið 1976. Með margmiðlun og gagnvirkum lausnum á að miðla fróðleik um skjálftann og afleiðingar hans.
„Fór beint í símann og reyndi að hringja heim“
Íbúar á Kópaskeri minnast þess í dag að 40 ár eru liðin frá því stór jarðskjálfti reið yfir þorpið. Flest hús þar skemmdust meira eða minna, það varð vatns- og rafmagnslaust og flytja varð íbúana á brott í vonskuveðri. Þeir sem upplifðu hamfarirnar segjast aldrei gleyma þessum degi.
Myndskeið: Jarðskjálftinn á Kópaskeri 1976
Í dag eru 40 ár liðin frá því að jarðskjálfti sem mældist rúm sex stig reið yfir Kópasker. Miklar skemmdir urðu á mannvirkjum í bænum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði sem Ómar Ragnarsson, fréttamaður, tók í bænum daginn eftir skjálftann.
13.01.2016 - 12:00