Færslur: jarðskjálfti

Öll jörðin titraði eftir Alaska-skjálftann
Jarðskjálfti að stærð 8,2 reið yfir Alaska í morgun en það er stærsti skjálfti sem þar hefur mælst í meira en hálfa öld. Skjálftinn kom jarðeðlisfræðingum ekki á óvart en beðið hefur verið eftir að jörð skylfi þar á ný eftir langt hlé.
29.07.2021 - 17:12
Allt með kyrrum kjörum í Geldingadölum og Bárðarbungu
Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Geldingadölum í gær og nótt. Nú rýkur aðeins upp af gígnum og sérfræðingar veðurstofunnar bíða eftir hvað gosið geri næst. Bárðarbunga hefur einnig haft hægt um sig í nótt eftir jarðskjálfta í gærkvöldi.
Annar skjálfti í Bárðarbungu
Öflugur jarðskjálfti varð í Bárðarbungu í Norð-vestanverðum Vatnajökli klukkan 22:12 í kvöld. Þetta er annar stóri skjálftinn sem verður á þessum stað á rúmlega þremur klukkutímum.
27.07.2021 - 23:11
Jarðskjálfti að stærð 3,3 í Bárðarbungu
Jarðskjálfti að stærð 3,3 varð í Bárðarbungu nú rétt eftir klukkan sjö, nánar tiltekið klukkan 19:02. Síðan hafa komið nokkrir minni eftirskjálftar en sá stærsti af þeim mældist 2,2. Sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir skjálftana svipaða þeim sem urðu á sama svæði nú síðast í júní og þar á undan í maí.
27.07.2021 - 19:44
Mannskæður jarðskjálfti í Tadjsíkistan
Jarðskjálfti reið yfir Austur-Tadsjíkistan á laugardagsmorgun og kostaði að minnsta kosti fimm manns lífið, að sögn yfirvalda.
10.07.2021 - 09:04
Harður jarðskjálfti í Kína
Harður jarðskjálfti, 7,4 að stærð, reið yfir Qinghai-hérað í norðvesturhluta Kína nú undir kvöld. Snarpur eftirskjálfti fylgdi í kjölfarið. Fyrstu fregnir herma að tveir séu látnir.
21.05.2021 - 19:16
Jarðskjálfti 6,6 að stærð undan ströndum Súmötru
Jarðskjálfti, 6,6 að stærð, varð undan ströndum Súmötru í Indónesíu í morgun. Ekki hafa borist fregnir af eyðileggingu né manntjóni vegna skjálftans.
14.05.2021 - 08:11
Annar gikkskjálfti af stærðinni 3,2
Stuttu fyrir klukkan fjögur í dag varð skjálfti að stærð 3,2 sem átti upptök fjóra kílómetra norðan við Krýsuvík. Skjálfti af sömu stærð varð á sama svæði laust eftir klukkan þrjú í nótt.
03.05.2021 - 17:42
Jarðskjálfti 3,8 að stærð
Jarðskjálfti 3,8 að stærð varð skammt frá Eiturhóli nærri Nesjavöllum klukkan rúmlega hálf tólf í morgun og fannst víða á höfuðborgarsvæðinu, í Hveragerði, á Laugarvatni, á Akranesi og í Kjós. Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að virkni hafi verið þarna undanfarna daga innan Hengilssvæðisins. Þessi skjálfti komi í kjölfar smærri skjálfta.
29.04.2021 - 12:07
Fréttavaktin
Eldgosið í Geldingadölum í beinni útsendingu
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli um klukkan korter í níu föstudagskvöldið 19. mars 2021. Í fyrri hluta apríl opnuðust fleiri gossprungur. Engin hætta steðjar að byggð vegna gossins. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosinu. Hér sýnum við frá eldsumbrotunum í beinni útsendingu og segjum helstu tíðindi af þeim og tengdum atburðum.
Skjálftakvíði vegna aðstæðna sem maður ræður ekki við
Níu skjálftar, 3 til 4,2 að stærð, hafa skekið suðvesturhornið síðan í hádeginu í dag, mánudag. Sá stærsti var klukkan rúmlega tvö. Allir fundust þeir vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Yfir 80 skjálftar, þrír eða stærri, hafa mælst á svæðinu síðustu tvo sólarhringa og hrinan sem hófst í síðustu viku er enn í gangi. Doktor í áfallasálfræði segir eðlilegt að finna fyrir alls konar tilfinningum í svona ástandi, sérstaklega hjá þeim sem eru í erfiðum aðstæðum fyrir.
Mannvirki landsins eru hönnuð fyrir svona skjálfta
Hátt í 20 skjálftar yfir þremur að stærð, hafa orðið á Suðurnesjum síðan á miðnætti 1. mars og til hádegis. Sá stærsti var 4,9, um klukkan hálf tvö í nótt. Þetta er meiri virkni heldur en á sama tíma í gær. Landspítalinn hefur ekki frestað neinum aðgerðum vegna skjálftanna og verður það líklega ekki gert. Víðir Reynisson segir alla innviði hannaða með svona virkni í huga og mannvirki líka.
Skjálfti við Keili 4,9 að stærð
Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesskaga og jarðskjálfti 4,9 að stærð varð um 3 kílómetra suðvestur af Keili í kvöld klukkan 22:38. Það er stærsti skjálftinn í hrinunni í dag. Um klukkan átta í kvöld var skjálfti 4,6 að stærð.
„Við vorum fyrst frosin svo fóru allir undir borð“
Elstu börnin í leikskólanum Fífuborg í Reykjavík vissu upp á hár hvernig þau ættu að bregðast við þegar jörð tók að skjálfa í morgun. Þau höfðu nýlokið árlegri jarðskjálftaæfingu. Þau voru ekki vitund hrædd. Sumir héldu fyrst að þetta væri vörubíll eða þvottavél.
24.02.2021 - 18:14
Myndskeið
Skjálfandi Krakkafréttir
Mikael Emil Kaaber, fréttamaður Krakkafrétta, er einn þeirra sem fann vel fyrir skjálftahrinunni í morgun. Hann var við upptökur á Krakkafréttum í Efstaleiti.
„Eins og að sitja á öldu“
„Þetta var eins og að sitja á öldu, ég sat hérna í hægindastól og þetta var bara svona þægileg alda,“ segir Svanur Fannberg Gunnarsson, eigandi Litlu kaffistofunnar, um fyrsta stóra skjálftann í skjálftahrinunni á Reykjanesskaga í morgun. Hann hefur ekki orðið var við neitt tjón og segir að ekkert hafi dottið úr hillum.
Snarpur jarðskjálfti í Vanúatú
Snarpur jarðskjálfti af stærðinni 6,2 skók Port Vila, höfuðborg Kyrrahafseyríkisins Vanúatú, í morgun. Yfirvöld segja upptök skjálftans hafa orðið um 90 kílómetrum vestur af borginni á aðeins tíu kílómetra dýpi.
16.02.2021 - 06:12
Harður skjálfti við Japansstrendur
Harður jarðskjálfti af stærðinni 7,3 mældist undan austurströnd Japans í dag, á svipuðum slóðum og skjálftinn sem olli miklu tjóni fyrir tæpum tíu árum. Skjálftinn fannst vel í Tókýó, en engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út. Japanskir fjölmiðlar hafa eftir forsætisráðherranum Yoshihide Suga að engar tilkynningar hafi borist um alvarleg slys.
13.02.2021 - 23:44
Sjúkrahús hrundi í snörpum skjálfta í Indónesíu
Að minnsta kosti 34 eru látnir og tugir slasaðir eftir að harður jarðskjálfti skók Sulawesi í Indónesíu í nótt að staðartíma. Stórar byggingar hrundu í skjálftanum, þeirra á meðal sjúkrahús. AFP fréttastofan hefur eftir björgunarmanni að tugir sjúklinga og starfsmanna sitji fastur undir rústum sjúkrahússins.
15.01.2021 - 02:45
Jarðskjálftar úti fyrir Kolbeinsey
Jarðskjálfti 3,6 að stærð varð tæpa 76 kílómetra norður af Kolbeinsey laust eftir klukkan hálf níu í morgun. Eyjan er nyrsti punktur Íslands, um 74 kílómetra norðvestan við Grímsey.
04.01.2021 - 14:23
Manntjón í jarðskjálfta í Króatíu
Að minnsta kosti eitt barn lést og margir eru taldir hafa slasast þegar jarðskjálfti af stærðinni 6,4 reið yfir í Króatíu á tólfta tímanum morgun að íslenskum tíma. Upptökin voru nálægt bænum Petrinja, 46 kílómetra suðaustan við Zagreb, höfuðborg landsins.
29.12.2020 - 13:20
Fólk þusti út úr húsum eftir jarðskjálfta í Króatíu
Jarðskjálfti, 5,2 að stærð, varð í Króatíu í morgun en upptök hans eru rakin fimmtíu kílómetra suðaustur af höfuðborginni Zagreb. Hann fannst vel í borginni, en hann reið yfir rétt fyrir klukkan hálf sex að staðartíma.
28.12.2020 - 08:54
Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 utarlega á Reykjanesi
Jarðskjálfti sem talinn er vera af stærðinni 4,1 varð utarlega á Reykjanesi rétt eftir eftir klukkan 4:30 í nótt.
Skjálfti við Reykjanestá
Jarðskjálfti, 3,5 að stærð, varð norður af Reykjanestá skömmu eftir miðnætti. Upptök skjálftans voru á 6,8 kílómetra dýpi, um 4,7 kílómetra norður af Reykjanestá. Fjöldi smáskjálfta hefur fylgt í kjölfarið, sá stærsti 1,4 að stærð. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að skjálftans hafi orðið vart í byggð á skjálftasvæðinu. Engar sögur fara af tjóni.
10.12.2020 - 00:53
Skjálfti í Kötlu
Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð í austurhluta Kötluöskjunnar klukkan átta mínútur yfir ellefu í morgun.
22.11.2020 - 14:18