Færslur: jarðskjálfti

Sá stærsti í 11 daga
Jarðskjálftinn sem mældist á Tjörnesbrotabeltinu klukkan 17:41 í dag er sá stærsti þar undanfarna 11 daga. Þetta segir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Skjálftinn var 4,2 og voru upptök hans 12,9 km vest-norðvestur af Gjögurtá, á svipuðum slóðum og yfir 10.000 skjálftar hafa mælst síðan hrinan hófst 19. júní.
Jarðskjálfti við Grindavík af stærðinni 2,9
Skjálfti af stærðinni 2,9, varð þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík klukkan 20:36 í gærkvöldi.
06.07.2020 - 07:12
Enn skelfur jörð við Eyjafjörð
Jarðskjálftahrina við mynni Eyjafjarðar, sem hófst 19. júní, stendur enn. Frá upphafi hafa mælst þar yfir 9.000 skjálftar, frá miðnætti hafa mælst 50 skjálftar, allir eru þeir minni en 3 að stærð og engar tilkynningar hafa borist frá fólki um að þeir hafi fundist. Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að í gær hafi verið töluverð virkni. Óvissustig almannavarna, sem lýst var yfir á svæðinu 20. júní, er enn enn í gildi.
Skjálfti af stærðinni 2,9 mældist í nótt
Jarðskjálfti af stærðinni 2,9 mældist 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði klukkan rúmlega tvö í nótt. Samkvæmt óyfirförnum niðurstöðum Veðurstofunnar mældist annar af stærðinni 2 klukkan þrjú í nótt um 30 kílómetra vestur af Grímsey.
Skjálfti af stærðinni 4 í nótt
Skjálftahrina úti fyrir Norðurlandi heldur áfram. Í nótt varð skjálfti rétt fyrir klukkan fimm af stærðinni 4. Skjálftinn varð  33,4 kílómetra vestsuðvestur af Grímsey.
27.06.2020 - 10:31
350 skjálftar frá miðnætti og Grímsvötn enn í gjörgæslu
Um 350 skjálftar hafa mælst á jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands frá miðnætti. Stærsti skjálftinn var 3,2 og varð hann 30 kílómetra norðaustur af Siglufirði, á Tjörnesbrotabeltinu. Þar er virknin nú mest. Heldur hefur dregið úr virkni í Grímsvötnum en enn er fylgst grannt með þeim.
Tveir skjálftar með stuttu millibili uppá 4,2 og 3,5
Jarðskjálftahrina við mynni Eyjafjarðar stendur enn yfir. Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 varð rétt fyrir hádegi klukkan 11:51, 29 kílómetra norðaustur af Siglufirði. Annar skjálfti af stærðinni 3,5 varð svo klukkan 12:02 á svipuðum slóðum.
Öflugur jarðskjálfti í Mexíkó
Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Mexíkó, Hondúras, El Salvador, Gvatemala og víðar eftir að öflugur jarðskjálfti varð í dag í Oaxaca-ríki í Mexíkó, um tólf kílómetra frá bænum La Crucecita. Að sögn bandarísku jarðvísindastofnunarinnar var hann 7,4 að stærð. Hús léku á reiðiskjálfi í mið- og suðurhluta landsins.
23.06.2020 - 16:15
Jarðskjálftinn reyndist 5,8
Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 19:07 í kvöld reyndist 5,8 að stærð. Hann varð á öðrum stað en skjálftarnir hingað til. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir hann hafa verið talsvert kraftmeiri en skjálftana í gær. Þrjátíuföld orkulosun verður við hvert heilt stig í mælingum.
21.06.2020 - 23:04
Annar jarðskjálfti mældist 4,0
Jarðskjálfti sem varð klukkan kl. 12.51 mældist 4,0 um 20 km norðaustur af Siglufirði. Rétt fyrir hádegi var annar eftirskjálfti af stærð 4,0 á sömu slóðum. Tilkynningar hafa borist um að báðir skjálftarnir hafi fundist á Siglufirði og til Akureyrar.
21.06.2020 - 13:19
Hafa áhyggjur af göngufólki á Norðurlandi
„Við vitum að það er mikið af ferðafólki og gönguhópum á Tröllaskaga,“ segir Jón Kristinn Helgason, sérfræðingur á sviði skriðufalla og hættumats hjá Veðurstofu Íslands. Margar tilkynningar bárust Veðurstofunni í gærkvöldi eftir skjálftann um grjóthrun og skriður nyrst á skaganum.
21.06.2020 - 13:00
Líkur á að stærri skjálftar fylgi í kjölfarið
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir fulla ástæðu til að gera sérstakar ráðstafanir vegna skjálftans. Skjálftinn í kvöld var líklega 5,6 að stærð, heldur stærri en sá sem varð klukkan 15:55 í dag.
20.06.2020 - 22:23
Myndskeið
Grjót hrundi úr hlíðum á Tröllaskaga
Grjóthrun varð víða í kjölfar jarðskjálftahrinu sem varð um hálf átta í kvöld. Almannavarnir og lögregla biðla til fólks að sýna aðgát í grennd við brattar hlíðar. Eins geti óstöðugar brúnir við sjávarhamra losnað.
20.06.2020 - 21:48
„Hef ekki fundið svona öflugan skjálfta fyrr“
Ámundi Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð og íbúi á Siglufirði, segir að fólk hafi þust út á götu og leirtau hafi brotnað í skjálftanum sem varð um hálf átta í kvöld.
20.06.2020 - 20:48
Myndskeið
Fann skjálftann á sjó:„Þetta var mjög sérstök upplifun“
Áhöfn og farþegar á hvalaskoðunarbát Hvalaskoðunar í Hauganesi fundu vel fyrir jarðskjálftanum á Norðurandi í dag. Aðalsteinn Svan Hjelm, leiðsögumaður hjá Hvalaskoðuninni á Hauganesi, að það hafi verið líkt og risi bankaði í bátinn.
20.06.2020 - 19:58
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna skjálftans
Staðfest stærð skjálftans sem varð rétt eftir klukkan þrjú í dag er 5,3. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna skjálftanna. Margir eftirskjálftar um og yfir þrír fylgdu í kjölfar skjálftans. Ómögulegt er að segja til um hvernig eða hvenær þessi hrina endi.
20.06.2020 - 16:56
Jarðskjálfti af stærðinni 5,3 fannst víða á Norðurlandi
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð, varð norðvestur af Gjögurtá rétt upp úr klukkan þrjú. Víða á Norðurlandi varð skjálftans vart. Jarðvárvakt Veðurstofunnar vinnur nú úr mælingum á skjálftanum.
20.06.2020 - 15:29
Jarðskjálfti 3,5 að stærð í Bárðarbungu
Jarðskjálfti 3,5 að stærð varð í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni þegar klukkan var gengin tuttugu mínútur í tvö í nótt. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að engir eftirskjálftar hafi mælst í kjölfarið og engin merki sjáist um gosóróa.
30.05.2020 - 07:59
Einn látinn eftir jarðskjálfta í Íran
Minnst einn er látinn af völdum jarðskjálfta í Íran í gærkvöld. Skjálftinn mældist 4,6 að stærð og átti upptök sín nærri borginni Damavand, um 55 kílómetra austur af Teheran. Að sögn blaðamanns AFP fréttastofunnar á vettvangi fannst skjálftinn vel í höfuðborginni, og tóku margir íbúar til fótanna úr íbúðum sínum og út á götur.
08.05.2020 - 02:22
Jarðskjálfti að stærð 2,4 í Öræfajökli
Rétt eftir klukkan tvö í dag varð jarðskjálfti, 2,4 að stærð, 0,6 kílómetra norðaustur af Hvannadalshnjúk í Öræfajökli. Skjálftans varð vart í Skaftafelli, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.
19.04.2020 - 18:10
Stór skjálfti á milli Japans og Rússlands
Jarðskjálfti af stærðinni 7,5 varð í nótt undan Kúril-eyjum, eyjaklasa á milli Kamtsjatka-skaga í Rússlandi og norðurhluta Japans. Bandaríska flóðbylgjuviðvörunarmiðstöðin óttast að skjálftinn geti valdið flóðbylgju. Skjálftamiðjan var um 1.400 kílómetrum norðaustur af japönsku borginni Sapporo, á 59 kílómetra dýpi. 
25.03.2020 - 03:56
Mikil virkni á Reykjanesskaga og land rís við Þorbjörn
Jarðskjálfti 4,2 að stærð reið yfir þegar klukkuna vantaði 24 mínútur í ellefu í morgun. Upptök skjálftans voru skammt norðan við Gunnuhver á Reykjanesi. Fjöldi eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið.
Enn skjálftavirkni við Grindavík og við Gjögurtá
Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík og er yfir meðallagi, en er þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar.
21.02.2020 - 07:08
Snarpur skjálfti í Bárðarbungu
Jarðskjálfti af stærðinni 3,6 mældist í Bárðarbungu rétt fyrir klukkan sex í morgun. Skjálftinn var stakur, það er engar jarðhræringar höfðu verið í og við Bárðarbungu í aðdraganda skjálftans og heldur engir eftirskjálftar. Að sögn jarðvársérfræðings á Veðurstofu Íslands er slíkt alvanalegt á þessum slóðum, og engin merki um aðra virkni en skjálftavirkni. Áfram verður þó fylgst vel með.
15.02.2020 - 07:11
Jarðskjálfti á Hengilssvæðinu fannst víða
Jarðskjálfti, 3,6 að stærð, varð á Hengilssvæðinu rétt fyrir klukkan hálf átta í morgun. Veðurstofu Íslands hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á öllu höfuðborgarsvæðinu, í Hveragerði og á Akranesi. Þá fannst hann einnig í Kjósarhreppi.
09.02.2020 - 07:55