Færslur: jarðskjálfti

Sterkur jarðskjálfti í Taívan
Sterkur jarðskjálfti skók norðaustanvert Taívan í morgun. Samkvæmt veðurstofu Taívans mældist skjálftinn 6,5 að stærð og varði hann að sögn fréttamanns AFP á vettvangi í um tíu sekúndur. Íbúar Taipei fundu vel fyrir skjálftanum, en engar fregnir hafa borist af slysum á fólki enn sem komið er.
24.10.2021 - 06:23
Annar snarpur skjálfti á Krít
Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 reið yfir grísku eyna Krít í Eyjahafi laust fyrir klukkan hálf tíu í morgun að íslenskum tíma. Upptökin voru á 8,2 kílómetra dýpi, á óbyggðu svæði suðaustur af bænum Irepetra á austurhluta eyjarinnar.
12.10.2021 - 10:54
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 nærri Keili
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist nærri Keili á Reykjanesskaga á tíunda tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst í Hafnarfirði. Um vika er síðan síðast mældist skjálfti yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga.
Skjálfti við Öskju gæti tengst kvikuinnskoti
Skjálfti af stærðinni þrír mældist sjö km norðvestur af Öskju, þar sem töluvert landris hefur mælst síðustu vikur. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur líklegt að skjálftavirknin tengist kvikuinnskoti á þriggja kílómetra dýpi sem sé að færa sig nær yfirborðinu og valdi landrisi og skjálftum.
Snarpur skjálfti í Japan, engar fréttir af tjóni
Rafmagn fór af nokkur hundruð íbúðum í Tókýó, höfuðborg Japans, þegar jarðskjálfti, 6,1 að stærð, reið yfir á Honshu-eyju. Ferðir hraðlesta voru stöðvaðar um stund meðan verið var að kanna ástand járnbrautarspora.
07.10.2021 - 15:16
Minnst 20 látnir í snörpum jarðskjálfta í Pakistan
Talið er að um tuttugu séu látnir eftir að jarðskjálfti skók Balokistan hérað í sunnanverðu Pakistan í nótt. AFP fréttastofan hefur eftir yfirmanni almannavarna í héraðinu að hann óttist að fleiri eigi eftir að finnast látnir. Tugir eru slasaðir.
07.10.2021 - 00:48
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 á Keilissvæðinu
Stuttur en snarpur jarðskjálfti sem mælist af stærðinni 3,7 fannst mjög greinilega á Suðvesturhorninu og í Borgarnesi skömmu fyrir klukkan tvö. Um 700 skjálftar hafa mælst undanfarinn sólarhring.
Myndskeið
Einn lést í jarðskjálfta á Krít
Einn lést og að minnsta kosti ellefu slösuðust þegar snarpur jarðskjálfti reið yfir á grísku eyjunni Krít á Eyjahafi í morgun. Hann var fimm komma átta að stærð, að sögn jarðvísindastofnunarinnar í Aþenu.
27.09.2021 - 12:53
Jarðskjálfti við Filippseyjar
Jarðskjálfti af stærðinni 5,7 varð við stærstu eyju Filippseyja í nótt. Íbúar í höfuðborginni Manila vöknuðu við skjálftann, en engar fregnir hafa borist af slysum á fólki.
27.09.2021 - 06:09
Snarpur jarðskjálfti í Ástralíu
Jarðskjálfti af stærðinni 5,8 varð í suðaustanverðri Ástralíu þegar klukkan var rétt rúmlega níu á miðvikudagsmorgni þar í landi. Borgarbúar í Melbourne fundu vel fyrir skjálftanum og þustu skelkaðir út á götur borgarinnar, að sögn AFP fréttastofunnar.
22.09.2021 - 01:27
Bandaríkjamenn loka hluta landamæra vegna flóttamanna
Bandaríkjastjórn hefur lokað hluta landamæranna milli Texasríkis og Mexíkó svo bregðast megi við miklum straumi flóttafólks frá Haítí. Ætlunin er að hver og einn verði fluttur aftur þangað í næstu viku.
20.09.2021 - 01:50
Snarpur jarðskjálfti í Mexíkó
Í það minnsta einn er látinn af völdum jarðskjálfta í Mexíkó í nótt. Skjálftinn mældist 7,1 að stærð, og átti hann upptök sín um ellefu kílómetrum suðaustur af Acapulco í Guerrero-fylki.
08.09.2021 - 03:17
Endurreisn skólakerfis Haítí er kapphlaup við tímann
Stjórnvöld á Haítí keppast nú við að koma nemendum aftur að skólaborðinu eftir að harður jarðskjálfti reið yfir í síðasta mánuði. Allt kapp er lagt á að skólaárið fari ekki til spillis.
05.09.2021 - 03:24
Yfir 300 látin eftir jarðskjálftann á Haítí
304 hafa nú fundist látin eftir jarðskjálftann sem varð á Haítí um hádegisbil í gær. Skjálftinn mældist 7,2 að stærð og skilur eftir sig mikla eyðileggingu.
15.08.2021 - 01:57
Mikill jarðskjálfti undan ströndum Indónesíu
Jarðskjálfti af stærðinni 5,9 reið yfir undan austurströnd Indónesíu í nótt. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Jarðeðlisfræðistofnun Bandaríkjanna hefur hvorki verið gefin út flóðbylgjuviðvörun fyrir svæðið né borist tilkynningar um tjón af völdum skjálftans.
02.08.2021 - 06:41
Öll jörðin titraði eftir Alaska-skjálftann
Jarðskjálfti að stærð 8,2 reið yfir Alaska í morgun en það er stærsti skjálfti sem þar hefur mælst í meira en hálfa öld. Skjálftinn kom jarðeðlisfræðingum ekki á óvart en beðið hefur verið eftir að jörð skylfi þar á ný eftir langt hlé.
29.07.2021 - 17:12
Allt með kyrrum kjörum í Geldingadölum og Bárðarbungu
Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Geldingadölum í gær og nótt. Nú rýkur aðeins upp af gígnum og sérfræðingar veðurstofunnar bíða eftir hvað gosið geri næst. Bárðarbunga hefur einnig haft hægt um sig í nótt eftir jarðskjálfta í gærkvöldi.
Annar skjálfti í Bárðarbungu
Öflugur jarðskjálfti varð í Bárðarbungu í Norð-vestanverðum Vatnajökli klukkan 22:12 í kvöld. Þetta er annar stóri skjálftinn sem verður á þessum stað á rúmlega þremur klukkutímum.
27.07.2021 - 23:11
Jarðskjálfti að stærð 3,3 í Bárðarbungu
Jarðskjálfti að stærð 3,3 varð í Bárðarbungu nú rétt eftir klukkan sjö, nánar tiltekið klukkan 19:02. Síðan hafa komið nokkrir minni eftirskjálftar en sá stærsti af þeim mældist 2,2. Sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir skjálftana svipaða þeim sem urðu á sama svæði nú síðast í júní og þar á undan í maí.
27.07.2021 - 19:44
Mannskæður jarðskjálfti í Tadjsíkistan
Jarðskjálfti reið yfir Austur-Tadsjíkistan á laugardagsmorgun og kostaði að minnsta kosti fimm manns lífið, að sögn yfirvalda.
10.07.2021 - 09:04
Harður jarðskjálfti í Kína
Harður jarðskjálfti, 7,4 að stærð, reið yfir Qinghai-hérað í norðvesturhluta Kína nú undir kvöld. Snarpur eftirskjálfti fylgdi í kjölfarið. Fyrstu fregnir herma að tveir séu látnir.
21.05.2021 - 19:16
Jarðskjálfti 6,6 að stærð undan ströndum Súmötru
Jarðskjálfti, 6,6 að stærð, varð undan ströndum Súmötru í Indónesíu í morgun. Ekki hafa borist fregnir af eyðileggingu né manntjóni vegna skjálftans.
14.05.2021 - 08:11
Annar gikkskjálfti af stærðinni 3,2
Stuttu fyrir klukkan fjögur í dag varð skjálfti að stærð 3,2 sem átti upptök fjóra kílómetra norðan við Krýsuvík. Skjálfti af sömu stærð varð á sama svæði laust eftir klukkan þrjú í nótt.
03.05.2021 - 17:42
Jarðskjálfti 3,8 að stærð
Jarðskjálfti 3,8 að stærð varð skammt frá Eiturhóli nærri Nesjavöllum klukkan rúmlega hálf tólf í morgun og fannst víða á höfuðborgarsvæðinu, í Hveragerði, á Laugarvatni, á Akranesi og í Kjós. Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að virkni hafi verið þarna undanfarna daga innan Hengilssvæðisins. Þessi skjálfti komi í kjölfar smærri skjálfta.
29.04.2021 - 12:07
Fréttavaktin
Eldgosið í Geldingadölum í beinni útsendingu
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli um klukkan korter í níu föstudagskvöldið 19. mars 2021. Í fyrri hluta apríl opnuðust fleiri gossprungur. Engin hætta steðjar að byggð vegna gossins. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosinu. Hér sýnum við frá eldsumbrotunum í beinni útsendingu og segjum helstu tíðindi af þeim og tengdum atburðum.