Færslur: jarðskjálfti

Sjúkrahús hrundi í snörpum skjálfta í Indónesíu
Að minnsta kosti 34 eru látnir og tugir slasaðir eftir að harður jarðskjálfti skók Sulawesi í Indónesíu í nótt að staðartíma. Stórar byggingar hrundu í skjálftanum, þeirra á meðal sjúkrahús. AFP fréttastofan hefur eftir björgunarmanni að tugir sjúklinga og starfsmanna sitji fastur undir rústum sjúkrahússins.
15.01.2021 - 02:45
Jarðskjálftar úti fyrir Kolbeinsey
Jarðskjálfti 3,6 að stærð varð tæpa 76 kílómetra norður af Kolbeinsey laust eftir klukkan hálf níu í morgun. Eyjan er nyrsti punktur Íslands, um 74 kílómetra norðvestan við Grímsey.
04.01.2021 - 14:23
Manntjón í jarðskjálfta í Króatíu
Að minnsta kosti eitt barn lést og margir eru taldir hafa slasast þegar jarðskjálfti af stærðinni 6,4 reið yfir í Króatíu á tólfta tímanum morgun að íslenskum tíma. Upptökin voru nálægt bænum Petrinja, 46 kílómetra suðaustan við Zagreb, höfuðborg landsins.
29.12.2020 - 13:20
Fólk þusti út úr húsum eftir jarðskjálfta í Króatíu
Jarðskjálfti, 5,2 að stærð, varð í Króatíu í morgun en upptök hans eru rakin fimmtíu kílómetra suðaustur af höfuðborginni Zagreb. Hann fannst vel í borginni, en hann reið yfir rétt fyrir klukkan hálf sex að staðartíma.
28.12.2020 - 08:54
Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 utarlega á Reykjanesi
Jarðskjálfti sem talinn er vera af stærðinni 4,1 varð utarlega á Reykjanesi rétt eftir eftir klukkan 4:30 í nótt.
Skjálfti við Reykjanestá
Jarðskjálfti, 3,5 að stærð, varð norður af Reykjanestá skömmu eftir miðnætti. Upptök skjálftans voru á 6,8 kílómetra dýpi, um 4,7 kílómetra norður af Reykjanestá. Fjöldi smáskjálfta hefur fylgt í kjölfarið, sá stærsti 1,4 að stærð. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að skjálftans hafi orðið vart í byggð á skjálftasvæðinu. Engar sögur fara af tjóni.
10.12.2020 - 00:53
Skjálfti í Kötlu
Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð í austurhluta Kötluöskjunnar klukkan átta mínútur yfir ellefu í morgun.
22.11.2020 - 14:18
Macron segir Tyrki herskáa í garð bandamanna í NATÓ
Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir Tyrki undir forystu Receps Tayyip Erdogans herskáa í garð bandamanna sinna í Atlantshafsbandalaginu. Frakklandsforseti lét þessi orð falla í viðtali á Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni í dag.
Viðtal
Gripu það helsta og hlupu út á tánum
Theodór Elmar Bjarnason býr í Izmir í Tyrklandi ásamt konu sinni Pöttru Sriyanonge og syni þeirra Atlasi Aron. Theódór segir að jarðskjálftinn sem reið þar yfir í dag hafi verið óhugnalegur. Fjölskyldan býr á 21. hæð og segir að öll blokkin hafi dúað. Hún hefur nú flutt tímabundið til vina sem búa á jarðhæð til að geta stokkið auðveldlega út ef harðir eftirskjálftar fylgja þeim stóra.
30.10.2020 - 19:11
Enn mælast smáskjálftar á Reykjanesskaga
Jarðskjálfti 2,3 að stærð varð skömmu eftir miðnætti rúma fimm kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli.
Dregið hefur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Talsvert hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga, en þar varð skjálfti upp á 5,6 á þriðjudaginn. Frá miðnætti hafa mælst þar 38 jarðskjálftar. Þar af var einn yfir tveir að stærð, hann varð um klukkan hálf tvö síðustu nótt og mældist 2,2.
Minni skjálftavirkni - óvíst hvað það merkir
Talsvert hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga undanfarinn sólarhring, en þar varð jarðskjálfti 5,6 að stærð í fyrradag.  Um 100 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti, þar af sjö skjálftar af stærðinni 2 og stærri. Sigríður Magnea Óskarsdóttir jarðvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki hægt að segja til um hvort þetta merki að skjálftahrinunni sé að linna, eða hvort þetta sé fyrirboði annars stórs skjálfta. 
Enn skelfur jörð á Reykjanesskaga
Skjálftahrina er enn í gangi á Reykjanesskaga og varð skjálfti upp á 2,2 stig við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga um klukkan 20 mínútur yfir níu í gærkvöld. Um 2.000 eftirskjálftar hafa mælst síðan stór skjálfti, 5,6 að stærð, varð í fyrradag og , þar af um 30 yfir 3 að stærð.
Auðskilið mál
Skemmdir vegna stóra jarðskjálftans
Nokkrar skemmdir urðu á eignum fólks þegar stóri jarðskjálftinn varð á Reykjanesskaga í gær. Búist er við fleiri tilkynningum um tjón og skemmdir á næstunni.
21.10.2020 - 18:28
Búist við að skjálftinn hafi valdið tugmilljóna tjóni
Náttúruhamfaratryggingu Íslands hafa borist nokkrar tilkynningar vegna tjóna vegna jarðskjálfta upp á 5,6 sem varð á Reykjanesi í gær og gerir ráð fyrir tugmilljóna tjóni vegna hans. Um 1.700  eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu síðan skjálftinn varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær, þar af 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð.
Myndskeið
Skjálftinn ekki fyrirboði eldgoss
Ekkert bendir til þess að jarðskjálftinn í dag, sem mældist 5,6, sé forboði eldgoss, segir fagstjóri jarðvár á Veðurstofunni. Landris er hafið við Krýsuvík. Tvisvar á öld verða skjálftar á Reykjanesskaga af stærðinni sex. 
Myndskeið
Vörur köstuðust til og maður í górillubúningi hljóp um
Allt lék á reiðiskjálfi þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir skammt frá Krýsuvík á Reykjanesskaga eftir hádegi og fannst um allt land. Í verslun Krónunnar köstuðust vörur úr hillum. Grjót hrundi úr hlíðum skammt frá upptökunum og manni sem var að máta górillubúning í miðbæ Reykjavíkur brá töluvert.
Myndskeið
Töldu sig hafa siglt á hval – fundu skjálftann á sjónum
Skipverjar á Hraunsvík GK-075 frá Grindavík töldu sig hafa siglt á hval, kafbát eða aðra tryllu þegar jarðskjálftinn gekk yfir um miðjan dag. Mjög fágætt er að jarðskjálftar finnist á hafi úti en þeir voru á veiðislóð mjög nálægt upptökum skjálftans.
20.10.2020 - 18:25
Auðskilið mál
Stór jarðskjálfti á Reykjanesskaga fannst vel
Stór jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga klukkan 13.43 í dag. Skjálftinn var af stærðinni 5,6. Hann fannst mjög vel á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og víðar. Upptök skjálftans voru 6 kílómetra fyrir vestan Kleifarvatn og 14 kílómetra fyrir norðaustan Grindavík.
20.10.2020 - 17:27
Engin gosvirkni og skjálftavirknin að færast til
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofunnar, segir að eftirskjálftavirknin hafi verið að færast vestar eftir stóra skjálftann sem reið yfir á Reykjanesi í dag. Engin merki eru um gosóróa á svæðinu.
20.10.2020 - 16:33
Fólki brugðið við skjálftann
Fjölmargir hlustendur Rásar 2 hringdu inn í Poppland og lýstu upplifun sinni af jarðskjálftanum sem reið yfir um miðjan dag. fólk fann fyrir skjálftanum víða á vesturhluta landsins.
20.10.2020 - 15:58
Fólk við ýmis störf þegar jarðskjálftinn reið yfir
Flestir á höfuðborgarsvæðinu fundu fyrir stóra jarðskjálftanum á öðrum tímanum í dag sem talinn er hafa verið 5,6 að stærð. Myndbandsupptökur náðust af nokkrum þegar jarðskjálftinn reið yfir.
20.10.2020 - 15:32
„Ég hef aldrei upplifað neitt eins og þetta“
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að hann hafi aldrei fundið eins harðan skjálfta og þann sem reið yfir eftir hádegið í dag. Hann hefur ekki heyrt af skemmdum eða slysum á fólki.
Myndskeið
Katrín fann jarðskjálftann í beinni í miðju viðtali
„Guð minn góður þetta er jarðskjálfti,“ hrópaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra upp yfir sig í miðju viðtali í beinni útsendingu á Facebook síðu Washington Post þegar jarðskjálftinn reið yfir. Á myndskeiðinu sést vel að allt leikur í reiðiskjálfi á skrifstofu Katrínar.
20.10.2020 - 14:24
Myndskeið
„Sitjiði róleg bara, sitjiði róleg“
Þingfundi var frestað um stundarfjórðung í dag vegna stórs jarðskjálfta sem reið yfir núna á öðrum tímanum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var í miðri ræðu um stjórnarskrármálið þegar allt lék skyndilega á reiðiskjálfi og dreif sig þá úr ræðustól.
20.10.2020 - 14:13