Færslur: jarðskjálfti

Jarðskjálfti af stærðinni 3 fannst á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálfti um þrír að stærð varð rétt fyrir klukkan níu í kvöld.
„Rólegt í Kötlu þetta árið“
Jarðskjálfti 3,1 að stærð varð í nágrenni Goðabungu í Mýrdalsjökli klukkan 12:39 í dag.
03.09.2020 - 14:37
Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálfti þrír að stærð varð rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld rétt vestan við Kleifarvatn á Reykjanesskaga. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að hann hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu.
02.09.2020 - 23:54
Snarpur jarðskjálfti við Filippseyjar
Jarðskjálfti af stærðinni 6,7 varð við miðju Filippseyja í nótt. Að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar USGS voru upptök skjálftans um 68 kílómetrum suðaustur af eyjunni Masbate, og litlar líkur á mannskaða eða skemmdum á mannvirkjum. Skjálftar á svæðinu hafa hins vegar valdið annars konar hamförum, á borð við skriðuföll. 
18.08.2020 - 02:08
Vara við stórum jarðskjálfta í Nýju Delhi
Íbúar Nýju-Delhi, höfuðborgar Indlands, eru beðnir um að vera viðbúnir öflugum jarðskjálfta. Þetta kemur fram í opnuauglýsingu sem birt er í víðlesnustu dagblöðum landsins. Verði af skjálftanum kann líf hundraða þúsunda að vera í hættu.
30.07.2020 - 16:48
Enn er skjálftavirkni fyrir norðan
Skjálftavirkni hefur verið við mynni Eyjafjarðar frá því 19. júní. Skjálftar mælast enn á svæðinu. Í dag varð skjálfti af stærð 2,8 tuttugu kílómetra norður af Siglufirði og í gær urðu skjálftar af svipaðri stærð norðvestur af Grímsey og suður af Kolbeinsey. Í síðustu viku mældust um 600 skjálftar við mynni Eyjafjarðar. 
29.07.2020 - 22:46
Myndskeið
Sumir gátu ekki sofið - aðrir veltu sér á hina hliðina
Það reyndist mörgum íbúum Grindavíkur erfitt að festa svefn í nótt eftir snarpa skjálftann þar í gærkvöld. Sumir hugleiddu að flýja út í bíl - aðrir veltu sér á hina hliðina og lúrðu áfram.
Grindvíkingar vanir hristingi en hafa nú varann á sér
Frá því að jörð tók að skjálfa við Grindavík fyrr á árinu hafa íbúar varann á sér. Það segir Kristín María Birgisdóttir, kynningar og markaðsfulltrúi, sem búsett er í bænum í samtali við fréttastofu.
Yfir 80 eftirskjálftar
Yfir áttatíu eftirskjálftar hafa greinst við minni Eyjafjarðar eftir stóran skjálfta klukkan rétt rúmlega þrjú í nótt. Upphaflega var talið að skjálftinn hefði verið 4,7 að stærð en frekari rannsóknir leiddu í ljós að hann var 4,4. Skjálftinn varð tíu kílómetra norðnorðvestur af Gjögurtá við minni Eyjafjarðar.
19.07.2020 - 12:03
Jarðskjálfti 4,7 stig á Tjörnesbrotabeltinu
Jarðskjálfti sem mældist 4,7 stig mældist norð-norðvestur af Gjögurtá laust eftir klukkan þrjú í nótt.
Öflugur jarðskjálfti í Papúa Nýju Gíneu
Jarðskjálfti sem mældist 6,9 stig reið yfir austurhluta Papúa Nýju Gíneu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma.
17.07.2020 - 03:41
Stærsti skjálftinn var 3,6
Jarðskjálfti sem reið yfir í suðaustanverðri Bárðarbunguöskjunni rétt fyrir klukkan eitt í nótt var öllu stærri en fyrst var talið. Hann var metinn 3,2 í fyrstu en frekari útreikningar náttúruvársérfræðinga Veðurstofunnar leiddu í ljós að hann var 3,6 að stærð. Rúmlega klukkutíma áður var skjálfti 3,0 á svipuðum stað. Nokkrir smærri skjálftar voru frá því skömmu fyrir miðnætti þar til snemma í morgun.
14.07.2020 - 11:03
Sá stærsti í 11 daga
Jarðskjálftinn sem mældist á Tjörnesbrotabeltinu klukkan 17:41 í dag er sá stærsti þar undanfarna 11 daga. Þetta segir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Skjálftinn var 4,2 og voru upptök hans 12,9 km vest-norðvestur af Gjögurtá, á svipuðum slóðum og yfir 10.000 skjálftar hafa mælst síðan hrinan hófst 19. júní.
Jarðskjálfti við Grindavík af stærðinni 2,9
Skjálfti af stærðinni 2,9, varð þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík klukkan 20:36 í gærkvöldi.
06.07.2020 - 07:12
Enn skelfur jörð við Eyjafjörð
Jarðskjálftahrina við mynni Eyjafjarðar, sem hófst 19. júní, stendur enn. Frá upphafi hafa mælst þar yfir 9.000 skjálftar, frá miðnætti hafa mælst 50 skjálftar, allir eru þeir minni en 3 að stærð og engar tilkynningar hafa borist frá fólki um að þeir hafi fundist. Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að í gær hafi verið töluverð virkni. Óvissustig almannavarna, sem lýst var yfir á svæðinu 20. júní, er enn enn í gildi.
Skjálfti af stærðinni 2,9 mældist í nótt
Jarðskjálfti af stærðinni 2,9 mældist 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði klukkan rúmlega tvö í nótt. Samkvæmt óyfirförnum niðurstöðum Veðurstofunnar mældist annar af stærðinni 2 klukkan þrjú í nótt um 30 kílómetra vestur af Grímsey.
Skjálfti af stærðinni 4 í nótt
Skjálftahrina úti fyrir Norðurlandi heldur áfram. Í nótt varð skjálfti rétt fyrir klukkan fimm af stærðinni 4. Skjálftinn varð  33,4 kílómetra vestsuðvestur af Grímsey.
27.06.2020 - 10:31
350 skjálftar frá miðnætti og Grímsvötn enn í gjörgæslu
Um 350 skjálftar hafa mælst á jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands frá miðnætti. Stærsti skjálftinn var 3,2 og varð hann 30 kílómetra norðaustur af Siglufirði, á Tjörnesbrotabeltinu. Þar er virknin nú mest. Heldur hefur dregið úr virkni í Grímsvötnum en enn er fylgst grannt með þeim.
Tveir skjálftar með stuttu millibili uppá 4,2 og 3,5
Jarðskjálftahrina við mynni Eyjafjarðar stendur enn yfir. Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 varð rétt fyrir hádegi klukkan 11:51, 29 kílómetra norðaustur af Siglufirði. Annar skjálfti af stærðinni 3,5 varð svo klukkan 12:02 á svipuðum slóðum.
Öflugur jarðskjálfti í Mexíkó
Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Mexíkó, Hondúras, El Salvador, Gvatemala og víðar eftir að öflugur jarðskjálfti varð í dag í Oaxaca-ríki í Mexíkó, um tólf kílómetra frá bænum La Crucecita. Að sögn bandarísku jarðvísindastofnunarinnar var hann 7,4 að stærð. Hús léku á reiðiskjálfi í mið- og suðurhluta landsins.
23.06.2020 - 16:15
Jarðskjálftinn reyndist 5,8
Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 19:07 í kvöld reyndist 5,8 að stærð. Hann varð á öðrum stað en skjálftarnir hingað til. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir hann hafa verið talsvert kraftmeiri en skjálftana í gær. Þrjátíuföld orkulosun verður við hvert heilt stig í mælingum.
21.06.2020 - 23:04
Annar jarðskjálfti mældist 4,0
Jarðskjálfti sem varð klukkan kl. 12.51 mældist 4,0 um 20 km norðaustur af Siglufirði. Rétt fyrir hádegi var annar eftirskjálfti af stærð 4,0 á sömu slóðum. Tilkynningar hafa borist um að báðir skjálftarnir hafi fundist á Siglufirði og til Akureyrar.
21.06.2020 - 13:19
Hafa áhyggjur af göngufólki á Norðurlandi
„Við vitum að það er mikið af ferðafólki og gönguhópum á Tröllaskaga,“ segir Jón Kristinn Helgason, sérfræðingur á sviði skriðufalla og hættumats hjá Veðurstofu Íslands. Margar tilkynningar bárust Veðurstofunni í gærkvöldi eftir skjálftann um grjóthrun og skriður nyrst á skaganum.
21.06.2020 - 13:00
Líkur á að stærri skjálftar fylgi í kjölfarið
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir fulla ástæðu til að gera sérstakar ráðstafanir vegna skjálftans. Skjálftinn í kvöld var líklega 5,6 að stærð, heldur stærri en sá sem varð klukkan 15:55 í dag.
20.06.2020 - 22:23
Myndskeið
Grjót hrundi úr hlíðum á Tröllaskaga
Grjóthrun varð víða í kjölfar jarðskjálftahrinu sem varð um hálf átta í kvöld. Almannavarnir og lögregla biðla til fólks að sýna aðgát í grennd við brattar hlíðar. Eins geti óstöðugar brúnir við sjávarhamra losnað.
20.06.2020 - 21:48