Færslur: jarðskjálfti

Jarðskjálfti 3 að stærð við Svartsengi
Jarðskjálfti þrír að stærð mældist klukkan rúmlega hálf tólf í morgun tæpa fimm kílómetra norð-norðaustur af Grindavík. Þetta er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga frá miðnætti.
Hætta á grjóthruni á Reykjanesskaga vegna skjálftahrinu
Jarðskjálfti, 4,1 að stærð á 5 kílómetra dýpi, varð klukkan rúmlega fimmtán mínútur yfir tvö í dag rétt vestan við Eldvörp, sem eru vestan við Bláa lónið og Svartsengi. Þar hófst jarðskjálftahrina um klukkan hálf tólf í morgun og hafa hátt í tvö hundruð skjálftar mælst síðan, en ekki eru neinar vísbendingar um gosóróa á svæðinu.
Tveir skjálftar yfir þremur að stærð í hádeginu
Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga. Tveir skjálftar yfir þremur að stærð riðu yfir á rúmum hálftíma.
15.05.2022 - 14:03
Jarðskjálfti 4,8 að stærð varð nærri Þrengslum
Snarpur skjálfti varð rétt í þessu sem fannst vel á suðvesturhorni landsins. Veðurstofan hefur yfirfarið mælingar og telja þau skjálftann hafa verið 4,8 að stær. Upptök hans voru 0,6 kílómetra norðaustur af Þrengslum. Samkvæmt náttúruvársérfræðingi má búast við eftirskjálftum.
14.05.2022 - 17:01
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 út af Reykjanestá
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist laust eftir klukkan hálf þrjú í nótt um sjö kílómetra norður af Reykjanestá. Skjálftinn fannst á svæðinu, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.
Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 í Kyrrahafi
Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 varð í nótt í Bismarck-hafi um það bil 200 kílómetra norðaustan við strandir Papúa Nýju-Gíneu í Kyrrahafi. Samkvæmt bráðabirgðamati Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna er lítil hætta á að manntjón eða skemmdir hafi orðið af völdum skjálftans.
Jarðskjálfti 3,3 að stærð við Kleifarvatn
Jarðskjálfti 3,3 að stærð varð við Kleifarvatn klukkan 10:46. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu, segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.
07.05.2022 - 11:19
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 við Krýsuvík
Nokkuð snarpur jarðskjálfti reið yfir rétt eftir miðnætti og fannst víða á suðvesturhorni landsins. Náttúruvársérfræðingar hafa nú yfirfarið mælingar og mældist skjálftinn 3,4 að stærð. Upptök hans voru tæpa sjö kílómetra norðaustur af Krýsuvík á 7 kílómetra dýpi, á sömu slóðum varð annar minni skjálfti varð aðeins tæpum hálftíma fyrr.
05.05.2022 - 00:06
Jarðskjálfti og eftirskjálftar nærri Grindavík
Jarðskjálfti að stærðinni 3,2 mældist aðeins 2,5 kílómetra norður af Grindavík á sjötta tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst í byggð og hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt í kjölfarið.
14.02.2022 - 20:59
Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 á Hellisheiði
Tíu mínútum fyrir miðnætti varð jarðskjálfti af stærðinni 3,15 á Hellisheiði. Tilkynningar um skjálftann hafa borist frá höfuðborgarsvæðinu, Hveragerði og Ölfusi.
Stór jarðskjálfti undan ströndum Japans í kvöld
Jarðskjálfti, sem Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna mælir af stærðinni 5,7, varð undan ströndum Ogasawara-eyja í Japan í kvöld. Japanska veðurstofan segir að skjálftinn hafi verið af stærðinni 6,3.
04.01.2022 - 00:10
Tveir snarpir jarðskjálftar og skýr aflögunarmerki
Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga en nú um klukkan hálf fjögur mældust tveir skjálftar, af stærðinni 3,9 og 3,6 um 4 km norður af Krýsuvík. Um 3000 jarðskjálftar hafa mælst dag hvern á svæðinu frá því að hrinan hófst síðdegis 21. desember.
Harður skjálfti við Indónesíu
Harður jarðskjálfti, 7.3 að stærð, varð undan ströndum Indónesíu í morgun. Upptök skjálftans voru um 90 kílómetra norður af borginni Maumere á eyjunni Flores. Yfirvöld á Indónesíu gáfu út flóðbylgjuviðvörun á Indónesíu og víðar í Kyrrahafinu vegna skjálftans, en hún hefur verið afturkölluð. Ekki var talin hætta á flóðbylgju á vesturströnd Bandaríkjanna.
14.12.2021 - 06:34
Sjónvarpsfrétt
Tíu slasaðir eftir öflugan jarðskjálfta í Perú
Að minnsta kosti tíu manns slösuðust þegar jarðskjálfti að stærðinni 7,5 reið yfir norðurhluta Perú í morgun. Upptök skjálftans voru í Amazon-héraðinu, skammt frá landamærunum að Ekvador, en hann fannst víða, meðal annars í höfuðborginni Líma.
28.11.2021 - 21:24
Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 við Vatnafjöll
Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð þegar klukkan var rúmlega stundarfjórðung gengin í fjögur í nótt við Vatnafjöll á sömu slóðum og skjálfti af stærðinni 5,2 varð 11. nóvember síðastliðinn.
26.11.2021 - 04:07
„Dæmigerður Suðurlandsskjálfti og ótengdur Heklu“
Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að skjálftinn sem varð í Vatnafjöllum um hálf tvö í dag sé dæmigerður Suðurlandsskjálfti og alls ótengdur Heklu. Hann hafi verið í austurenda skjálftabeltis Suðurlands, ekki á ósvipuðum slóðum og skjálfti sem varð árið 1987 og var af stærðinni 6
11.11.2021 - 14:06
Sterkur jarðskjálfti í Taívan
Sterkur jarðskjálfti skók norðaustanvert Taívan í morgun. Samkvæmt veðurstofu Taívans mældist skjálftinn 6,5 að stærð og varði hann að sögn fréttamanns AFP á vettvangi í um tíu sekúndur. Íbúar Taipei fundu vel fyrir skjálftanum, en engar fregnir hafa borist af slysum á fólki enn sem komið er.
24.10.2021 - 06:23
Annar snarpur skjálfti á Krít
Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 reið yfir grísku eyna Krít í Eyjahafi laust fyrir klukkan hálf tíu í morgun að íslenskum tíma. Upptökin voru á 8,2 kílómetra dýpi, á óbyggðu svæði suðaustur af bænum Irepetra á austurhluta eyjarinnar.
12.10.2021 - 10:54
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 nærri Keili
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist nærri Keili á Reykjanesskaga á tíunda tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst í Hafnarfirði. Um vika er síðan síðast mældist skjálfti yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga.
Skjálfti við Öskju gæti tengst kvikuinnskoti
Skjálfti af stærðinni þrír mældist sjö km norðvestur af Öskju, þar sem töluvert landris hefur mælst síðustu vikur. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur líklegt að skjálftavirknin tengist kvikuinnskoti á þriggja kílómetra dýpi sem sé að færa sig nær yfirborðinu og valdi landrisi og skjálftum.
Snarpur skjálfti í Japan, engar fréttir af tjóni
Rafmagn fór af nokkur hundruð íbúðum í Tókýó, höfuðborg Japans, þegar jarðskjálfti, 6,1 að stærð, reið yfir á Honshu-eyju. Ferðir hraðlesta voru stöðvaðar um stund meðan verið var að kanna ástand járnbrautarspora.
07.10.2021 - 15:16
Minnst 20 látnir í snörpum jarðskjálfta í Pakistan
Talið er að um tuttugu séu látnir eftir að jarðskjálfti skók Balokistan hérað í sunnanverðu Pakistan í nótt. AFP fréttastofan hefur eftir yfirmanni almannavarna í héraðinu að hann óttist að fleiri eigi eftir að finnast látnir. Tugir eru slasaðir.
07.10.2021 - 00:48
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 á Keilissvæðinu
Stuttur en snarpur jarðskjálfti sem mælist af stærðinni 3,7 fannst mjög greinilega á Suðvesturhorninu og í Borgarnesi skömmu fyrir klukkan tvö. Um 700 skjálftar hafa mælst undanfarinn sólarhring.
Myndskeið
Einn lést í jarðskjálfta á Krít
Einn lést og að minnsta kosti ellefu slösuðust þegar snarpur jarðskjálfti reið yfir á grísku eyjunni Krít á Eyjahafi í morgun. Hann var fimm komma átta að stærð, að sögn jarðvísindastofnunarinnar í Aþenu.
27.09.2021 - 12:53
Jarðskjálfti við Filippseyjar
Jarðskjálfti af stærðinni 5,7 varð við stærstu eyju Filippseyja í nótt. Íbúar í höfuðborginni Manila vöknuðu við skjálftann, en engar fregnir hafa borist af slysum á fólki.
27.09.2021 - 06:09