Færslur: jarðskjálfti

Fréttavaktin
Eldgosið í Geldingadölum í beinni útsendingu
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli um klukkan korter í níu föstudagskvöldið 19. mars 2021. Í fyrri hluta apríl hafa fleiri gossprungur opnast. Engin hætta steðjar að byggð vegna gossins. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosinu. Hér sýnum við frá eldsumbrotunum í beinni útsendingu og segjum helstu tíðindi af þeim og tengdum atburðum.
Skjálftakvíði vegna aðstæðna sem maður ræður ekki við
Níu skjálftar, 3 til 4,2 að stærð, hafa skekið suðvesturhornið síðan í hádeginu í dag, mánudag. Sá stærsti var klukkan rúmlega tvö. Allir fundust þeir vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Yfir 80 skjálftar, þrír eða stærri, hafa mælst á svæðinu síðustu tvo sólarhringa og hrinan sem hófst í síðustu viku er enn í gangi. Doktor í áfallasálfræði segir eðlilegt að finna fyrir alls konar tilfinningum í svona ástandi, sérstaklega hjá þeim sem eru í erfiðum aðstæðum fyrir.
Mannvirki landsins eru hönnuð fyrir svona skjálfta
Hátt í 20 skjálftar yfir þremur að stærð, hafa orðið á Suðurnesjum síðan á miðnætti 1. mars og til hádegis. Sá stærsti var 4,9, um klukkan hálf tvö í nótt. Þetta er meiri virkni heldur en á sama tíma í gær. Landspítalinn hefur ekki frestað neinum aðgerðum vegna skjálftanna og verður það líklega ekki gert. Víðir Reynisson segir alla innviði hannaða með svona virkni í huga og mannvirki líka.
Skjálfti við Keili 4,9 að stærð
Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesskaga og jarðskjálfti 4,9 að stærð varð um 3 kílómetra suðvestur af Keili í kvöld klukkan 22:38. Það er stærsti skjálftinn í hrinunni í dag. Um klukkan átta í kvöld var skjálfti 4,6 að stærð.
„Við vorum fyrst frosin svo fóru allir undir borð“
Elstu börnin í leikskólanum Fífuborg í Reykjavík vissu upp á hár hvernig þau ættu að bregðast við þegar jörð tók að skjálfa í morgun. Þau höfðu nýlokið árlegri jarðskjálftaæfingu. Þau voru ekki vitund hrædd. Sumir héldu fyrst að þetta væri vörubíll eða þvottavél.
24.02.2021 - 18:14
Myndskeið
Skjálfandi Krakkafréttir
Mikael Emil Kaaber, fréttamaður Krakkafrétta, er einn þeirra sem fann vel fyrir skjálftahrinunni í morgun. Hann var við upptökur á Krakkafréttum í Efstaleiti.
„Eins og að sitja á öldu“
„Þetta var eins og að sitja á öldu, ég sat hérna í hægindastól og þetta var bara svona þægileg alda,“ segir Svanur Fannberg Gunnarsson, eigandi Litlu kaffistofunnar, um fyrsta stóra skjálftann í skjálftahrinunni á Reykjanesskaga í morgun. Hann hefur ekki orðið var við neitt tjón og segir að ekkert hafi dottið úr hillum.
Snarpur jarðskjálfti í Vanúatú
Snarpur jarðskjálfti af stærðinni 6,2 skók Port Vila, höfuðborg Kyrrahafseyríkisins Vanúatú, í morgun. Yfirvöld segja upptök skjálftans hafa orðið um 90 kílómetrum vestur af borginni á aðeins tíu kílómetra dýpi.
16.02.2021 - 06:12
Harður skjálfti við Japansstrendur
Harður jarðskjálfti af stærðinni 7,3 mældist undan austurströnd Japans í dag, á svipuðum slóðum og skjálftinn sem olli miklu tjóni fyrir tæpum tíu árum. Skjálftinn fannst vel í Tókýó, en engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út. Japanskir fjölmiðlar hafa eftir forsætisráðherranum Yoshihide Suga að engar tilkynningar hafi borist um alvarleg slys.
13.02.2021 - 23:44
Sjúkrahús hrundi í snörpum skjálfta í Indónesíu
Að minnsta kosti 34 eru látnir og tugir slasaðir eftir að harður jarðskjálfti skók Sulawesi í Indónesíu í nótt að staðartíma. Stórar byggingar hrundu í skjálftanum, þeirra á meðal sjúkrahús. AFP fréttastofan hefur eftir björgunarmanni að tugir sjúklinga og starfsmanna sitji fastur undir rústum sjúkrahússins.
15.01.2021 - 02:45
Jarðskjálftar úti fyrir Kolbeinsey
Jarðskjálfti 3,6 að stærð varð tæpa 76 kílómetra norður af Kolbeinsey laust eftir klukkan hálf níu í morgun. Eyjan er nyrsti punktur Íslands, um 74 kílómetra norðvestan við Grímsey.
04.01.2021 - 14:23
Manntjón í jarðskjálfta í Króatíu
Að minnsta kosti eitt barn lést og margir eru taldir hafa slasast þegar jarðskjálfti af stærðinni 6,4 reið yfir í Króatíu á tólfta tímanum morgun að íslenskum tíma. Upptökin voru nálægt bænum Petrinja, 46 kílómetra suðaustan við Zagreb, höfuðborg landsins.
29.12.2020 - 13:20
Fólk þusti út úr húsum eftir jarðskjálfta í Króatíu
Jarðskjálfti, 5,2 að stærð, varð í Króatíu í morgun en upptök hans eru rakin fimmtíu kílómetra suðaustur af höfuðborginni Zagreb. Hann fannst vel í borginni, en hann reið yfir rétt fyrir klukkan hálf sex að staðartíma.
28.12.2020 - 08:54
Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 utarlega á Reykjanesi
Jarðskjálfti sem talinn er vera af stærðinni 4,1 varð utarlega á Reykjanesi rétt eftir eftir klukkan 4:30 í nótt.
Skjálfti við Reykjanestá
Jarðskjálfti, 3,5 að stærð, varð norður af Reykjanestá skömmu eftir miðnætti. Upptök skjálftans voru á 6,8 kílómetra dýpi, um 4,7 kílómetra norður af Reykjanestá. Fjöldi smáskjálfta hefur fylgt í kjölfarið, sá stærsti 1,4 að stærð. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að skjálftans hafi orðið vart í byggð á skjálftasvæðinu. Engar sögur fara af tjóni.
10.12.2020 - 00:53
Skjálfti í Kötlu
Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð í austurhluta Kötluöskjunnar klukkan átta mínútur yfir ellefu í morgun.
22.11.2020 - 14:18
Macron segir Tyrki herskáa í garð bandamanna í NATÓ
Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir Tyrki undir forystu Receps Tayyip Erdogans herskáa í garð bandamanna sinna í Atlantshafsbandalaginu. Frakklandsforseti lét þessi orð falla í viðtali á Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni í dag.
Viðtal
Gripu það helsta og hlupu út á tánum
Theodór Elmar Bjarnason býr í Izmir í Tyrklandi ásamt konu sinni Pöttru Sriyanonge og syni þeirra Atlasi Aron. Theódór segir að jarðskjálftinn sem reið þar yfir í dag hafi verið óhugnalegur. Fjölskyldan býr á 21. hæð og segir að öll blokkin hafi dúað. Hún hefur nú flutt tímabundið til vina sem búa á jarðhæð til að geta stokkið auðveldlega út ef harðir eftirskjálftar fylgja þeim stóra.
30.10.2020 - 19:11
Enn mælast smáskjálftar á Reykjanesskaga
Jarðskjálfti 2,3 að stærð varð skömmu eftir miðnætti rúma fimm kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli.
Dregið hefur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Talsvert hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga, en þar varð skjálfti upp á 5,6 á þriðjudaginn. Frá miðnætti hafa mælst þar 38 jarðskjálftar. Þar af var einn yfir tveir að stærð, hann varð um klukkan hálf tvö síðustu nótt og mældist 2,2.
Minni skjálftavirkni - óvíst hvað það merkir
Talsvert hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga undanfarinn sólarhring, en þar varð jarðskjálfti 5,6 að stærð í fyrradag.  Um 100 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti, þar af sjö skjálftar af stærðinni 2 og stærri. Sigríður Magnea Óskarsdóttir jarðvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki hægt að segja til um hvort þetta merki að skjálftahrinunni sé að linna, eða hvort þetta sé fyrirboði annars stórs skjálfta. 
Enn skelfur jörð á Reykjanesskaga
Skjálftahrina er enn í gangi á Reykjanesskaga og varð skjálfti upp á 2,2 stig við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga um klukkan 20 mínútur yfir níu í gærkvöld. Um 2.000 eftirskjálftar hafa mælst síðan stór skjálfti, 5,6 að stærð, varð í fyrradag og , þar af um 30 yfir 3 að stærð.
Auðskilið mál
Skemmdir vegna stóra jarðskjálftans
Nokkrar skemmdir urðu á eignum fólks þegar stóri jarðskjálftinn varð á Reykjanesskaga í gær. Búist er við fleiri tilkynningum um tjón og skemmdir á næstunni.
21.10.2020 - 18:28
Búist við að skjálftinn hafi valdið tugmilljóna tjóni
Náttúruhamfaratryggingu Íslands hafa borist nokkrar tilkynningar vegna tjóna vegna jarðskjálfta upp á 5,6 sem varð á Reykjanesi í gær og gerir ráð fyrir tugmilljóna tjóni vegna hans. Um 1.700  eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu síðan skjálftinn varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær, þar af 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð.
Myndskeið
Skjálftinn ekki fyrirboði eldgoss
Ekkert bendir til þess að jarðskjálftinn í dag, sem mældist 5,6, sé forboði eldgoss, segir fagstjóri jarðvár á Veðurstofunni. Landris er hafið við Krýsuvík. Tvisvar á öld verða skjálftar á Reykjanesskaga af stærðinni sex.