Færslur: Jarðskjálftar á Reykjanesskaga

Sjónvarpsfrétt
Höggin stundum eins og að lenda í brotsjó
Skjólstæðingar á meðferðarheimilið Krýsuvík urðu sumir skelfingu lostnir í stærstu skjálftunum í gærkvöldi og nótt. Sprungur mynduðust á veggjum og hlutir hrundu af hillum. Forstöðumaðurinn segir að allt sé klárt til rýmingar, fari allt á versta veg.
Gifsplötur hrundu úr lofti Smáralindar
Gifsplötur og flísar í lofti Vetrargarðs verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar í Kópavogi féllu tugi metra niður á gólf, þegar þriðji öflugi jarðskjálftinn í kvöld reið yfir, um klukkan hálf tólf.
Sjónvarpsfrétt
Kvikuinnskot orsök sjálftahrinunnar
Mikil skjálftavirkni mælist enn á Reykjanesskaga eftir að kröftug hrina hófst þar um hádegi á laugardag, norðaustan við Fagradalsfjall. Upptök skjálftanna eru nokkrum kílómetrum frá Grindavík, þar sem víða hefur orðið nokkuð tjón. Prófessor í jarðeðlisfræði segir að kvikuinnskot sé helsti orsakavaldur skjálftahrinunnar.
Alls 30 skjálftar í jarðskjálftahrinu í morgun
Alls voru um þrjátíu jarðskjálftar í skjálftahrinu í morgun norðaustur af Reykjanestá. Hrinan byrjaði rétt fyrir klukkan átta í morgun. Tveir skjálftar í hrinunni mældust yfir þrír að stærð og fannst annar þeirra í byggð.
Skjálfti af stærðinni 3,9 við Grindavík
Jörð hefur skolfið á Reykjanesskaga í gærkvöld og nótt. Mest er skjálftavirknin skammt norður og norð-norðvestur af Grindavík þar sem skjálfti af stærðinni 3,9 reið yfir laust eftir klukkan eitt í nótt. Um 100 eftirskjálftar fylgdu í kjölfar hans, segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar, þeir stærstu 2,9, 2,8 og 2,7 að stærð. Þeir riðu allir yfir áður en hálftími var liðinn frá þeim stærsta.
Skjálfti suðvestur af Fagradalsfjalli í morgun
Jarðskjálfti sem mældist 3,0 að stærð varð á Reykjanesskaga laust eftir klukkan fimm í morgun. Upptök skjálftans voru á 5,5 kílómetra dýpi, 4,2 kílómetra suð-suðvestur af Fagradalsfjalli. Annar skjálfti, 2,0 að stærð samkvæmt óyfirförnum mælingum, varð um 4,3 kílómetra austur af Keili laust fyrir hálf sex.
Á fjórða hundrað jarðskjálftar frá miðnætti
Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga og á fjórða hundruð skjálftar hafa þar mælst frá miðnætti. Skjálftarnir koma í kviðum, sá stærsti var 3,3 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir von á nýjum gögnum um stöðu mála.
Sjónvarpsfrétt
Almannavarnir draga upp sviðsmyndir
Varnargarðar verða reistir til að verja byggð í Grindavík, Bláa lónið og orkuverið í Svartsengi, verði eldgos á svæðinu og Almannavarnir draga nú upp ýmsar sviðsmyndir af atburðarásinni sem gæti farið af stað.
5400 skjálftar á Reykjanesskaga
Nokkuð stöðug skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga síðustu viku. Virkni er við Þorbjörn, austan Sýlingarfells sem er norðan Grindavíkur, við Kleifarvatn og við Sandfellshæð sem er mitt á milli Reykjanestáar og Bláa lónsins. Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að ekkert bendi þó til þess að kvika sé að fara að leita upp á yfirborðið. Það sem af er ári hafa verið 5400 skjálftar á Reykjanesskaga.
Jarðskjálfti skók tökur á Krakkafréttum
Fyrrum krakkafréttamaðurinn Mikael Emil Kaaber stal senunni í Krakkafréttaannál ársins 2021 þegar hann kynnti inn atriði þáttarins á forláta líkamsræktartæki sem hristist og skalf. Mikael er vanur að taka upp Krakkafréttir í skjálfandi myndveri því hann var í miðjum tökum í febrúar þegar stór jarðskjálfti reið yfir á Reykjanesskaga.
Heyrði drunur áður en skjálftinn kom
Skjálftarnir síðustu daga finnast víða á suðvesturhorni landsins, þar á meðal í Vogum, þar sem glös hristust þegar jólahaldið stóð sem hæst í gær. Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar í Vogum, segir þetta minna á skjálftahrinuna í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall.
25.12.2021 - 15:22
Hátt í fimm þúsund skjálftar síðan hrinan hófst
Í kringum fimm þúsund skjálftar hafa mælst síðan jarðskjálftahrinan við Fagradalsfjall hófst síðdegis á þriðjudaginn. Jarðskjálfti af stærðinni 4,0 varð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga laust fyrir klukkan fimm í nótt og fannst greinilega á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Þetta er fimmti skjálftinn yfir fjórum að stærð sem mælst hefur í þessari hrinu.
Viðtal
Skjálftar bæði á Reykjanesskaga og nærri Heklu
Þrír jarðskjálftar þrír að stærð og stærri hafa orðið á Reykjanesskaga síðan í gærkvöld. Sá fyrsti var í grennd við Grindavík en hinir tveir suðvestur af Þrengslunum. Þar hefur mælst talsverð virkni síðan.
Um 150 skjálftar á Suðurlandi og einn stór við Keili
Á annað hundrað skjálftar mældust sunnan við Vatnafjöll í nótt, í grennd við Heklu. Sá stærsti var 2,7, en í gær varð þar skjálfti af stærðinni 5,2. Böðvar Sveinsson náttúrvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að vel sé fylgst með svæðinu. Skjálfti yfir 3 að stærð mældist við Keili í nótt.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 nærri Keili
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist nærri Keili á Reykjanesskaga á tíunda tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst í Hafnarfirði. Um vika er síðan síðast mældist skjálfti yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga.
Vara við ferðum í grennd við Keili
Engin merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið við Keili þar sem jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á mánudag. Íbúar á suðvesturhorninu er hvattir til að huga að innanstokksmunum og varað er við að vera á ferli í grennd við fjallið.
Snarpur skjálfti við Keili - nýtt skeið hafið
Enn er mikil skjálftavirkni suðvestan við Keili. Snarpur jarðskjálfti varð rétt fyrir klukkan tvö en hann fannst vel víða á suðvesturhorninu. Hann mældist 3,5 en stærsti skjálfti hrinunnar varð í nótt, 3,7. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að það geti þýtt að gos sé að koma upp á nýjum stað, en líka gæti verið að þetta táknaði lok gossins. Hann segir að nýr þáttur sé hafinn í sögunni á Reykjanesskaga. Vísindaráð Almannavarna fundar nú um stöðuna.
Skjálftavirkni eykst á Reykjanesi og Vísindaráð fundar
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 fannst á höfuðborgarsvæðinu og upp í Borgarnes rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Uppruni skjálftans er milli Keilis og Litla Hrúts á Reykjanesi. Skjálftavirkni eykst á svæðinu en engin merki eru um óróa. Vísindaráð Almannavarna kemur saman síðdegis í dag þar sem farið verður yfir stöðuna á Reykjanesi og við Öskju.
Jarðskjálfti 3,5 að stærð við Keili
Jarðskjálfti, 3,5 að stærð, varð klukkan 11:05 í dag, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar. Skjálftahrina hófst við Keili á mánudag og í gær voru skjálftarnir yfir 100 og tugir hafa komið frá miðnætti. Skjálftinn fannst vel í Útvarpshúsinu í Efstaleiti og tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að hann hafi fundist víða um höfuðborgarsvæðið. 
Sérfræðingar rýna í jarðskjálfta á Þrengslasvæðinu
Sérfræðingar rýna nú í tvo nokkuð stóra jarðskjálfta sem urðu við Þrengslin síðastliðna nótt að sögn Böðvars Sveinsonar náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni. Tveir skjálftar af stærðum 2,6 og 2,9 riðu þar yfir síðastliðna nótt.
Fréttaskýring
Veðrið og jarðskorpan hjálpa íslenskum húsum
Í nokkrum vel völdum kjöllurum í Grindavík hefur verkfræðingur komið fyrir jarðskjálftamælum. Þeir sýna nákvæmlega hversu miklir kraftar skekja húsin í stórum skjálftum. Ótal smáskjálftar yfir lengri tíma eru ekki taldir geta valdið tjóni á húsum eða lögnum. Sviðsmyndir almannavarna gera enn ráð fyrir því að skjálfti upp á allt að 6,5 geti orðið í Brennisteinsfjöllum. Íslensk hús standast vel jarðskjálfta, þó að þau hafi ekki öll verið byggð í samræmi við nýjustu staðla.
Fólki ráðið frá stikuðu leiðinni vegna mengunar
Nóttin var nokkuð róleg við gosstöðvarnar í Geldingadölum að sögn Guðmundar Eyjólfssonar, vettvangsstjóra Lögreglunnar á Suðurnesjum í Grindavík. Nú í morgunsárið er fólk þó byrjað að arka af stað í átt að eldstöðvunum, en vindáttin snýr þannig að gosmökkurinn er yfir stikuðu leiðinni.
Mikil hálka á gönguleið að Geldingadölum
Mikil hálka er nú á gönguleiðinni að gosstöðvunum í Geldingadölum og á fólk talsvert erfitt með að fóta sig. Sérstaklega er hált í einni brekku á leiðinni, og þeir sem eru á leið til eða frá stöðvunum því beðnir um að fara sérstaklega varlega. Að sögn Guðmundar Eyjólfssonar, vettvangsstjóra Lögreglunnar á Suðurnesjum í Grindavík, er mat björgunarsveitarfólks við gosstöðvarnar að þar séu nú um 300 manns.
Myndskeið
Magnaðar drónamyndir frá því í nótt
Magnaðar drónamyndir náðust af hraunrennslinu í nótt. Sigurður Þór Helgason, eigandi  DJI Reykjavík tók þær.
Myndskeið
Magnaðar kvikmyndir af gosinu
Kristinn Þeyr Magnússon, kvikmyndatökumaður RÚV, tók þessar mögnuðu myndir af eldgosinu í Geldingadölum á föstudagskvöld. Þær voru sýndar í beinni útsendingu í sjónvarpinu.