Færslur: Jarðskjálftar á Reykjanesskaga

Á fjórða hundrað jarðskjálftar frá miðnætti
Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga og á fjórða hundruð skjálftar hafa þar mælst frá miðnætti. Skjálftarnir koma í kviðum, sá stærsti var 3,3 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir von á nýjum gögnum um stöðu mála.
Sjónvarpsfrétt
Almannavarnir draga upp sviðsmyndir
Varnargarðar verða reistir til að verja byggð í Grindavík, Bláa lónið og orkuverið í Svartsengi, verði eldgos á svæðinu og Almannavarnir draga nú upp ýmsar sviðsmyndir af atburðarásinni sem gæti farið af stað.
5400 skjálftar á Reykjanesskaga
Nokkuð stöðug skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga síðustu viku. Virkni er við Þorbjörn, austan Sýlingarfells sem er norðan Grindavíkur, við Kleifarvatn og við Sandfellshæð sem er mitt á milli Reykjanestáar og Bláa lónsins. Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að ekkert bendi þó til þess að kvika sé að fara að leita upp á yfirborðið. Það sem af er ári hafa verið 5400 skjálftar á Reykjanesskaga.
Jarðskjálfti skók tökur á Krakkafréttum
Fyrrum krakkafréttamaðurinn Mikael Emil Kaaber stal senunni í Krakkafréttaannál ársins 2021 þegar hann kynnti inn atriði þáttarins á forláta líkamsræktartæki sem hristist og skalf. Mikael er vanur að taka upp Krakkafréttir í skjálfandi myndveri því hann var í miðjum tökum í febrúar þegar stór jarðskjálfti reið yfir á Reykjanesskaga.
Heyrði drunur áður en skjálftinn kom
Skjálftarnir síðustu daga finnast víða á suðvesturhorni landsins, þar á meðal í Vogum, þar sem glös hristust þegar jólahaldið stóð sem hæst í gær. Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar í Vogum, segir þetta minna á skjálftahrinuna í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall.
25.12.2021 - 15:22
Hátt í fimm þúsund skjálftar síðan hrinan hófst
Í kringum fimm þúsund skjálftar hafa mælst síðan jarðskjálftahrinan við Fagradalsfjall hófst síðdegis á þriðjudaginn. Jarðskjálfti af stærðinni 4,0 varð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga laust fyrir klukkan fimm í nótt og fannst greinilega á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Þetta er fimmti skjálftinn yfir fjórum að stærð sem mælst hefur í þessari hrinu.
Viðtal
Skjálftar bæði á Reykjanesskaga og nærri Heklu
Þrír jarðskjálftar þrír að stærð og stærri hafa orðið á Reykjanesskaga síðan í gærkvöld. Sá fyrsti var í grennd við Grindavík en hinir tveir suðvestur af Þrengslunum. Þar hefur mælst talsverð virkni síðan.
Um 150 skjálftar á Suðurlandi og einn stór við Keili
Á annað hundrað skjálftar mældust sunnan við Vatnafjöll í nótt, í grennd við Heklu. Sá stærsti var 2,7, en í gær varð þar skjálfti af stærðinni 5,2. Böðvar Sveinsson náttúrvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að vel sé fylgst með svæðinu. Skjálfti yfir 3 að stærð mældist við Keili í nótt.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 nærri Keili
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist nærri Keili á Reykjanesskaga á tíunda tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst í Hafnarfirði. Um vika er síðan síðast mældist skjálfti yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga.
Vara við ferðum í grennd við Keili
Engin merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið við Keili þar sem jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á mánudag. Íbúar á suðvesturhorninu er hvattir til að huga að innanstokksmunum og varað er við að vera á ferli í grennd við fjallið.
Snarpur skjálfti við Keili - nýtt skeið hafið
Enn er mikil skjálftavirkni suðvestan við Keili. Snarpur jarðskjálfti varð rétt fyrir klukkan tvö en hann fannst vel víða á suðvesturhorninu. Hann mældist 3,5 en stærsti skjálfti hrinunnar varð í nótt, 3,7. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að það geti þýtt að gos sé að koma upp á nýjum stað, en líka gæti verið að þetta táknaði lok gossins. Hann segir að nýr þáttur sé hafinn í sögunni á Reykjanesskaga. Vísindaráð Almannavarna fundar nú um stöðuna.
Skjálftavirkni eykst á Reykjanesi og Vísindaráð fundar
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 fannst á höfuðborgarsvæðinu og upp í Borgarnes rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Uppruni skjálftans er milli Keilis og Litla Hrúts á Reykjanesi. Skjálftavirkni eykst á svæðinu en engin merki eru um óróa. Vísindaráð Almannavarna kemur saman síðdegis í dag þar sem farið verður yfir stöðuna á Reykjanesi og við Öskju.
Jarðskjálfti 3,5 að stærð við Keili
Jarðskjálfti, 3,5 að stærð, varð klukkan 11:05 í dag, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar. Skjálftahrina hófst við Keili á mánudag og í gær voru skjálftarnir yfir 100 og tugir hafa komið frá miðnætti. Skjálftinn fannst vel í Útvarpshúsinu í Efstaleiti og tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að hann hafi fundist víða um höfuðborgarsvæðið. 
Sérfræðingar rýna í jarðskjálfta á Þrengslasvæðinu
Sérfræðingar rýna nú í tvo nokkuð stóra jarðskjálfta sem urðu við Þrengslin síðastliðna nótt að sögn Böðvars Sveinsonar náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni. Tveir skjálftar af stærðum 2,6 og 2,9 riðu þar yfir síðastliðna nótt.
Fréttaskýring
Veðrið og jarðskorpan hjálpa íslenskum húsum
Í nokkrum vel völdum kjöllurum í Grindavík hefur verkfræðingur komið fyrir jarðskjálftamælum. Þeir sýna nákvæmlega hversu miklir kraftar skekja húsin í stórum skjálftum. Ótal smáskjálftar yfir lengri tíma eru ekki taldir geta valdið tjóni á húsum eða lögnum. Sviðsmyndir almannavarna gera enn ráð fyrir því að skjálfti upp á allt að 6,5 geti orðið í Brennisteinsfjöllum. Íslensk hús standast vel jarðskjálfta, þó að þau hafi ekki öll verið byggð í samræmi við nýjustu staðla.
Fólki ráðið frá stikuðu leiðinni vegna mengunar
Nóttin var nokkuð róleg við gosstöðvarnar í Geldingadölum að sögn Guðmundar Eyjólfssonar, vettvangsstjóra Lögreglunnar á Suðurnesjum í Grindavík. Nú í morgunsárið er fólk þó byrjað að arka af stað í átt að eldstöðvunum, en vindáttin snýr þannig að gosmökkurinn er yfir stikuðu leiðinni.
Mikil hálka á gönguleið að Geldingadölum
Mikil hálka er nú á gönguleiðinni að gosstöðvunum í Geldingadölum og á fólk talsvert erfitt með að fóta sig. Sérstaklega er hált í einni brekku á leiðinni, og þeir sem eru á leið til eða frá stöðvunum því beðnir um að fara sérstaklega varlega. Að sögn Guðmundar Eyjólfssonar, vettvangsstjóra Lögreglunnar á Suðurnesjum í Grindavík, er mat björgunarsveitarfólks við gosstöðvarnar að þar séu nú um 300 manns.
Myndskeið
Magnaðar drónamyndir frá því í nótt
Magnaðar drónamyndir náðust af hraunrennslinu í nótt. Sigurður Þór Helgason, eigandi  DJI Reykjavík tók þær.
Myndskeið
Magnaðar kvikmyndir af gosinu
Kristinn Þeyr Magnússon, kvikmyndatökumaður RÚV, tók þessar mögnuðu myndir af eldgosinu í Geldingadölum á föstudagskvöld. Þær voru sýndar í beinni útsendingu í sjónvarpinu.
Viðtal
Páll segir gosið ræfilslegt
Páll Einarsson, jarðeðlisprófessor, segir gosið ekki hafa komið á óvart, þjóðin hafi staðið á öndinni í þrjár vikur og fimmtán mánuðir síðan að fyrsta hrinan hófst. Þetta sagði hann í viðtali við fréttastofu RÚV í Sjónvarpinu.
Erlendir miðlar spenntir fyrir gosinu
Erlendir fjölmiðlar fjalla ítarlega um eldgosið sem hafið er á Reykjanesskaga, margir minnugir áhrifanna sem gosið í Eyjafjallajökli hafði á flugumferð. Áhrifin af gosinu við Fagradalsfjall verða þó að öllum líkindum minni háttar. Fjölmiðlar beggja vegna Atlantshafsins hafa látið gosið sig varða.
Viðtal
Minni skjálftavirkni gæti verið undanfari eldgoss
Hugsanlegt er að minni skjálftavirkni nú á Reykjanesskaga sé undanfari eldgoss. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að áður en Kröflueldar hófust hafi dregið úr skjálftavirkni og aflögun. Vísindaráð kom saman í dag og niðurstaðan var sú að of snemmt væri að segja að jarðhræringum væri lokið þó skjálftum færi fækkandi. „Miðað við stöðuna núna finnst mér líklegast að þessi kröftuga hrina sé búin í bili,“ segir Kristín.
Of snemmt að blása af eldgos á Reykjanesskaga
Enn streymir kvika inn í kvikuganginn milli Keilis og Nátthaga á Reykjanesskaga en þó hefur dregið úr skjálftavirkni og aflögun. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, segir enn of snemmt af blása af þann möguleika að eldgos hefjist á næstu vikum. Dálítill kippur kom í jarðskjálftavirkni í morgun sem sýnir að sveiflur eru í virkni.
Fréttavaktin
Eldgosið í Geldingadölum í beinni útsendingu
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli um klukkan korter í níu föstudagskvöldið 19. mars 2021. Í fyrri hluta apríl opnuðust fleiri gossprungur. Engin hætta steðjar að byggð vegna gossins. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosinu. Hér sýnum við frá eldsumbrotunum í beinni útsendingu og segjum helstu tíðindi af þeim og tengdum atburðum.
Fólk hálf örmagna á að búast stöðugt við skjálfta
Fólk verður hálf örmagna því það er stöðugt í viðbragðsstöðu. Þetta segir sálfræðingur sem spjallaði við Grindvíkinga á íbúafundi í dag. Þá fengu Grindvíkingar sérstaka fræðslu um skjálftariðu, fyrirbæri sem vísindamenn hafa nú fengið kjörið tækifæri til að rannsaka. Þeir óska nú eftir sjálfboðaliðum sem vilja taka þátt í rannsókn á hreyfiveiki.