Færslur: jarðskjálftamælir

Viðtal
Áfram líkur á gosi
Áfram þarf að gera ráð fyrir að eldgos geti brotist út á Reykjanesskaga, segja sérfræðingar Veðurstofunnar. Virkni í morgun hefur verið bundin við suðurhluta kvikugangsins sem er að öllum líkindum til marks um stækkun hans. Skjálfti upp á 5,1 varð í nótt og í morgun kom annar snarpur, 4,6 að stærð.
„Ég hef aldrei upplifað neitt eins og þetta“
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að hann hafi aldrei fundið eins harðan skjálfta og þann sem reið yfir eftir hádegið í dag. Hann hefur ekki heyrt af skemmdum eða slysum á fólki.
Mæla eldingar með John Travolta
Það er óhætt að segja að veðurfræði sé mikil ástríða hjá hjónunum Kristínu Jónsdóttur og Pálma Erlendssyni. Kristín er jarðskjálftafræðingur og vinnur hjá Veðurstofu Íslands og Pálmi er jarðfræðingur. Þau eru með jarðskjálftamæli heima hjá sér og voru nú fyrir skemmstu að setja upp eldingamæli sem þau hafa gefið nafnið John Travolta. Mannlegi þátturinn fór í heimsókn til þeirra og fékk að sjá hvernig þessar græjur virka.
06.02.2019 - 14:01