Færslur: jarðskálftar

Gifsplötur hrundu úr lofti Smáralindar
Gifsplötur og flísar í lofti Vetrargarðs verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar í Kópavogi féllu tugi metra niður á gólf, þegar þriðji öflugi jarðskjálftinn í kvöld reið yfir, um klukkan hálf tólf.
Tveir skjálftar yfir 3 að stærð í Kleifarvatni í dag
Tveir jarðskjálftar yfir þrír að stærð hafa mælst í dag í Kleifarvatni. Skjálftarnir fundust víða á höfuðborgarsvæðinu, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
07.05.2022 - 14:26
Rólegt yfir Reykjaneshryggnum
Fáir jarðskjálftar hafa mælst síðustu klukkustundir í tengslum við jarðskjálftahrinu sem hófst suðvestur af Reykjanestá fyrir tæpum sólarhring, þegar tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust. Fjöldi smærri skjálfta fylgdu í kjölfarið, en hrinan virðist hafa staðið stutt yfir.
18.04.2022 - 09:13
Allt með kyrrum kjörum við Kötlu
Rólegt hefur verið yfir Kötlu í nótt en stærsti skjálfti síðan 2017 mældist Í Norðaustur-rima Kötluöskjunnar í gærkvöldi og nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Hulda Rósa Helgadóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, hefur fylgst grannt með gangi mála.
03.02.2022 - 07:50
Tilkynning um eldsumbrot við Tonga dregin til baka
Svo virðist sem tilkynning sem greint var frá fyrr í kvöld að hefði borist frá eldfjallarannsóknarstöð í Ástralíu um eldsumbrot við Tonga í Kyrrahafi hafi verið á misskilningi byggð. Ekkert hefur verið staðfest um að Hunga Tonga-Hunga Ha'apai-fjallið hafi látið á sér kræla að nýju.
Ellefti skjálftinn yfir þremur að stærð við Keili
Jarðskjálfti, 3,4 að stærð, reið yfir rétt fyrir klukkan fimm í dag. Upptök hans voru 1,1 kílómetra SSV af Keili, á svipuðum slóðum og skjálfti 3,5 að stærð reið yfir um hádegi í dag.
Tveir látnir í jarðskjálfta í Kína og eignatjón nokkuð
Staðfest er að tveir létust og tugir slösuðust í jarðskjálfta sem reið yfir í Sichuan-héraði í suðvesturhluta Kína í morgun. Á þriðja tug húsa eru sögð hafa hrunið, fjöldi bygginga skemmst og samgöngur riðlast.
16.09.2021 - 02:34
Jarðskjálftar líklega vegna niðurdælingar OR
Vísindafólk Orku náttúrunnar telur líklegt að röð jarðskjálfta við Húsmúla, vestan undir Hengli, frá því um tíuleytið í gærkvöldi tengist niðurrennsli jarðhitavatns frá Hellisheiðarvirkjun.
Jarðskjálfti á Hellisheiði
Jarðskjálfti að stærð 3,1 skók jörð í kvöld. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands var miðja skjálftans tæpa þrjá kílómetra norður af Hellisheiðarvirkjun.
16.08.2021 - 23:32
Örskýring
Geta Auddi og Steindi valdið jarðskjálfta?
Öflug jarðskjálftahrina skók Reykjanesskaga í gær og skjálftarnir fundust víða um land. Mikil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu síðastliðið ár og virknin var ekki minni á samfélagsmiðlum í gær þar sem fullyrðingar á borð við: „Þessi var stór“ og spurningar eins og: „Funduð þið þennan?“ voru algengar.
25.02.2021 - 14:53
Jarðskjálfti við Ingólfsfjall
Jarðskjálfi af stærð 2,7 varð rétt fyrir hádegi skammt norður af Ingólfsfjalli. Veðurstofunni bárust tilkynningar úr Grímsnesi og frá Selfossi um að skjálftinn hefði fundist þar.
06.12.2020 - 13:36
Myndskeið
Rannsakar fornleifar jarðskjálfta og spáir stórskjálfta
Búast má við enn stærri jarðskjálftum úti fyrir Norðurlandi á næstu árum og áratugum, að mati jarðeðlisfræðings sem rannsakar fyrri skjálftavirkni á svæðinu. Hann vonast til að rannsóknirnar geti spáð fyrir um hvernig jarðhræringar þróast á flekamótunum.
14.08.2020 - 19:24
Viðtal
Hélt að eiginkonan væri að bylta sér í rúminu
Eyjólfur Ólafsson, íbúi í Grindavík og fastagestur í sundlauginni þar í bæ, hélt að konan hans væri að bylta sér í rúminu þegar jarðskjálfti stærri en fjórir reið yfir í Grindavík í morgun.
20.07.2020 - 10:58
Viðtal
Öflug skjálftahrina á Reykjanesi - jörð skelfur
Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi og núna klukkan hálf sjö varð snarpur skjálfti sem fannst greinilega í útvarpshúsinu og væntanlega víða á höfuðborgarsvæðiu. Samkvæmt mælingum veðurstofunnar var hann 4,3 að stærð.
20.07.2020 - 06:19
Tveir snarpir skjálftar við Grindavík
Tveir jarðskjálftar af stærðinni 3,2 og 4,1 riðu yfir með skömmu millibili laust fyrir klukkan sex í morgun.
„Við búum hérna á óvenju virku svæði“ 
Ekkert lát virðist vera á skjálftavirkni við mynni Eyjafjarðar og við utanverðan Reykjanesskaga. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir ekkert benda til beinna tengsla milli þessara atburða.
07.07.2020 - 11:42
350 skjálftar frá miðnætti og Grímsvötn enn í gjörgæslu
Um 350 skjálftar hafa mælst á jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands frá miðnætti. Stærsti skjálftinn var 3,2 og varð hann 30 kílómetra norðaustur af Siglufirði, á Tjörnesbrotabeltinu. Þar er virknin nú mest. Heldur hefur dregið úr virkni í Grímsvötnum en enn er fylgst grannt með þeim.
Snarpur skjálfti norðvestur af Siglufirði
Jarðskjálfti af stærðinni 3,8 mældist um fimmtán og hálfum kílómetra norður af Gjögurtá laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Mikil virkni hefur verið á Tjörnesbrotabeltinu síðustu sólarhringa, en síðan á fimmtudag hafa orðið yfir þrjú hundruð skjálftar á svæðinu.
20.06.2020 - 04:22
Rúmlega 300 skjálftar í grennd við Grindavík
Jarðskjálftavirkni í grennd við Grindavík hefur aukist um helgina. Rúmlega 300 skjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,7 á fjórða tímanum í gær. Veðurstofunni bárust tilkynningar um skjálfta sem fannst í Grindavík í nótt og mældist 2,5 að stærð. Síðustu vikur hafði heldur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en rúmlega 120 jarðskjálftar mældust þar í síðustu viku.
Landris hafið að nýju en engin merki um gosóróa
Landris er hafið að nýju við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Landrisið nú er hægara en það sem mældist í lok janúar, að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Líklegast er að kvikusöfnun hafi tekið sig upp að nýju á sama stað, en engin merki eru um gosóróa. Vísindaráð Almannavarna kemur saman í næstu viku vegna málsins.
Viðtal
Ekki talin hætta á eldgosi
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, segir að skjálfti 5,2 að stærð sem varð skammt frá Grindavík í morgun hafi komið starfsfólki Veðurstofunnar á óvart, Síðustu daga hafi frekar dregið úr virkni á Reykjanessvæðinu.
Barnshafandi konu bjargað eftir tólf tíma undir rústum
Tekist hefur að bjarga rúmlega fjörutíu manns úr rústum eftir jarðskjálfta í austurhluta Tyrklands; en tugir manna eru enn fastir í rústunum. Minnst tuttugu og tveir eru látnir af völdum skjálftans sem var 6,8 að stærð.
25.01.2020 - 17:03
Jarðskjálftar úti fyrir Reykjanesi
Jarðskjálfti af stærð 3,6 varð á Reykjaneshrygg, um 30 km frá Reykjanestá, klukkan 9.40 í morgun. Í kjölfarið hafa fylgt þrír minni skjálftar milli 2,6 og 2,9 af stærð. 
05.01.2020 - 11:37
Skjálftarnir orðnir fleiri en 400
Yfir 400 skjálftar hafa nú mælst í jarðskjálftahrinunni sem hófst við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga upp úr klukkan sjö í gærmorgun. Þar af eru níu á bilinu 3,0 til 3,7 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu jarðvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar segir að skjálftarnir séu aðallega austast í Fagradalsfjalli en skjálftar hafi þó líka mælst vestast í fjallinu.
16.12.2019 - 01:42
Snarpir skjálftar á Reykjanesi - virkni að aukast á ný
Nú rétt fyrir klukkan átta í kvöld urðu tveir jarðskjálftar við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Báðir voru þeir 3,6 að stærð og þar með þeir stærstu á svæðinu í dag. Snarpur jarðskjálfti, 3,5 að stærð, varð rétt fyrir klukkan átta í morgun og var mikil virkni á svæðinu fram til klukkan tvö í dag. Hún virðist nú aftur vera að færast í aukanna og fleiri skjálftar, sumir hverjir sambærilegir að stærð, að bætast við. Ríflega 300 skjálftar hafa orðið á svæðinu í dag.
15.12.2019 - 20:00