Færslur: jarðskálftar

Myndskeið
Rannsakar fornleifar jarðskjálfta og spáir stórskjálfta
Búast má við enn stærri jarðskjálftum úti fyrir Norðurlandi á næstu árum og áratugum, að mati jarðeðlisfræðings sem rannsakar fyrri skjálftavirkni á svæðinu. Hann vonast til að rannsóknirnar geti spáð fyrir um hvernig jarðhræringar þróast á flekamótunum.
14.08.2020 - 19:24
Viðtal
Hélt að eiginkonan væri að bylta sér í rúminu
Eyjólfur Ólafsson, íbúi í Grindavík og fastagestur í sundlauginni þar í bæ, hélt að konan hans væri að bylta sér í rúminu þegar jarðskjálfti stærri en fjórir reið yfir í Grindavík í morgun.
20.07.2020 - 10:58
Viðtal
Öflug skjálftahrina á Reykjanesi - jörð skelfur
Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi og núna klukkan hálf sjö varð snarpur skjálfti sem fannst greinilega í útvarpshúsinu og væntanlega víða á höfuðborgarsvæðiu. Samkvæmt mælingum veðurstofunnar var hann 4,3 að stærð.
20.07.2020 - 06:19
Tveir snarpir skjálftar við Grindavík
Tveir jarðskjálftar af stærðinni 3,2 og 4,1 riðu yfir með skömmu millibili laust fyrir klukkan sex í morgun.
„Við búum hérna á óvenju virku svæði“ 
Ekkert lát virðist vera á skjálftavirkni við mynni Eyjafjarðar og við utanverðan Reykjanesskaga. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir ekkert benda til beinna tengsla milli þessara atburða.
07.07.2020 - 11:42
350 skjálftar frá miðnætti og Grímsvötn enn í gjörgæslu
Um 350 skjálftar hafa mælst á jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands frá miðnætti. Stærsti skjálftinn var 3,2 og varð hann 30 kílómetra norðaustur af Siglufirði, á Tjörnesbrotabeltinu. Þar er virknin nú mest. Heldur hefur dregið úr virkni í Grímsvötnum en enn er fylgst grannt með þeim.
Snarpur skjálfti norðvestur af Siglufirði
Jarðskjálfti af stærðinni 3,8 mældist um fimmtán og hálfum kílómetra norður af Gjögurtá laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Mikil virkni hefur verið á Tjörnesbrotabeltinu síðustu sólarhringa, en síðan á fimmtudag hafa orðið yfir þrjú hundruð skjálftar á svæðinu.
20.06.2020 - 04:22
Rúmlega 300 skjálftar í grennd við Grindavík
Jarðskjálftavirkni í grennd við Grindavík hefur aukist um helgina. Rúmlega 300 skjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,7 á fjórða tímanum í gær. Veðurstofunni bárust tilkynningar um skjálfta sem fannst í Grindavík í nótt og mældist 2,5 að stærð. Síðustu vikur hafði heldur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en rúmlega 120 jarðskjálftar mældust þar í síðustu viku.
Landris hafið að nýju en engin merki um gosóróa
Landris er hafið að nýju við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Landrisið nú er hægara en það sem mældist í lok janúar, að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Líklegast er að kvikusöfnun hafi tekið sig upp að nýju á sama stað, en engin merki eru um gosóróa. Vísindaráð Almannavarna kemur saman í næstu viku vegna málsins.
Viðtal
Ekki talin hætta á eldgosi
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, segir að skjálfti 5,2 að stærð sem varð skammt frá Grindavík í morgun hafi komið starfsfólki Veðurstofunnar á óvart, Síðustu daga hafi frekar dregið úr virkni á Reykjanessvæðinu.
Barnshafandi konu bjargað eftir tólf tíma undir rústum
Tekist hefur að bjarga rúmlega fjörutíu manns úr rústum eftir jarðskjálfta í austurhluta Tyrklands; en tugir manna eru enn fastir í rústunum. Minnst tuttugu og tveir eru látnir af völdum skjálftans sem var 6,8 að stærð.
25.01.2020 - 17:03
Jarðskjálftar úti fyrir Reykjanesi
Jarðskjálfti af stærð 3,6 varð á Reykjaneshrygg, um 30 km frá Reykjanestá, klukkan 9.40 í morgun. Í kjölfarið hafa fylgt þrír minni skjálftar milli 2,6 og 2,9 af stærð. 
05.01.2020 - 11:37
Skjálftarnir orðnir fleiri en 400
Yfir 400 skjálftar hafa nú mælst í jarðskjálftahrinunni sem hófst við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga upp úr klukkan sjö í gærmorgun. Þar af eru níu á bilinu 3,0 til 3,7 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu jarðvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar segir að skjálftarnir séu aðallega austast í Fagradalsfjalli en skjálftar hafi þó líka mælst vestast í fjallinu.
16.12.2019 - 01:42
Snarpir skjálftar á Reykjanesi - virkni að aukast á ný
Nú rétt fyrir klukkan átta í kvöld urðu tveir jarðskjálftar við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Báðir voru þeir 3,6 að stærð og þar með þeir stærstu á svæðinu í dag. Snarpur jarðskjálfti, 3,5 að stærð, varð rétt fyrir klukkan átta í morgun og var mikil virkni á svæðinu fram til klukkan tvö í dag. Hún virðist nú aftur vera að færast í aukanna og fleiri skjálftar, sumir hverjir sambærilegir að stærð, að bætast við. Ríflega 300 skjálftar hafa orðið á svæðinu í dag.
15.12.2019 - 20:00
Áfram skelfur jörð við Öskju
Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir við Öskju, norðan Vatnajökuls, frá því á fimmtudag. Stærsti skjálftinn reið yfir á laugardag, 3,4 að stærð. Veðurstofu Íslands mun funda um málið síðar í dag.
12.11.2019 - 11:01
Ein látin eftir jarðskjálfta á Jövu
Í það minnsta ein kona lést og nokkrir eru slasaðir eftir að sterkur jarðskjálfti varð í nótt neðansjávar í nágrenni eyjunnar Jövu í Indónesíu. Skjálftinn var 6,9 að stærð og fjöldi íbúa í höfuðborginni hljóp á götur út af ótta við að byggingar myndu hrynja af völdum hans.
03.08.2019 - 06:25
Ótti og óðagot á götum Lima
Íbúar í Lima, höfuðborg Perú, flykktust af heimilum sínum út á götur borgarinnar af ótta við skjálftann sem reið þar yfir í nótt. Jarðskjálfti af stærðinni 7.5 skók Perú í morgun eða klukkan 2:40 að staðartíma. Skjálftinn átti upptök sín um 75 kílómetra suðaustan við þorpið Lagunas í Perú á um 114 kílómetra dýpi.
26.05.2019 - 12:07
„Vissulega er fólk hrætt við þetta“
Íbúar á Kópaskeri og nágrenni eru uggandi vegna jarðskjáftahrinunnar sem þar hefur staðið alla þessa viku. Margir hafa gert ráðstafanir til að forða tjóni ef stór jarðskjáfti ríður yfir. Skjálftarnir hafa farið minnkandi frá því í gærkvöld en þó eru ekki talin merki um að neitt sé að draga úr hrinunni.
29.03.2019 - 14:24
Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu í Öxarfirði. Átta skjálftar að stærðinni þrír og yfir hafa mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst.
28.03.2019 - 17:04
Allt glamraði í skjálftanum
Glösin skullu saman á Hofi í Öræfum í gærkvöld þegar skjálfti af stærðinni 3,1 varð í jöklinum í gærkvöld. Sex skjálftar stærri en þrír hafa orðið frá aldamótum í Öræfajökli þar af fjórir frá áramótum. 
02.10.2018 - 17:55
Ferðamenn fluttir á brott eftir jarðskjálfta
Nú stendur yfir brottflutningur á ferðamönnum af Gili-eyjum í Indónesíu en öflugur jarðskjálfti reið yfir nágranneyjuna Lombok í gær. Í það minnsta 91 eru látnir eftir skjálftann og 209 alvarlega slasaðir.
06.08.2018 - 05:46
Jarðskjálfti 3,4 að stærð á Reykjaneshrygg
Jarðskjálfti þrír komma fjórir að stærð varð rétt fyrir miðnætti vestur af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Annar skjálfti þrír komma núll að stærð varð á sömu slóðum klukkan hálf sex fyrr í kvöld. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Tæplega 460 jarðskjálftar hafi verið staðsettir með SIL-mælakerfi veðurstofunnar vikuna átjánda til tuttugasta og fjórða júní, fleiri en í vikunni á undan þegar rúmlega 400 skjálftar mældust. 
29.06.2018 - 00:26
Grímseyjarskjálfti fannst á Akureyri
Jarðskjálfti af stærðinni 3,9 mældist um 13 kílómetrum suðaustur af Grímsey klukkan hálf tólf. Skjálftinn fannst á Akureyri. Að sögn Péturs Halldórssonar, sem býr á Akureyri, fannst smáhnykkur og hrikti í stofuskápum.
19.02.2018 - 00:17
Skjálftahrina við Grímsey
Nokkrir jarðskjálftar um og yfir þremur að stærð hafa mælst við Grímsey í kvöld. Jarðskjálftahrina hófst í nágrenni við eynna  í lok janúar og hefur staðið með hléum síðan. Síðustu tvo sólarhringa hafa mælst um 350 skjálftar.
15.02.2018 - 01:16
Skjálfti við Geirfugladrang
Jarðskjálfti, 3,1 að stærð, varð seint á tíunda tímanum í kvöld, um 10 kílómetrum vestsuðvestur af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Skömmu áður, um 20 mínútum yfir níu, varð minni skjálfti, 1,9 að stærð, hinumegin í gosbeltinu, eða ellefu og hálfan kílómetra vestsuðvestur af Kópaskeri. Í vikuyfirliti jarðvísindamanna Veðurstofu Íslands segir að rúmlega 740 jarðskjálftar hafi verið staðsettir með mælakerfi Veðurstofunnar í liðinni viku, frá 27. nóvember til 3. desember.
05.12.2017 - 01:30