Færslur: jarðgöng
Vilja meira viðhaldsfé til Vegagerðarinnar
Samgönguráðherra segist jákvæður fyrir gangagerð á milli þéttbýla á sunnanverðum Vestfjörðum. Hámarkshraði á hluta Bíldudalsvegar hefur verið lækkaður síðustu mánuði vegna ónýts slitlags. Vestfirðingar fagna jákvæðni gagnvart gangagerð en vilja aukið viðhaldsfé til Vegagerðarinnar.
01.02.2021 - 16:30
Færeyingar fagna nýjum jarðgöngum
Færeyingar fögnuðu sögulegum tímamótum um helgina þegar 11 kílómetra göng sem tengja Þórshöfn í Færeyjum við Austurey, næst fjölmennustu eyju Færeyja voru tekin formlega í notkun. Þúsundir bíla óku í gegn, og ökumenn kærðu sig kollótta þó þeir sætu fastir í umferðarteppu í göngunum í klukkustund, svo mikil var gleðin.
21.12.2020 - 11:13
Austureyjagöngin í Færeyjum opnuð á morgun
Austureyjagöngin í Færeyjum verða opnuð við mikla viðhöfn klukkan 11 á morgun laugardag. Jørgen Niclasen samgöngumálaráðherra klippir á borða og verður fyrstu til að aka í gegn en göngin verða opin fyrir almenna umferð frá hádegi á morgun.
19.12.2020 - 01:26
Austureyjargöngin í Færeyjum opnuð fyrir jól
Búist er við að 11 kílómetra löng göng sem tengja Þórshöfn í Færeyjum við Austurey verði tekin í notkun fyrir jól. Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir að þessari umfangsmiklu framkvæmd lyki í upphafi árs 2021.
03.12.2020 - 02:14
Segir göng milli Fljóta og Siglufjarðar ekki geta beðið
Byggðarráð Skagafjarðar skorar á samgönguráðherra að tryggja að undirbúningi jarðganga á milli Fljóta og Siglufjarðar verði lokið sem fyrst. Lögreglustjóri á Norðurlandi vestra og varaformaður byggðarráðs segir framkvæmdina ekki þola lengri bið.
29.10.2020 - 11:51
Mikil gleði við opnun Dýrafjarðarganga
Dýrafjarðargöng voru opnuð við hátíðlega athöfn í dag og leysa þar með Hrafnseyrarheiði af hólmi. Maður sem hefur mokað heiðina í nær hálfa öld segir löngu kominn tími á það og grunnskólabörn á Þingeyri munu ekki sakna þess að fara heiðina.
25.10.2020 - 20:13
Veggöng í Fjallabyggð uppfylla ekki allar öryggiskröfur
Samgöngustofa telur að jarðgöng í Fjallabyggð uppfylli ekki að fullu reglur um öryggiskröfur og verklagsreglum um viðhald í jarðgöngum sé ekki fylgt sem skyldi. Óskað er eftir að Vegagerðin skili tímasettum áætlunum um úrbætur.
13.10.2020 - 20:40
Biður Mannvirkjastofnun að skýra reglurnar
Bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur óskað eftir því að Mannvirkjastofnun leysi úr ágreiningi sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar um ábyrgð á brunavörnum í sveitarfélaginu. Samgöngustofa tók úr jarðgöng í Fjallabyggð í vikunni.
18.09.2020 - 17:07
Hálfnaðir með jarðgöng milli Sandeyjar og Straumeyjar
Vinna er um það bil hálfnuð við jarðgöng sem tengja munu saman færeysku eyjarnar Sandey og Straumey.
05.09.2020 - 01:18
Segir göngin ekki uppfylla öryggiskröfur
Slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð segir að jarðgöng á Tröllaskaga uppfylli ekki lágmarksöryggiskröfur. Klæðningar í Stráka- og Múlagöngum geti brunnið eftir göngunum endilöngum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir endurbætur kostnaðarsamar og ekki á framkvæmdaáætlun.
05.08.2020 - 17:01