Færslur: jarðgas

Gazprom skrúfar fyrir stóra gasleiðslu til Evrópu
Rússneska orkufyrirtækið Gazprom tilkynnti í gær að það gæti ekki lengur flutt gas til viðskiptavina sinna í Evrópu í gegnum Yamal-gasleiðsluna, sem liggur í gegnum Pólland. Nýinnleiddar refsiaðgerðir og viðskiptabann gegn fyrirtækinu sem á og rekur pólska hluta gasleiðslunnar valda þessu.
Pólland og Eystrasaltsríkin vígja nýja gastengistöð
Pólland og Eystrasaltsríkin vígðu í gær nýja tengistöð við gasleiðslu sem tengir ríkin í norðaustanverðum hluta Evrópusambandsins við aðra hluta þess. Það er mikilvægur liður í að draga úr þörfinni fyrir rússneskt jarðgas.
Ræða leiðir til að hætta kaupum á rússnesku gasi
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Olaf Scholz kanslari Þýskalands ætla að ræða hvernig liðsinna megi ríkjum Evrópu við að draga úr þörf fyrir jarðgas frá Rússlandi. Þeir hittast í Lundúnum á morgun, föstudag.
08.04.2022 - 03:10
Sakar Þjóðverja og Frakka um of náin tengsl við Rússa
Jaroslaw Kaczynski, varaforsætisráðherra Póllands sakar Þjóðverja og Frakka um að vera of halla undir málstað Rússa. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann sem fordæmir framferði þýskra stjórnvalda í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu.
03.04.2022 - 03:00
Skrúfað fyrir gasið hjá hundruðum þúsunda Úkraínubúa
Ríkisgasfyrirtæki Úkraínu, sem sér um dreifingu á jarðgasi um landið allt. tilkynnti í gær að það hefði skrúfað fyrir gasið frá 16 stórum dreifingarstöðvum í sex héruðum landsins á föstudag, í Kænugarði, Karkív, Mykolaív, Zaporisjía, Donetsk og Luhansk.
06.03.2022 - 07:20
Evrópusambandið boðar viðamiklar refsiaðgerðir
Evrópusambandið kynnti í nótt viðamiklar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Forseti framkvæmdastjórnar sambandsins segir að vatnaskil hafi orðið í Evrópu en forseti Frakklands útilokar ekki að enn megi semja við Rússlandsforseta.
Lofa að tryggja ESB nægt gas þótt Nordstream 2 bregðist
Bandaríkin og Evrópusambandið heita því að tryggja nægt framboð af jarðgasi, fari svo að Rússar ráðist inn í Úkraínu og hætt verði við að sækja rússneskt jarðgas um hina nýju Nordstream 2-gasleiðslu. Þetta kom fram á sameiginlegum fréttafundi þeirra Antonys Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Joseps Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins í Washington í gærkvöld.
Verð á rússnesku gasi hefur fjórfaldast á árinu
Verð á rússnesku jarðgasi hefur margfaldsast í ríkjum Evrópusambandsins á árinu sem nú er að ljúka og hefur aldrei verið hærra en nú. Rússar kenna skammtímasamningum og óvissu um Nord Stream 2 gasleiðsluna um. Í byrjun þessarar viku náði gasverðið hæstu hæðum og hafði áttfaldast frá því sem það var í janúar á þessu ári. Í gærkvöld lækkaði verðið mikið en var engu að síður enn fjórum sinnum hærra en í ársbyrjun, samkvæmt frétt Reuters.
25.12.2021 - 08:53
Kínverjar ásakaðir um atlögu að flutningaskipum
Stjórnvöld á Filippseyjum saka kínversku strandgæsluna um að hafa sprautað vatni á fley sem flytja vistir til hermanna á Spratly-eyjum í Suður-Kínahafi. Ríki deila mjög um yfirráð á hafsvæðinu.
Olíu- og kolaframleiðendur óhræddir eftir COP26
Samkomulagið sem náðist á loftslagsráðstefnunni COP26 í Glasgow um helgina virðist hafa lítil áhrif á orkugeirann og stórfyrirtæki í orkugeiranum virðast óhrædd við niðurstöðuna. Virði hlutabréfa í kínverskum kolafyrirtækjum hefur afar lítið lækkað og ríkisolíufélag Sameinuðu arabísku furstadæmanna gerir ráð fyrir 600 milljarða dala fjárfestingum í olíugeiranum næsta áratuginn.
15.11.2021 - 14:27
Erlent · Asía · Stjórnmál · Umhverfismál · COP26 · Kol · Olía · jarðgas · Loftslagsmál
Norðmenn hagnast á olíu og gasi sem aldrei fyrr
Verðmæti útflutningsvara Noregs hefur sjaldan verið meira en í ágúst síðastliðnum og það stefnir í met í september. Þar munar mest um hátt verð á olíu og ekki síst á jarðgasi.