Færslur: Jarðeldar

Hraunflæði ógnar gönguleiðinni
Gosið í kröftugasta gígnum á Reykjanesskaga er svo öflugt að síðasta hluta aðalgönguleiðarinnar hefur verið lokað. Eldfjallafræðingur segir að það vanti tvo til þrjá metra í að hraun renni yfir skarð á leiðinni. 
Meira en 30 hektarar brunnir í eldunum á Reykjanesskaga
Meira en þrjátíu hektarar lands hafa orðið gróðureldum að bráð í kringum eldsstöðvarnar við Fagradalsfjall. Náttúrufræðistofnun Íslands endurmat nýverið umfang eldanna, sem hafa vaxið töluvert. Hraun þekur nú meira en tvo ferkílómetra og eykst dag frá degi.
Spegillinn
Stór kútur fullur af kviku undir gosinu
Þó liðin sé rúm vika frá því að gosið í Geldingadölum byrjaði að gjósa með stuttum hléum er ekkert lát á hraunflæðinu, sjálf hraunáin hefur heldur færst í aukana. Þorvaldur Þórðarson, próffesor í eldfjallafræði, segir að framan af hafi flæðið verði á bilinu 5-10 rúmmetrar á sekúndu en sé nú á bilinu 10-15 rúmmetrar. Hann segir að hraunáin og gosvirknin í gígnum sé í raun að haga sér sjálfstætt.
11.05.2021 - 17:00