Færslur: Jarðaskjálftar

Á fjórða hundrað jarðskjálftar frá miðnætti
Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga og á fjórða hundruð skjálftar hafa þar mælst frá miðnætti. Skjálftarnir koma í kviðum, sá stærsti var 3,3 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir von á nýjum gögnum um stöðu mála.
Myndskeið
Kvikan er á kílómetra dýpi
Enn eru líkur á gosi á Reykjanesskaga og kvika situr nú á um eins kílómetra dýpi í kvikugangi á milli Fagradalsfjalls og Keilis sem er sá staður þar sem líklegast er talið að gos geti brotist út. Haldi kvikugangurinn áfram að stækka má eiga von á sambærilegum skjálftahrinum og urðu um helgina. 
Mikil skjálftavirkni nyrðra og í Krýsuvík
Í nótt hafa mælst yfir 30 jarðskjálftar við Gjögurtá, sem er á Tjörnesbrotabeltinu, sá stærsti var 2,8 og varð skömmu eftir klukkan 5 í morgun. Um 30 jarðskjálftar mældust í Krýsuvík í nótt, enginn þeirra var yfir 2 að stærð.
Enn er skjálftavirkni fyrir norðan
Skjálftavirkni hefur verið við mynni Eyjafjarðar frá því 19. júní. Skjálftar mælast enn á svæðinu. Í dag varð skjálfti af stærð 2,8 tuttugu kílómetra norður af Siglufirði og í gær urðu skjálftar af svipaðri stærð norðvestur af Grímsey og suður af Kolbeinsey. Í síðustu viku mældust um 600 skjálftar við mynni Eyjafjarðar. 
29.07.2020 - 22:46
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna kvikusöfnunar
Almannavarnir hafa virkjað óvissustig vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir fjallinu Þorbirni á Reykjanesskaga, en þar hefur jarðskjálftahrina verið í gangi að undanförnu. Landris hefur þar mælst síðustu daga. Búið er að boða til íbúafunda í Grindavík á morgun þar sem farið verður nánar yfir stöðuna. Samhliða hefur Veðurstofa Íslands fært litakóða fyrir flug á gult.
26.01.2020 - 17:22
46 látin í Albaníu
46 hafa nú fundist látin í húsarústum í Albaníu norðvestanverðri, þar sem harður jarðskjálfti varð á þriðjudag. Albanskir fjölmiðlar greina frá þessu. Enn er ekki vitað með vissu, hversu margra er saknað, en óttast að þau skipti tugum. Vonir um að finna fólk á lífi í rústunum fer minnkandi með hverri klukkustundinni sem líður en leitarstarf stendur þó enn yfir af fullum krafti.
29.11.2019 - 05:39