Færslur: James Bond

Craig sæmdur sömu heiðursorðu og Bond
Leikarinn Daniel Craig, sem líklega er þekktastur fyrir túlkun sína á njósnara hennar hátignar, James Bond, var í dag sæmdur sömu heiðursorðu og Bond sjálfur. 
Heimskviður
Ein best heppnaða hernaðaraðgerð síðari heimsstyrjaldar
Hvað eiga Adolf Hitler, heimilislaus maður sem lést eftir að hafa innbyrt rottueitur, augnhár og Ian Flemming, höfundur James Bond, sameiginlegt? Þau koma öll við sögu í hernaðaraðgerð sem er talin ein sú best heppnaða í sögu síðari heimsstyrjaldarinnar. Nýlega var frumsýnd bíómyndin Operation Mincemeat, sem byggist á þessari sögu. Þó skiptar skoðanir séu á því hvort hernaðaraðgerðin breytti miklu um framgang heimsstyrjaldarinnar á hún alveg skilið að vera rifjuð upp.
Minnismerki um James Bond í Færeyjum
Lokaatriði No Time to Die nýjustu kvikmyndarinnar um njósnara hennar hátignar James Bond var tekið upp í Færeyjum, nánar tiltekið á Karlsey norðantil í eyjaklasanum. Minnismerki um Bond hefur verið reist á eynni en þeim sem ekki vita hvernig myndin endar er ráðlagt að hætta lestrinum núna .
26.03.2022 - 03:50
Gagnrýni
Svanasöngur á leiði
Daniel Craig snýr aftur í hinsta sinn sem njósnari hennar hátignar, James Bond, í kvikmyndinni No Time to Die. Myndin er verðugur endir á löngu og farsælu skeiði leikarans í hlutverkinu, segir Gunnar Ragnarsson gagnrýnandi.
Bestu James Bond lög allra tíma
Nýja James Bond myndin No Time To Die er nú að lenda í kvikmyndahúsum úti um allan heim en blaðamaður hjá tónlistartímaritinu NME tók sig til og setti saman lista af þekktustu og, að hans mati, bestu Bond-lögunum sem hafa verið samin í tilefni þessa.
08.10.2021 - 09:10
Sjónvarpsfrétt
Lengsta Bond-myndin til þessa
Aðeins einu sinni áður hafa aðdáendur James Bond þurft að bíða jafn lengi eftir mynd um hann og nú. Nýjasta Bond-myndin, No Time To Die, var frumsýnd í vikunni en hún er sú lengsta til þessa.
03.10.2021 - 18:31
Daniel Craig kveður sem James Bond
Leikarinn Daniel Craig gekk í kvöld rauða dregilinn til sinnar síðustu frumsýningar á James Bond mynd í regnblautri Lundúnaborg og má segja að veðrið hafi endurspeglað angurværa stemninguna nú þegar kafla hans í sögu ofurnjósnarans er formlega lokið.
28.09.2021 - 20:27
Frumsýningu James Bond enn frestað
Frumsýningu nýjustu kvikmyndarinnar um ævintýri njósnara hennar hátignar James Bond hefur enn verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Kvikmyndaunnendur þurfa að bíða enn um sinn eftir að geta séð fjölda stórmynda á hvíta tjaldinu.
22.01.2021 - 09:37
Kvikmyndahús opnuð að nýju smám saman
Fyrsta stórmyndin sem kemur frá Hollywood í sex mánuði var frumsýnd fyrir nokkrum dögum.
Njósnari hennar hátignar í Færeyjum
Nýjasta James Bond myndin No Time to Die var að hluta til tekin upp í Færeyjum. Notast var við dróna. Um er að ræða undurfögur landslagsskot umhverfis vita nokkurn á Karlsey, sem er á milli Austureyjar og Konueyjar eða Kunoy.
28.05.2020 - 01:32
Myndskeið
Frumsýningu James Bond frestað vegna COVID-19
Um fjögur þúsund sitja nú föst í skemmtiferðaskipi úti fyrir ströndum Kaliforníu eftir að farþegi greindist með Covid-19 veiruna. Búið er að fresta frumsýningu nýjustu James Bond myndarinnar, No Time To Die, vegna útbreiðslu veirunnar á heimsvísu.
05.03.2020 - 18:45
Vilja fresta frumsýningu James Bond vegna COVID-19
Aðdáendur fágaðasta njósnara hennar hátignar, James Bond, hafa biðlað til framleiðenda nýjustu myndarinnar að fresta frumsýningardegi hennar vegna COVID-19 faraldursins. Áformað var að frumsýna myndina þriðja apríl en búist er við að um það leiti verði toppur í útbreiðslu veirunnar.
03.03.2020 - 14:18
Johnny Marr aðstoðar Hans Zimmer í Bond-myndinni
Johnny Marr, fyrrverandi gítarleikari Smiths, hefur verið ráðinn til að aðstoða þýska tónskáldið Hans Zimmer við að semja tónlistina fyrir nýjustu Bond-myndina, No Time To Die. Þegar hefur verið tilkynnt að hin 18 ára gamla Billie Eilish muni flytja og semja Bond-lagið.
19.01.2020 - 10:55
Broccoli: Bond á að vera karlmaður
Barbara Broccoli, framleiðandi kvikmyndanna um njósnara hennar hátignar, segir engan vafa leika á því að James Bond eigi að vera karlmaður. Henni er alveg sama um litarhaft leikarans sem fer með hlutverkið, en karlkyns skal hann vera.
17.01.2020 - 04:36
Billie Eilish semur nýja Bond-lagið
Bandaríska tólistarkonan Billie Eilish semur titillag Bond-myndarinnar No Time to Die sem frumsýnd verður á þessu ári. Eilish, sem er 18 ára, verður um leið yngsti höfundur Bond-lags frá upphafi. „James Bond er svalasta myndaröð sem til er og ég er ennþá í áfalli,“ segir Eilish í yfirlýsingu.
14.01.2020 - 18:24
Bond-stúlkan Auger látin
Franska leikkonan Claudine Auger er látin, 78 ára að aldri. Þekktasta hlutverk hennar er að líkindum sem Bond-stúlkan Domino í kvikmyndinni Thunderball eða Þrumufleygi árið 1965, þar sem Sean Connery fór með hlutverk njósnara hennar hátignar, James Bond.
20.12.2019 - 05:16
Næsta Bond mynd heitir No time to die
Framleiðendur kvikmyndanna um James Bond hafa gefið út titil næstu myndar um spæjara hennar hátignar. Tuttugasta og fimmta Bond myndin mun bera titilinn No time to die.
21.08.2019 - 04:39
Ljóstra upp nafni næstu James Bond myndar
Nýjasta kvikmyndin um James Bond hefur fengið titilinn No Time to Die. Framleiðendur myndarinnar greindu frá þessu á Twitter í dag.
20.08.2019 - 22:15
Næsta James Bond mynd tekin upp í Noregi
Norska kvikmyndastofnunin ætlar að reiða fram jafnvirði um það bil sjö hundruð milljóna íslenskra króna til að næsta kvikmyndin um James Bond, njósnara hennar hátignar, verði tekin upp í Noregi.
25.01.2019 - 09:55
James Bond verður ekki kona
Einn aðalframleiðandi kvikmyndanna um James Bond virðist nú hafa staðfest að einkaspæjarinn alkunni muni aldrei verða kona.
11.10.2018 - 12:22
Er þetta næsti James Bond?
Þeir eru þó nokkrir sem leikið hafa einkaspæjarann myndarlega James Bond. Nýlega fóru þær sögusagnir á kreik að næsti 007 verði dökkur á hörund.
14.08.2018 - 14:10
Craig áfram í hlutverki Bond
Breski leikarinn Daniel Craig tekur að sér hlutverk James Bond í fimmta sinn í næstu mynd um njósnara hennar hátignar. Þetta staðfesti hann í spjallþætti Stephens Colberts, The Late Show, í nótt. 
16.08.2017 - 06:43
Daniel Craig mun slá met Roger Moore
Framleiðendur James Bond myndanna sendu frá sér heldur stuttorða yfirlýsingu fyrir tveimur dögum síðan, en efnið var fyrirhuguð dagsetning frumsýningar næstu Bond-myndar. Það vakti nokkra athygli að hvergi mætti lesa stakt orð um hvaða leikari fengi aðalhlutverkið, hlutverk Bond, James Bond. Í gær sendu Metro Goldwin Mayer síðan frá sér staka yfirlýsingu þess efnis að Daniel Craig tæki að sér hlutverk Bond í fimmta sinn.
25.07.2017 - 15:12
„Er það ekki eins og hvítur Shaft?“
Nú virðist það ljóst að Daniel Craig muni snúa aftur í hlutverki njósnara hennar hátignar, James Bond, þrátt fyrir að hafa áður lýst því yfir að hann myndi frekar skera sig á púls en að leika James Bond aftur.
12.07.2017 - 18:36

Mest lesið