Færslur: Jakob Elleman-Jensen

Telja grundvöll fyrir Landsdómsákæru gegn Støjberg
Verulegar líkur er nú á því að Inger Støjberg þurfi að svara til saka fyrir Rigsret eða Landsdómi í Danmörku. Hann fjallar um meint lagabrot ráðherra. Støjberg er fyrrverandi ráðherra útlendinga og innflytjenda.  
Mögulegt talið að Løkke stofni nýjan stjórnmálaflokk
Christine Cordsen stjórnmálaskýrandi hjá danska ríkisúvarpinu segir það mjög áhrifamikið þegar fyrrverandi formaður og forsætisráðherra kveður stjórnmálaflokk sinn og ákveður að gerast óháður þingmaður.
02.01.2021 - 01:34
Lars Løkke Rasmussen segir skilið við Venstre
Lars Løkke Rasmussen fyrrverandi formaður Venstre hefur sagt sig úr flokknum. Hann birti yfirlýsingu þess efnis á samfélagsmiðlum í kvöld.
01.01.2021 - 22:51
Elleman styður Landsdómsmál yfir Støjberg
Jakob Elleman-Jensen, formaður stjórnarandstöðuflokksins Venstre í Danmörku, hefur lýst yfir að hann styðji að Landsdómur fjalli um mál Inger Støjberg, varaformanns flokksins, komist óvilhallir lögmenn að því að grundvöllur sé fyrir ákæru.