Færslur: jafnrétti kynjanna

Viðtal
Nýtt að þekktar og valdamiklar konur segi frá
Það er nýtt í umræðunni um kynferðislega áreitni og ofbeldi nú að valdamiklar og þekktar konur hafa stigið fram og sagt frá reynslu sinni. Umræða um kynbundið ofbeldi í Hollywood í haust velti þungu hlassi af stað. Þetta segir Gyða Margrét Pétursdóttir, dósent við félagsvísindasvið Háskóla Íslands.
Segir vændi tíðkast í óperuheiminum
Halla Margrét Árnadóttir, óperusöngkona á Ítalíu, segir að í óperuheiminum tíðkist vændi. Fyrir tólf árum stóð henni stórt hlutverk til boða en hefði þurft að sofa hjá óperustjóra til að fá hlutverkið. Hún neitaði og segir það hafa skemmt fyrir sér. Rætt er við Höllu Margréti í Morgunblaðinu.
Þörf á átaki gegn áreitni innan leiklistar
Staða kvenna í leiklist er veikari en staða karla og misbeiting innan sviðslista hefur ýmsar birtingarmyndir, segir Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara.
Bakslag í jafnréttismálum á heimsvísu
Jöfnuður á milli kynjanna mælist mestur á Íslandi á heimsvísu. Þetta kemur fram í skýrslu um mælingar Alþjóða efnahagsráðsins, WEF, fyrir þetta ár. Ísland er nú í efsta sætinu níunda árið í röð. Bakslag er í jafnréttismálum á heimsvísu.
02.11.2017 - 19:33
15% karla með yfir milljón í mánaðarlaun
Óleiðréttur launamunur kynjanna var 16,1 prósent í fyrra en hafði verið 17 prósent árið 2015. Munurinn var rúm 16 prósent bæði á almennum vinnumarkaði og hjá ríkisstarfsmönnum. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Hjá starfsmönnum sveitarfélaga var munurinn rúm 8 prósent.
Konur í Sádi-Arabíu fá að taka bílpróf
Skref í átt til jafnréttis var stigið í Sádi-Arabíu í dag þegar tilkynnt var að konum yrði leyft að taka bílpróf og aka farartækjum.
26.09.2017 - 21:33
Á að útrýma óútskýrðum launamun
Nokkur íslensk fyrirtæki og stofnanir vinna nú að innleiða jafnlaunastaðal. Markmiðið með honum er að útrýma óútskýrðum og ómálaefnalegum launamun milli kynjanna.
10.11.2016 - 16:33
  •