Færslur: Jafnlaunavottun

Eliza hitti Jill og Joe Biden
Eliza Reid forsetafrú er nú stödd í Washington þar sem hún átti á tíunda tímanum í kvöld einkafund með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu. Eliza hitti einnig Joe Biden forseta Bandaríkjanna, en tók þátt í hluta fundar forsetafrúanna.
15.03.2022 - 22:17
Viðtal
ESB horfir til Íslands í jafnréttismálum
Íslensk löggjöf um launajafnrétti kynjanna verður viðmið fyrir Evrópusambandið til að vinna gegn kynbundnum launamun. Þetta segir formaður Evrópuþingsnefndar um jafnrétti kynjanna. 
Jafnlaunavottun eykur skrifræði og er jafnvel tálsýn
Jafnlaunavottun hefur í för með sér aukið skrifræði og kerfisvæðingu og er jafnvel tálsýn. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Gerða Björg Hafsteinsdóttir sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, Erla Sólveig Kristjánsdóttir og Þóra H. Christiansen, hjá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, gerðu á upplifun stjórnenda á áhrifum jafnlaunavottunar á kjaraumhverfi á íslenskum vinnumarkaði.
26.12.2020 - 15:19
Forsætisráðuneytið lætur Hagstofu rannsaka launamun
Forsætisráðuneytið undirritaði í gær samning við Hagstofu Íslands um að gera rannsókn á launamun kvenna og karla. Um er að ræða fyrstu rannsókn á launamun kynjanna frá því að lög um jafnlaunavottun tóku gildi árið 2018.
Helmingur með jafnlaunavottun á tilsettum tíma
134 fyrirtæki og stofnanir höfðu öðlast jafnalaunavottun um áramót. Samkvæmt lögum um jafnlaunavottun frá 2018 áttu 269 fyrirtæki að vera komin með vottunina nú um áramótin.
02.01.2020 - 12:00
Bara 23% búin með jafnlaunavottun
Meira en þrjú af hverjum fjórum fyrirtækjum, sem eiga að skila jafnlaunavottun í árslok, eru ekki búin að fá vottun. Hægt er að beita dagsektum ef þau skila ekki.  
26.06.2019 - 19:23
Lítill munur milli ráðuneyta og á kynjum
Lítill launamunur er á milli ráðuneyta hjá háskólamenntuðum starfsmönnum þeirra. Þá er launamunur kynjanna tvö til þrjú prósent körlum í vil. Þetta kemur fram í könnun Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, FHSS. Í því eru fimm til sexhundruð starfsmenn í ráðuneytum og stofnunum. Flestir þeirra eru sérfræðingar eða stjórnendur.
16.06.2019 - 11:55
Kröfu um jafnlaunavottun frestað um 12 mánuði
Frestur fyrirtækja til að öðlast jafnlaunavottun hefur verið framlengdur um heilt ár með ákvörðun Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, í dag. Aukinn frestur nær til einkafyrirtækja og stofnanna, óháð stærð þeirra, en ekki opinberra stofnanna, sjóða og fyrirtækja í eigu ríkisins.
14.11.2018 - 16:24
Mosfellsbær fyrstur með jafnlaunavottun
Mosfellsbær hlaut í dag jafnlaunavottun. Haft er eftir Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra í tilkynningu að bærinn sé fyrsta sveitarfélagið til að hljóta jafnlaunavottun eftir að lög þar um tóku gildi um áramótin.
18.05.2018 - 14:00
Vill jafnlaunavottun í Danmörku
Dennis Kristensen, formaður samtaka opinberra starfsmanna í Danmörku, leggur til að Danir fari að dæmi Íslendinga og setji lög sem tryggi konum og körlum sömu laun fyrir sömu vinnu.
24.01.2018 - 12:50
Fleiri hlynntir jafnlaunavottun en andvígir
Þrefalt fleiri landsmenn eru fylgjandi en andvígir því að fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn verði skylduð til þess með lögum að fá jafnlaunavottun. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR.
03.05.2017 - 19:32
Jafnlaunavottun innleidd í áföngum til 2021
Frumvarp Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun var lagt fram á Alþingi í dag. Það hafði áður verið afgreitt úr ríkisstjórn og þingflokkum allra þriggja stjórnarflokkanna. Þar gert ráð fyrir því að fyrirtæki og stofnanir hafi mislangan tíma til að öðlast slíka vottun eftir stærð þeirra. Þau stærstu þurfa að vera tilbúin í árslok 2018 en þau minnstu um áramótin 2020-2021.
04.04.2017 - 14:57
Hefðu mátt bíða með yfirlýsingar
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, telur að það hefði verið æskilegra ef þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hefðu beðið með yfirlýsingar í ýmsum málum eins og jafnlaunavottun og sjómannadeilunni. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, spyr hvort sumir þingmenn stjórnarflokkanna séu í raun í stjórnarandstöðu.
19.02.2017 - 12:28