Færslur: Jafnaðarmenn

Heimsglugginn
Heimsglugginn: Spennandi kosningar í Svíþjóð
Svíar kjósa 11. september og kannanir benda til þess að mjótt sé á mununum milli fylkinga hægri- og vinstrimanna. Nýjasta könnun Novus, sem birt var í sænska ríkissjónvarpinu í dag, bendir til þess að hægri flokkar hafi nauma forystu og fengju 179 þingmenn en flokkar til vinstri fengju 170. Í könnun Demoskop fyrir Aftonbladet frá því í fyrradag hafa vinstri flokkarnir hins vegar nauma forystu. Stjórnmálaskýrendur segja að munurinn sé svo lítill að erfitt sé að spá fyrir um úrslitin.
Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í Þýskalandi í dag
Stjórnarmyndunartilraunir standa enn yfir í Þýskalandi. Forystumenn Jafnaðarmannaflokksins funda með fulltrúum Frjálslyndra demókrata um stjórnarmyndun síðdegis í dag og hitta svo fulltrúa græningja í kjölfarið.
Andersson með pálmann í höndunum
Fátt getur komið í veg fyrir að Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, verði næsti formaður Sósíaldemókrataflokksins. Flokksþing fer fram í byrjun næsta mánaðar, en meirihluti kjörmanna flokksins hefur þegar lýst yfir stuðningi við Andersson.
Fréttaskýring
Scholz þótti standa sig best
Skyndikönnun sem gerð var eftir sjónvarpskappræður kanslaraefna í Þýskalandi í gærkvöld bendir til þess að kjósendum þyki Jafnaðarmanninn Olaf Scholz hafa staðið sig best. Þjóðverjar kjósa 26. september, daginn eftir alþingiskosningar á Íslandi.
Stefan Löfven boðar afsögn sína
Stefan Löfven ætlar að segja af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust. Þetta tilkynnti hann í ávarpi í morgun. Flokksþing Jafnaðarmannaflokksins fer fram í nóvember og þar ætlar hann að hætta sem formaður flokksins.
22.08.2021 - 11:01