Færslur: íþróttir fótbolti

Margir horfa til ríkisins vegna tekjutaps
Framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta segir að tekjugrunnur stærstu íþróttafélaga landsins hafi nánast horfið í faraldrinum. Hann segir lífsnauðsynlegt að ríkið komi til hjálpar.
22.10.2020 - 22:10
Ráðist að heimili stjórnarformanns Manchester United
Æstir og hundfúlir áhangendur Manchester United réðust að heimili Eds Woodward, stjórnarformanns knattspyrnufélagsins í dag. Þeir krotuðu á húsið og hentu logandi blysum í það. Woodward hefur sætt harðri gagnrýni United aðdáenda undanfarið vegna skelfilegrar frammistöðu liðsins.
28.01.2020 - 23:57
Hriktir í sænska öskubuskuævintýrinu
Árangur knattspyrnufélagsins Östersund - í Svíþjóð og í Evrópu - er líklega mesta öskubuskusaga í sænskri íþróttasögu. Smábæjarlið frá Norður-Svíþjóð sem vann stórlið Arsenal á heimavelli þess. En kannski var það ekki bara samheldni og dugnaður sem skilaði þessum góða árangri. Fyrrverandi formaður knattspyrnufélagsins bíður nú dómsuppkvaðningar eftir að hann var ákærður fyrir umfangsmikinn fjárdrátt.
18.10.2019 - 16:00
Íslendingar tuktaðir til á Twitter
Ísland og Tyrkland mætast í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli kl 18:45 í dag. Mikil umræða hefur átt sér stað á samfélagsmiðlinum Twitter í aðdraganda leiksins.
11.06.2019 - 12:21