Færslur: Íþrótta og heilsufræði

Samfélagið
Lágkolvetnafæði getur dregið úr árangri í íþróttum
Sigríður Lára Guðmundsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur er ein af sex sérfræðingum sem skrifa í nýjasta tölublað Læknablaðsins og lýsa yfir áhyggjum sínum af því að fólk sem er að hreyfa sig taki út heilu fæðuflokkana eins og þegar fólk kýs háfitu-lágkolvetna fæði. Það geti haft slæm áhrif á heilsufar fólks og nýjar rannsóknir bendi til þess að háfitu-lágkolvetna mataræði geti dregið úr árangri í íþróttum.
„Þorir þú að kæla eins og kelling?“
Lea Marie Galgana sló nýtt met á Íslandsmóti í ísbaði í Grindavík á dögunum þegar hún sat í ísbaðinu í fjörutíu og tvær mínútur og tuttugu sekúndur. „Þetta var tala sem ég var ekki að búast við að ná og var ekki einu sinni að reyna að ná,“ segir Lea. Sigurinn kom Leu mikið á óvart en þetta er í fyrsta skipti sem hún tekur þátt í keppninni.
06.06.2018 - 20:21
Mannslíkaminn hefur ótrúlegt kuldaþol
„Við sjáum það að í öllum sundlaugum eru komnir kaldir pottar og þeir eru mjög vinsælir hjá öllum aldurshópum,“ segir Benedikt LaFleur skipuleggjandi Íslandsmeistaramóts í ísbaði sem fer fram í Grindavík í dag.
31.05.2018 - 11:59
HÍ færir íþróttafræðinám til Reykjavíkur
Háskólaráð Háskóla Íslands ákvað í dag að flytja námsbraut í íþrótta og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Námið verði flutt til Reykjavíkur í áföngum þannig að nýir nemendur hefji nám í Reykjavík næsta haust, en nemendur annars og þriðja árs verði næsta vetur á Laugarvatni. Í samþykkt sinni segir Háskólaráð námið sé flutt vegna fækkunar nemenda. Helsta ástæða fækkunarinnar sé sú að nemendur vilji síður sækja námið til Laugarvatns.
Ódýrara að flytja námið til Reykjavíkur
Starfshópur skipaður af Háskóla Íslands telur að ódýrara sé að flytja nám í Íþrótta og heilsufræði til Reykjavíkur en að halda því áfram á Laugarvatni. Rekstrarkostnaður sé 10-14 milljónum króna hærri á ári á Laugarvatni en í Reykjavík. Endurbætur og endurnýjun aðstöðu kosti Háskólann allt að 280 milljónum meira á Laugarvatni.