Færslur: Ítalía

Myndskeið
Etna gýs á nýjan leik
Opnað var á ný fyrir flugsamgöngur á Sikiley á Ítalíu í dag eftir enn eitt gosið í eldfjallinu Etnu. Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar þurfti að leita skjóls vegna öskufalls.
17.02.2021 - 21:00
Draghi tekur við stjórninni á Ítalíu í dag
Mario Draghi tekur í dag við embætti forsætisráðherra á Ítalíu. Hann leiðir nokkurs konar þjóðstjórn, með ráðherrum úr ýmsum flokkum. Hann nýtur stuðnings stórs hluta þingflokka á ítalska þinginu.
13.02.2021 - 05:24
Fundu 1,3 tonn af kókaíni
Ítalska lögreglan lagði í síðustu viku hald á eitt komma þrjú tonn af hreinu kókaíni í bænum Gioia Tauro í Kalabríuhéraði. 'Ndrangheta mafían notar höfn bæjarins iðulega til að smygla fíkniefnum til landsins.
10.02.2021 - 13:39
Myndskeið
424 flóttamönnum bjargað undan ströndum Ítalíu
424 flóttamönnum var bjargað af yfirfullum bátum úti fyrir Sikiley á Ítalíu um helgina. Áhöfn skipsins Ocean Viking, frá mannúðarsamtökunum SOS Mediterranee, fékk leyfi frá ítölskum yfirvöldum til að koma fólkinu í land í kvöld.
07.02.2021 - 17:20
Líkur á þjóðstjórn á Ítalíu fara vaxandi
Líkurnar á því að Mario Draghi, fyrrverandi forstjóra Seðlabanka Evrópu, takist að mynda þjóðstjórn á Ítalíu jukust til muna í dag þegar tveir af stærstu flokkum landsins lýstu stuðningi við þau áform, með skilyrðum þó.
07.02.2021 - 02:30
Mario Draghi reynir stjórnarmyndun
Mario Draghi, fyrrverandi yfirmaður seðlabanka Evrópu, hyggst reyna að mynda ríkisstjórn á Ítalíu. Sergio Matarella forseti fór þess á leit við hann í dag að fara fyrir þjóðstjórn sem tækist á við neyðarástand sem ríkir í landinu vegna COVID-19 farsóttarinnar.
03.02.2021 - 13:35
Ítalíuforseti vill að Mario Draghi leiði þjóðstjórn
Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, hyggst fara þess á leit við Mario Draghi, fyrrverandi forstjóra Seðlabanka Evrópu, að leiða þjóðstjórn sem ætlað er að takast á við neyðarástandið sem skapast hefur í heilbrigðiskerfi og efnahagslífi landsins vegna COVID-19.
Ítalir slaka á sóttvörnum í þremur héruðum
Búist er við að slakað verði á sóttvarnareglum í dag í þremur héruðum á Ítalíu. Dagblaðið La Repubblica greinir frá að til standi að færa Veneto, Emilia-Romagna og Kalabríu úr appelsínugulum flokki í gulan, þvert á ráðleggingar sérfræðinga í lýðheilsumálum. Þetta þýðir að opna má veitingastaði og bari að degi til í héruðunum þremur og íbúarnir fá að vera meira á ferðinni en áður.
29.01.2021 - 17:29
Reynt að mynda nýja ríkisstjórn á Ítalíu
Ósætti um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum hafa leitt til stjórnarslita á Ítalíu. Forsætisráðherra landsins sagði af sér í gær, en samt er ekki enn ljóst hvort hann lætur af embætti.
27.01.2021 - 22:14
Forsætisráðherra Ítalíu hættir á morgun
Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, tilkynnti í dag að hann ætli að segja af sér á morgun. Ítalir standa þannig eftir í töluverðri óvissu og ekki hefur verið upplýst um hvort boðað verði til kosninga strax eða ný ríkisstjórn mynduð.
25.01.2021 - 19:17
Hundruðum bjargað á Miðjarðarhafi
Yfir 370 manns sem bjargað var um borð í björgunarskipið Ocean Viking undan ströndum Líbíu á síðustu dögum fá að fara í land á Sikiley. Hjálpar- og mannúðarsamtökin SOS Mediterranee, sem gera björgunarskipið út, greindu frá þessu á Twitter í kvöld. „Mikill léttir um borð í kvöld þar sem Ocean Viking var heitið örugg höfn í Augusta á Sikiley," skrifar talsmaður samtakanna, sem segir að skipið muni að líkindum leggjast að bryggju í fyrramálið. Ítalska strandgæslan hefur þó ekki staðfest þetta enn.
25.01.2021 - 01:18
Ítalska stjórnin komst naumlega hjá falli
Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, og ríkisstjórn hans stóðu af sér vantrauststillögu í öldungadeild ítalska þingsins í gær, með naumindum þó. Einungis hjáseta fyrrverandi samstarfsflokks og óvæntur stuðningur tveggja stjórnarandstæðinga forðaði stjórninni frá falli.
20.01.2021 - 03:35
Samruni skapar fjórða stærsta bílaframleiðanda heims
Ítalsk-bandaríska bílaframleiðslufyrirtækið Fiat/Chrysler og franski framleiðandinn PSA undirrituðu samrunasamning í dag. Samningaviðræður hafa staðið vel á annað ár.
16.01.2021 - 13:08
Stjórnarkreppa á Ítalíu eftir óvinsæla ákvörðun Renzi
Stjórnarkreppa er staðreynd á Ítalíu eftir að Matteo Renzi sleit flokk sinn, Italia Viva, úr stjórnarsamstarfinu. Renzi er sjálfur fyrrverandi forsætisráðherra. Ákvörðunin er mjög óvinsæl samkvæmt skoðanakönnunum, og nýtur stjórn Giuseppe Conte forsætisráðherra ekki lengur stuðnings meirihluta á þingi.
14.01.2021 - 05:53
Umfangsmikil mafíuréttarhöld hefjast á Ítalíu í dag
Vel á fjórða hundrað sakborninga og yfir 900 vitni taka þátt í stærstu réttarhöldum gegn mafíunni á Ítalíu í áratugi. Réttarhöldin tengjast 'Ndrangheta mafíunni og eru afrakstur margra ára rannsóknar. Þau hefjast í dag og eiga að líkindum eftir að standa yfir í rúm tvö ár að sögn fréttastofu BBC.
13.01.2021 - 03:34
Ólga í ítölskum stjórnmálum
Sergio Mattarella, forseti ítalíu, hefur hvatt flokkana í ríkisstjórn landsins að staðfesta björgunarsjóð Evrópusambandsins áður en þeir útkljá deilur sem talið er að geti stefnt stjórnarsamstarfinu í hættu. Ítalskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun.
11.01.2021 - 07:59
Páfinn: „Sjálfseyðandi afneitun" að hafna bólusetningu
Efasemdir um ágæti bólusetningar bera vott um sjálfseyðandi afneitun, að mati Frans páfa. Hann hvetur fólk til að láta bólusetja sig hið fyrsta og ætlar sjálfur að láta bólusetja sig í komandi viku.
Fámenn jólamessa páfa í skugga heimsfaraldurs
Tómlegt var um að litast á Péturstorginu í Róm að kvöldi aðfangadags, öfugt við það sem venja er til, og fámennt var í Péturskirkjunni sjálfri, þar sem Frans páfi þjónaði fyrir altari. Innan við tvö hundruð grímubúnir gestir sóttu messuna, aðallega starfsfólki Páfagarðs. Messan var haldin klukkan hálf átta að ítölskum tíma en ekki á miðnætti eins og venja er, vegna útgöngubanns sem í gildi er á Ítalíu kvölds og nætur.
24.12.2020 - 23:32
Yfir 70.000 dauðsföll rakin til COVID-19 á Ítalíu
Ítalía varð í gær fyrsta Evrópuríkið og fimmta landið í heiminum, þar sem yfir 70.000 dauðsföll hafa verið rakin til kórónaveirunnar nýju og COVID-19 sjúkdómsins sem hún veldur. 553 féllu í valinn á Ítalíu í gær vegna farsóttarinnar, heldur færri en á þriðjudag, þegar 628 dóu úr COVID-19 þar í landi. Fleiri ný smit greindust hins vegar í gær en í fyrradag, eða 14.522 á móti 13.318.
24.12.2020 - 05:46
Víðtækar lokanir á Ítalíu yfir jól og áramót
Ítölsk stjórnvöld hafa fyrirskipað viðtækar lokanir yfir jól og áramót til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu COVID-19. Giuseppe Conte forsætisráðherra kynnti ráðstafanirnar í kvöld.
Stutt en kröftugt gos í Etnu
Eldgos hófst í eldfjallinu Etnu á Sikiley um miðnæturbil á sunnudag. Allt að 200 metra háir hraunstrókar og rauðglóandi hraunelfur sem streymdu niður hlíðar fjallsins lýstu upp nóttina fram á morgun. Þá fór heldur að draga úr eldvirkninni sem þó er ekki lokið.
15.12.2020 - 04:39
Erlent · Evrópa · Hamfarir · eldgos · Ítalía
3.300 manna ráðstefnu aflýst vegna aftöku blaðamanns
Stórri viðskiptaráðstefnu evrópskra og íranskra fyrirtækja og stofnana sem hefjast átti í dag og standa fram á miðvikudag var frestað í gær, innan við sólarhring áður en hún átti að hefjast. Ástæðan er aftaka íranskra yfirvalda á blaða- og baráttumanninum Ruhollah Zam á laugardag, þótt skipuleggjendur hafi ekki tilgreint hana er þeir blésu ráðstefnuna af.
14.12.2020 - 05:35
Jólaös í ítölskum borgum veldur áhyggjum
Örtröð var á götum margra helstu borga Ítalíu í gær þrátt fyrir allar sóttvarnareglur og sá lögregla sig knúna til að loka aðgengi að ýmsum vinsælum viðkomustöðum, svo sem Trevi-brunninum í Róm. Borgaryfirvöld þar slökuðu nýverið eilítið á sóttvarnareglum og það nægði til þess að fólk fjölmennti í jólainnkaupin. Sama var uppi á teningnum í fleiri borgum, heilbrigðisyfirvöldum til mikilla vonbrigða.
14.12.2020 - 04:22
myndskeið
Feneyjar á floti
Vatn flæddi yfir götur og torg í Feneyjum í gær. Úrhellið varð meira en spáð var og því voru ekki settir upp tálmar til að hamla flóðum. Vatnshæðin var tæplega 1,4 metrar. Viðamiklu kerfi til að koma í veg fyrir flóð var komið upp í október.
09.12.2020 - 19:20
Meir en ein og hálf milljón látin úr COVID-19
Meir en ein og hálf milljón hefur nú látist úr COVID 19 farsóttinni, samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskólans í Bandaríkjunum. Um 65 milljónir hafa greinst með kórónuveiruna um heim allan. Faraldurinn er enn að breiðast út í fjölmörgum löndum. Sums staðar hefur tekist að hægja á útbreiðslunni, annars staðar fjölgar smitum með sívaxandi hraða. Það gildir um mörg ríki í Bandaríkjunum en þar hafa langflest dauðsföllin orðið, rúmlega 276 þúsund.