Færslur: Ítalía

Páfagarður skiptir sér af ítalska þinginu
Frumvarp til laga á Ítalíu um bann við mismunun og hvatningu til ofbeldis gegn hinsegin fólki og fötluðum leggst illa í kaþólsku kirkjuna.
Grímuskylda utandyra afnumin á Ítalíu
Ítölsk stjórnvöld boða að ekki verði lengur skylt að bera andlitsgrímu utandyra frá og með næstkomandi mánudegi 28. júní. Mjög hefur dregið úr smitum í landinu og um þriðjungur fólks yfir tólf ára aldri er bólusett.
G7-ríkin hyggjast gefa minnst milljarð bóluefnaskammta
Sjö af stærstu iðnveldum heims, sem saman mynda G7-ríkjahópinn, munu samanlagt gefa minnst einn milljarð bóluefnaskammta til dreifingar í efnaminni ríkjum jarðarkringlunnar áður en næsta ár er úti. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og gestgjafi G7-ráðstefnunnar í ár, lýsti þessu yfir í gær, fimmtudag.
G7-ríkin samþykkja 15% lágmarksskatt á fyrirtæki
Fjármálaráðherrar sjö stærstu iðnríkja heims hafa samþykkt 15% lágmarksskatt á tekjur alþjóðlegra fyrirtækja. Samningurinn er sagður sögulegur og setur þrýsting á önnur ríki að gera slíkt hið sama.
05.06.2021 - 12:38
Erlent · Asía · Evrópa · Norður Ameríka · G7 · Bandaríkin · Kanada · Frakkland · Ítalía · Japan · Bretland · Þýskaland
Segja alheimsfyrirtækjaskatt innan seilingar
Samkomulag G7-ríkjanna um alheimsfyrirtækjaskatt er innan seilingar. Þetta segja fjármálaráðherrar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Spánar í grein sem birt er í breska blaðinu Guardian í dag.
04.06.2021 - 10:52
Efnahagsmál · Erlent · G7 · Þýskaland · Bretland · Bandaríkin · Ítalía · Spánn · Frakkland · OECD
Mafíuforingi laus úr fangelsi
Mafíuforinginn Giovanni Brusca, einnig kallaður slátrarinn, losnaði úr fangelsi í vikunni. Hann sat inni í 25 ár fyrir þátt sinn í yfir hundrað morðum, þar á meðal fyrir morðið á saksóknaranum Giovanni Falcone. Hann verður á skilorði næstu fjögur ár. 
02.06.2021 - 05:17
Drengur sem lifði af kláfferjuslys kominn af gjörgæslu
Fimm ára drengur sem var sá eini sem komst lífs af, þegar kláfur hrapaði á norðanverðri Ítalíu í síðasta mánuði, hefur verið fluttur af gjörgæsludeild.
01.06.2021 - 17:24
Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu
Þrír menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsóknina á kláfferjuslysinu í norðanverðri Ítalíu á sunnudaginn, þar sem fjórtán létu lífið. Frá þessu er greint í ítalska blaðinu La Stampa. Samkvæmt frétt blaðsins er forstjóri fyrirtækisins sem rekur kláfinn á meðal hinna handteknu, auk rekstrarstjóra og verkfræðings. Ákæruefnin eru nokkur, þar á meðal manndráp af gáleysi.
26.05.2021 - 06:55
Fimm ára drengur sá eini sem lifði af slys á Ítalíu
Yfirvöld á Ítalíu hafa hafið rannsókn á slysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Kláfur hrundi og fjórtán létust. Fimm ára drengur var sá eini sem lifði af.
24.05.2021 - 12:47
Smitum og dauðsföllum hríðfækkar eftir bólusetningu
Samanburður á stöðu farsóttarinnar í Bretlandi nú og fyrir sléttum fjórum mánuðum síðan sýnir glöggt hversu mikil og afgerandi áhrif fjöldabólusetning hefur. Ný rannsókn ítalskra heilbrigðisyfirvalda sýnir sömu, óyggjandi niðurstöður.
15.05.2021 - 23:18
Samstöðufundir vegna Palestínu víða um Evrópu í dag
Tugir þúsunda Evrópubúa fóru í göngur til stuðnings málstað Palestínu í dag. Skipuleggjendur fullyrða að 150 þúsund manns hafi gengið um götur Lundúna, nærri Hyde Park, með skilti með áletrunum á borð við „Hættið sprengjuárásum á Gaza“.
15.05.2021 - 21:45
Mörg hundruð flóttamenn til Lampedusa
Yfir 1.400 flóttamenn komu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa um helgina á fimmtán bátum. Í einum þeirra voru 400 um borð, þar af 24 konur og börn. Fólkið var af ýmsum þjóðernum að sögn AFP fréttastofunnar.
10.05.2021 - 04:16
Bein neanderdalsmanna fundust í ítölskum helli
Leifar níu neanderdalsmanna fundust í ítölskum helli, um hundrað kílómetrum suðaustur af Róm. Fornleifafræðingar telja hýenur hafa orðið mönnunum að bana fyrir allt að 100 þúsund árum síðan.
09.05.2021 - 07:58
Evrópuríki vilja að Ísrael láti af landtöku
Stórveldi í Evrópu kalla eftir því að Ísraelar hætti útvíkkun landtökubyggða sinna á Vesturbakkanum. Byggja á yfir 500 heimili þar á næstunni.
Ungir Bandaríkjamenn fá lífstíðardóm á Ítalíu
Tveir ungir Bandaríkjamenn hlutu í gær lífstíðardóm á Ítalíu fyrir að myrða lögreglumann. Morðið frömdu þeir í Róm sumarið 2019, þegar þeir voru í sumarleyfi í borginni.
06.05.2021 - 03:08
Bretar senda 1.000 öndunarvélar til Indlands
Bretar ætla að senda 1.000 öndunarvélar til Indlands, þar sem algjört neyðarástand ríkir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þar deyja þúsundir úr COVID-19 á degi hverjum og yfir 300.000 ný tilfelli hafa greinst þar daglega ellefu daga í röð. Mikill hörgull er á öndunarvélum, súrefnisbirgðum, lyfjum og öðrum lækningavörum auk þess sem bóluefni eru víða af skornum skammti þrátt fyrir mikla bóluefnaframleiðslu í landinu.
03.05.2021 - 04:43
Ítalía: Bólusettu hálfa milljón á einum degi
Ítölum tókst í fyrsta skipti í gær að ná því markmiði að bólusetja hálfa milljón landsmanna gegn kórónuveirunni á einum degi. Mikið liggur á að ljúka verkinu þar sem Ítalía hefur farið sérlega illa út úr heimsfaraldrinum efnahagslega.
30.04.2021 - 16:02
Fékk full laun þrátt fyrir að skrópa í vinnuna í 15 ár
Starfsmaður sjúkrahúss í borginni Catanzaro á Ítalíu er nú til rannsóknar fyrir að hafa skrópað í vinnuna í heil fimmtán ár. Allan þann tíma fékk maðurinn full laun.
22.04.2021 - 07:49
Myndskeið
Lögregluvernd í 30 ár vegna rannsókna á mafíum
Saksóknari á Ítalíu hefur óttast um líf sitt síðan hann byrjaði að rannsaka glæpi hinnar harðsvíruðu Ndrangheta mafíu. Réttarhöld standa nú yfir og eru ein þau umfangsmestu í sögu landsins.
Salvini fyrir rétt í september, ákærður fyrir mannrán
Dómari hefur úrskurðað að Matteo Salvini, formaður Norðurbandalagsins og fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu, verði að mæta fyrir rétt í Palermo á Sikiley hinn 15. september næstkomandi. Hann er ákærður fyrir mannrán þegar hann kom í veg fyrir að um hundraði flótta- og förufólks um borð í björgunarskipinu Open Arms yrði hleypt í land í ágúst í fyrra.
AstraZeneca afhendir helmingi færri skammta en til stóð
Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur tilkynnt að um það bil helmingi færri skammtar bóluefnis þess verði afhentir ríkjum Evrópusambandsins í næstu viku en til stóð. Það eigi einnig við um Noreg og Ísland.
Tyrkir fordæma ummæli Draghi um Erdogan
Ítalski sendiherrann í Tyrklandi var kallaður á teppið í Ankara vegna ummæla Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, um tyrkneska forsetann. Draghi kallaði Recep Tayyip Erdogan einræðisherra vegna fundarins með forsetum Evrópusambandsins þar sem Ursula von der Leyen var skilin útundan. Draghi sagði Tyrki hafa niðurlægt von der Leyen, sem er forseti framkvæmdastjórnar ESB.
09.04.2021 - 06:17
Myndskeið
Útgöngubönn og lokanir aðra páskana í röð
Útgöngubönn og lokanir blasa við Evrópubúum aðra páskana í röð. Á Ítalíu voru reglur hertar þannig að ströngustu takmarkanir gilda um allt land um helgina.
03.04.2021 - 20:30
Erlent · Evrópa · COVID-19 · Ítalía · Spánn · Frakkland · Belgía
Ítalir nota á ný bóluefni AstraZeneca
Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu byrjuðu á ný í morgun að nota bóluefni frá AstraZeneca eftir nokkurt hlé og voru Mario Draghi, forsætisráðherra ítalíu, og eiginkona hans,  Maria Serenella Cappello, meðal þeirra sem bólusettir voru í morgun.
30.03.2021 - 09:56
Mafíósi kom upp um sig í matreiðsluþætti á Youtube
Ítalskur mafíósi á flótta undan réttvísinni var handtekinn í Dóminíkanska lýðveldinu í Karíbahafi nýverið. Glöggir áhorfendur matreiðsluþáttar á Youtube áttuðu sig á því hver var þar á ferð og komu lögreglu á sporið.
30.03.2021 - 07:11