Færslur: Íslenskar bókmenntir 2020
Snerting Ólafs Jóhanns verður að bíómynd Baltasars
Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bókinni Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og ætlar að gera mynd eftir henni á næsta ári. Hann segir að myndin verði stórt, alþjóðlegt verkefni.
07.02.2021 - 18:35
Fyrstu ljóðin fjölluðu um þakklæti
Ljóðabókin Stökkbrigði eftir Hönnu Óladóttur er fyrsta bók höfundar. Í þessari fallegu bók tekst höfundur á löngu liðið áfall, það versta allra áfalla, barnsmissi og það ekki einu sinni heldur tvisvar. Tuttugu árum síðar á námskeiði í skapandi skrifum sem Hanna sótti þegar hún var að ná sér eftir að hafa unnið yfir sig við að skrifa doktorsritgerð vann hún er þessari reynslu í ljóðum.
27.01.2020 - 14:18
Litið yfir bækur ársins 2019
Í þættinum Orð um bækur var á laugardaginn sest á svolitla rökstóla og leitast við að glöggva sig á því hvort allar hinar fjölmörgu bækur sem komu út á árinu 2019 segi einhverja sögu um skáldskap og bókmenntir í landinu á nýliðnu ári.
20.01.2020 - 23:23
Sögur handa þeim sem eru að læra íslensku
Árstíðir heitir safn rúmlega hundrað örsagna sem Karítas Hrundar Pálsdóttir sendi frá sér í vikunni. Undirtitill safnsins er „sögur á einföldu máli“ sem vísar til þess að sögurnar eru sérstaklega hugsaðar handa þeim sem eru að læra íslensku og þætti gott að hafa aðgang að vitrænum og skemmtilegum textum á einföldu máli. Taka skal fram að sögurnar eru ekki síður áhugaverðar og skemmtilegar aflestrar fyrir þá sem námu íslenskuna við móðurkné.
14.01.2020 - 12:27