Færslur: íslenskar bókmenntir

Víðsjá
Enn einn steinninn í vörðu bókmenntasögunnar
Sægur fræði- og kennslubóka er til um bókmenntasögu Íslendinga og líklega muna flestir hvaða bækur lágu til grundvallar þeirri þekkingu sem þeir öðluðust í grunn- og framhaldsskóla. En af hverju þarf þá að skrifa nýjar slíkar bækur, hvað í ósköpunum getur eiginlega hafa vantað upp á?
Myndskeið
Bautasteinn á áður týnda gröf skáldsins
Bautasteinn prýðir nú gröf Páls Ólafssonar stórskálds og konu hans Ragnhildar Björnsdóttur í Hólavallagarði. Gröf hjónanna fannst í fyrra, eftir að hafa verið týnd um árabil.
Eldgamlar teikningar verða að nýjum ljóðum
Ljóðin í nýrri ljóðabók Sigurlínar Bjarneyjar Gísladóttur eru innblásin af teikningum úr sautjándu aldar alfræðibókum. Undrarými heitir þessi bók, sem sýnir okkur inn í tímahylki hugmynda mannsins um sjálfan sig og náttúruna sem og dýr stór og smá í samtali við 21. aldar orð, hugleiðingar um umbreytingar og von.