Færslur: íslensk myndlist

Víðsjá
Fara í saumana á samskiptum manna og dýra
„Við erum alltaf að reyna að taka manninn úr miðju heimsins,“ segja þau Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson en þetta myndlistartvíeyki heldur nú upp á tuttugu ára samstarf með sýningum, bæði í Kópavogi og brátt á Akureyri.
Víðsjá
Mér líður eins og dekurbarni
Listmálarinn Steingrímur Gauti Ingólfsson opnaði í upphafi september einkasýningu á verkum sínum í galleríi í miðborg Parísar. Galleríið er glænýtt, það heitir Galerie Marguo og reynslumiklir aðilar í myndlistarheiminum reka það. Áhugi á sýningunni var mikill ekki síst hjá aðilum í Asíu sem kunna vel að meta verkin.
Víðsjá
Grafíkin er ótemja sem hendir manni sífellt af baki
Grafíklistakonan Valgerður Hauksdóttir hefur lengi verið í framvarðasveit íslenskrar grafíklistar. Hún sýnir nú verk sín í sýningarsal félagsins Íslensk grafík í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík. „Það er ekkert stöðugt í heiminum. Þetta eru mínar vangaveltur um tímann og stöðu okkar í alheiminum,“ segir Valgerður um sýninguna sem hún kallar Síbreytileika.
06.06.2021 - 09:00
Víðsjá
Myndlist frá ólíkum löndum
Á nýrri sumarsýningu Gerðarsafns í Kópavogi má verða vitni að óvenjulegum samslætti íslenskrar samtímamyndlistar og myndlistar frá Singapúr. Sýningarstjórarnir, Dagrún Aðalsteinsdóttir og Weixin Chong, segja líkindi með myndlistarlífinu í þessum tveimur ólíku löndum en samt sé einhvern veginn lengra í náttúruna í verkum listamanna í Singapúr en gerist og gengur í hérlendri myndlist.
05.06.2021 - 09:00
Víðsjá
Myndlistin ýtir við, kitlar og hrærir í okkur
Alþjóðlegur dagur listar, World Art Day, er haldin hátíðlegur í dag 15. apríl. Hann er að þessu sinni helgaður myndlist. Af því tilefni flytur Haraldur Jónsson myndlistarmaður ávarp. Upptakan var gerð við leiði Muggs í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu í Reykjavík.
Segir aukningu en ekki samdrátt í listaverkasölu
Listaverkasala gengur vel þrátt fyrir kórónuveirufaraldur segir Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri Gallerí Foldar. Hann kannast ekki við samdrátt í sölu líkt og forsvarsmenn Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM) halda fram.
30.07.2020 - 15:15
Segir Fold eina húsið sem standi skil á gjöldunum
Ekki er rétt sem varaformaður SÍM heldur fram að Gallerí Fold sé meðal þeirra sem ekki standi skil á fylgiréttargjöldum. Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri Gallerís Foldar segir uppboðshúsið þvert á móti vera eina húsið sem standi skil á gjöldunum í dag.
28.07.2020 - 16:13
Dæmi um milljóna skuldir vegna fylgiréttargjalda
Dæmi eru um að fyrirtæki skuldi milljónir í fylgiréttargjöld. Mörg mál eru í gangi hjá Myndstef og nokkuð um kennitöluflakk vegna skuldanna. Þetta staðfestir Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland, framkvæmdastjóri Myndstefs. Gallerí Fold er eitt þeirra fyrirtækja sem eru treg til að greiða gjaldið segir varaformaður SÍM.
28.07.2020 - 13:48
Auðvelt að svíkjast undan fylgiréttargjöldum
Fara þarf í allsherjar endurskoðun á fylgiréttargjöldum af listaverkum. Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland, framkvæmdastjóri Myndstefs, segir fylgiréttargjaldið vera sterk og góð réttindi sem þó sé auðvelt að svíkjast undan að greiða.
Víðsjá
Frjáls eins og fuglinn
Fangar í öryggisfangelsinu á Hólmsheiði og starfsfólk fangelsisins geta notið myndlistar í opinberu en harðlokuðu rými innan girðingar fangelsins. Á útveggjum byggingarinnar og í aðkomugarði má njóta verka þeirra Önnu Hallinn og Olgu Bergmann sem sigruðu á sínum tíma samkeppni um list fyrir bygginguna.
09.05.2020 - 17:01
Víðsjá
Sýning sem aldrei varð
Hópur meistaranema við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands hefur opnað netmyndlistarsýninguna Samkomu - sýningu sem aldrei varð. Henni var ætlað að fara upp í Veröld - húsi Vigdísar á svæði Háskóla Íslands, en færðist þess í stað inn á netið.
Snýst um það að hafa gaman og búa eitthvað til
Áskorunin #litasamkoma hefur vakið verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum en það er myndlistarkonan Rakel Tómas sem stendur fyrir henni.
30.03.2020 - 17:25
Víðsjá
Forfallinn safnari sem elskar rútínu
„Ég kann mjög vel við mig í návist við sjálfan mig,“ segir Guðjón Ketilsson myndlistarmaður sem nýlega var kjörinn myndlistarmaður ársins á Íslensku myndlistarverðlaununum. Í útvarpsþættinum Víðsjá á Rás 1 var Guðjón heimsóttur á vinnustofuna og rætt við hann um starf myndlistarmannsins.
Viðtal
Stríðinn listamaður þykist banna myndatökur
Á Snæfellsnesi má finna ýmis óvænt listaverk sem komið hefur verið fyrir vítt og breitt um svæðið. Verkin tilheyra sýningunni Umhverfing III og eru fjölbreytt verk listamanna sem tengjast svæðinu. Hefur eitt þeirra vakið hörð viðbrögð ferðamanna sem hafa sumir ekki húmor fyrir stríðninni.
21.08.2019 - 17:07
Viðtal
Rótföst flökkukind gerir grasagrafík í húsbíl
Listamaðurinn Viktor Pétur Hannesson er heillaður af plöntum. Hann hefur síðustu ár unnið ýmiss konar verk sem hann býr til með því að finna gróður úr náttúrunni og gera nýstárlegar grafíkmyndir. Nú er hann á leið í ferðalag um landið í húsbíl sem einnig er færanlegt gallerí en í bílnum hyggst hann í senn búa, vinna og sýna myndir úr gróðri sem hann finnur á leið sinni.
04.06.2019 - 09:19
Gallerí Korka lifnar við
Á morgun mun listafélagið Korka standa fyrir opnunarhátíð Gallerís Korku á Skólavörðustíg. Korka hefur áður verið rekin á þessum stað en eftir tilfæringar og mannabreytingar hefur hún gengið í endurnýjun lífdaga.
17.05.2019 - 18:19
„Þú mátt vera mjög viðkvæmur og bleikur“
„Ég fór inn þarna frekar melankólísk með flensu og ég fór bara næstum að gráta,“ segir Auður Jónsdóttir rithöfundur um sýninguna Allt fínt eftir Örnu Óttarsdóttur sem nú er í Nýlistasafninu.
Ísland er eyja listarinnar
Eyja listarinnar, Isle of art, er heiti á nýrri bók á ensku sem hverfist um eins konar ferðalag í gegnum íslenska samtímamyndlist. Það er þýska blaðakonan Sarah Schug sem á heiðurinn að bókinni, en ljósmyndarinn Pauline Mikó tekur myndir í hana. Í bókinni er rætt við fjölmarga myndlistarmenn, sýningarstjóra, listfræðinga og fólk sem rekur rými sem helguð eru samtímamyndlist víða um land.
Viðtal
„Bylting er bara merkimiði“
Sýning myndlistarmannsins Steingríms Eyfjörð, Megi þá helvítis byltingin lifa, opnaði nýverið í Hverfisgalleríi. Sýningin er poppaðri en fyrri sýningar hans, en titillinn er vísun í pistil Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar.
Gríðarlegur áhugi á íslenskri myndlist
Björg Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar segir þátttöku íslenskra myndlistarmanna í alþjóðlegu myndlistarsenunni alltaf vera að aukast. „Ungir myndlistarmenn eru duglegir að fara bæði í skiptinám og framhaldsnám og tengjast erlendu senunni mjög fljótt,“ segir Björg. Markaður með íslenska myndlist sé að stórum hluta erlendis. Rætt var við Björgu í Víðsjá.
08.02.2019 - 16:45