Færslur: íslensk kvikmyndagerð

Myndskeið
Rektor LHÍ fagnar að fá kvikmyndanám í skólann
Rektor Listaháskóla Íslands fagnar ákvörðun um að kvikmyndanám á háskólastigi verði í skólanum, það verði greininni til framdráttar að komast á háskólastig. Námið eigi að geta hafist næsta haust, þrátt fyrir skamman fyrirvara.
Myndskeið
Snerting Ólafs Jóhanns verður að bíómynd Baltasars
Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bókinni Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og ætlar að gera mynd eftir henni á næsta ári. Hann segir að myndin verði stórt, alþjóðlegt verkefni.
Myndskeið
Forstjóri Sagafilm: „Þá verðum við að segja upp fólki“
Forstjóri Sagafilm óttast að þurfa að segja upp öllu sínu starfsfólki, verði frumvarp til breytinga á lögum um endurgreiðslur í kvikmyndaiðnaði samþykkt. Önnur framleiðslufyrirtæki hafa gert alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar.
Myndskeið
Metár í íslenskri kvikmyndagerð
Allt stefnir í metár í íslenskri kvikmyndagerð 2021 og að fleiri kvikmyndir og þáttaraðir verði frumsýndar á árinu en nokkru sinni fyrr. Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir að kórónuveiran hafi sín áhrif.
Myndskeið
Lítil smithætta laðar kvikmyndagerðarmenn til landsins
Erlendir kvikmyndagerðarmenn sækjast eftir því að koma til Íslands, meðal annars vegna þess að hér er tiltölulega öruggt að gera kvikmyndir í faraldrinum. Þetta segir fagstjóri hjá Íslandsstofu. Tvö stór verkefni eru í tökum, og hátt í tíu til viðbótar á teikniborðinu.
Þýskt fyrirtæki kaupir fjórðungshlut í Sagafilm
Beta Nordic Studios, dótturfyrirtæki Beta Film í Þýskalandi, hefur keypt 25% hlut í Sagafilm. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sagafilm. Þar segir að Beta Film sé stærsta sjálfstæða kvikmyndafyrirtæki Evrópu og að það vinni við framleiðslu, dreifingu og fjármögnun „hágæða kvikmynda- og sjónvarpsverkefna“. Fyrirtækið var stofnað árið 1959, er með höfuðstöðvar í Munchen og skrifstofur víða um heim.
Sigrún verður aðstoðarrektor Kvikmyndaskólans
Sigrún Sigurðardóttir er nýr aðstoðarrektor Kvikmyndaskóla Íslands. Sigrún hefur gengt stöðu lektors við Háskólann á Akureyri að undanförnu og hefur víðtæka reynslu af kennarastörfum og þróun námskeiða. Aðstoðarrektor er ný staða við Kvikmyndaskólann.
Ný íslensk kvikmynd frumsýnd í miðjum COVID-faraldri
Íslenska kvikmyndin Mentor kom í bíó í miðjum COVID-faraldri. Til stóð að hún færi í sýningu í febrúar. „Svo kom einhver vírus, ég veit ekki hvort þið hafið heyrt af honum“, segir Þórhallur Þórhallsson, einn aðalleikara myndarinnar.
07.07.2020 - 12:26
Morgunútvarpið
Sigurjón eignast kvikmyndaréttinn að Tíbrá 
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi hefur tryggt sér réttinn að glæpasögunni Tíbrá eftir Ármann Jakobsson. Bókin er þriðja glæpasaga Ármanns en hún var gefin út af bókaútgáfunni Bjarti á dögunum.
Ekkert háskólanám átta árum eftir afgerandi skýrslu
Íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru orðnir langeygir eftir því að námi í kvikmyndagerð á háskólastigi verði komið á hér á landi. Átta ár eru síðan stjórnvöld létu vinna skýrslu þar sem lögð var áhersla á að slíku námi yrði komið á og þrjú ár síðan 40 manna hópur sem komið hefur að kvikmyndagerð hér á landi sendi menntamálaráðherra áskorun þess efnis. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu verður ný kvikmyndastefna kynnt á næstunni, þar sem meðal annars verður fjallað um menntun.
Sendu okkur stuttmynd úr sóttkvínni
Nú þegar samkomubann er í gildi, framhaldsskólar og háskólar eru lokaðir og margir eru í sóttkví getur verið erfitt að finna sér eitthvað að dunda sér við. Eitt af því sem er þá tilvalið að gera er að læra eitthvað nýtt, eins og til dæmis hvernig maður getur gert stuttmynd.
17.03.2020 - 15:12
Margrét Einarsdóttir hlaut kvikmyndaverðlaun Svía
Búningahönnuðurinn Margrét Einarsdóttir vann í kvöld til verðlauna á Guldbaggen, kvikmyndaverðlaunahátíð Svía, fyrir bestu búninga í kvikmyndinni Eld & lågor.
20.01.2020 - 20:17
Viðtal
Hlynur frumsýnir á Cannes í dag
Kvikmyndahátíðin í Cannes stendur sem hæst um þessar mundir en á meðal þeirra mynda sem frumsýndar eru á hátíðinni í dag er myndin Hvítur, hvítur dagur í leikstjórn Hlyns Pálmasonar.
Sögur með konum í lykilhlutverkum mikilvægar
Það er mikilvægt að segja sögur þar sem konur eru í lykilhlutverkum, að mati Hilmars Sigurðssonar, forstjóra Sagafilm. Fyrirtækið hlaut hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2018. Að verðlaununum standa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Háskóli Íslands. UN Women á Íslandi er sérstakur samstarfsaðili verkefnisins. Verðlaunin voru veitt í hátíðarsal Háskóla Íslands í morgun.