Færslur: Íslendingasögur

Myndskeið
Ljúfsárt að ljúka loks við 90 metra Njálurefilinn
Síðasta sporið var saumað í rúmlega níutíu metra langan Njálurefil á dögunum og saumakonurnar, sem hafa helgað sig verkefninu í tæp átta ár, þurfa nú að snúa sér að lopapeysunum.
25 milljónum veitt í að varðveita Njálurefilinn
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að veita 25 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til þess að koma hinum svokallaða Njálurefli fyrir í varanlegu sýningarhúsnæði í Rangárþingi Eystra. Refillinn er 90 metra langur hördúkur og er Njálssaga saumuð í hann með refilsaumi.
28.08.2020 - 12:08
Allir eru sömu gerðar bæði yst og innst
„Ég á efðaefni sameiginleg með íbúum, innfluttum eða innfæddum, Evrópu, Asíu, Afríku og Eyjaálfu. Formæður mínar hafa verið kolsvartar, svartar, dökkbrúnar, brúnar, ljósbrúnar og hvítar svo nokkuð sé nefnt.“ Að gefnu og augljósu tilefni hugleiðir Ragnheiður Gyða Jónsdóttir litbrigði mannkyns í öðrum pistli sínum í Tengivagninum á Rás 1.
Litbrigði mannkyns til sálar og líkama
„Allt miðaði að því að tryggja erfðarétt, halda fengnum eignum og völdum innan ættar“ og því var nauðsynlegt að þekkja kyn sitt. Að gefnu og augljósu tilefni hefur Ragnheiður Gyða Jónsdóttir verið að hugleiða litbrigði mannkyns, til sálar og líkama, í Tengivagni Rásar 1.
Íslendingasögurnar á 75 mínútum
Ferðamenn koma ekki eingöngu til Íslands að skoða náttúruna, þá þyrstir líka í íslenska menningu, m.a. íslenskar leiksýningar á ensku. 
21.09.2016 - 14:36
Gyldendal gefur út Íslendingasögur
Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli danska forlagsins Gyldendal og Saga forlags á Íslandi um útgáfu allmargra bóka í Danmörku sem sækja efni í fyrstu heildarútgáfu Íslendingasagna og þátta á dönsku. Heildarútgáfa á Íslendingasögunum og þáttum kom út á dönsku, norsku og sænsku fyrir tveimur árum hjá Saga forlagi í Reykjavík.
16.04.2016 - 14:48