Færslur: Ísland

Myndskeið
Stærðarinnar hákarl vatt sér upp að strandveiðibáti
Stefáni Sveinssyni sjómanni á Skagaströnd brá í brún er hann var við veiðar norður af Íslandi, á Hornbanka, þegar risastór hákarl kom upp að bátnum.
19.07.2022 - 14:16
Ísland efst á lista um jöfnuð kynjanna 13. árið í röð
Ójöfnuður kynjanna er minnstur á Íslandi, er fram kemur í nýútgefinni árlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, eða World Economic Forum. Það er þrettánda árið í röð sem Ísland trónir á toppi listans.
Losun gróðurhúsalofttegunda nálgast fyrra horf
Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3 prósent á árinu 2021 eftir verulega minnkun árin tvö þar á undan. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem kom út í morgun.
Fæðingum fjölgaði á Norðurlöndum í fyrstu bylgju covid
Fæðingum fjölgaði umtalsvert á Norðurlöndunum í fyrstu bylgju heimsfaraldursins, eins og fram kemur í nýrri skýrslu norrænu hagstofanna um áhrif COVID-19 á Norðurlöndum.
Sjónvarpsfrétt
Mataræði úlfa meðal yrkisefna í Eurovision
Öll Norðurlöndin fimm hafa nú valið sinn fulltrúa í Eurovision í ár. Matarræði úlfa og sterkar sjálfstæðar konur eru meðal yrkisefna.
14.03.2022 - 17:01
Fréttaskýring
Telja fjárstuðning Íslands ekki í takt við ríkidæmið
Síðastliðin fjögur ár hefur Ísland varið samtals 133 milljónum króna til Græna loftslagssjóðsins. Tvær sjálfstæðar rannsóknarstofnanir hafa komist að þeirri niðurstöðu að loftslagsstuðningur Íslands við fátækari ríki sé langt frá því að teljast sanngjarn í ljósi ríkidæmis landsins og ábyrgðar. 
Myndskeið
Krónprinsinn kominn á Bessastaði
Friðrik krónprins Danmerkur og Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, komu hingað til lands í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð krónprinsinum og utanríkisráðherranum ásamt danskri sendinefnd til kvöldverðar á Bessastöðum nú í kvöld og hófst veislan klukkan hálf 7.
Dönsk stjórnvöld aðstoða Íslendinga við að komast heim
Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, greinir frá því í færslu á Twitter að fyrr í dag hafi flugvél lent í Kaupmannahöfn með 131 farþega frá Islamabad í Pakistan. Um borð hafi verið fólk sem Danir hefðu aðstoðað stjórnvöld í Svíþjóð og á Íslandi við að ferja heim frá Afganistan.
22.08.2021 - 15:25
Myndskeið
Öll Norðurlöndin búin að velja sér lag
Í fyrsta sinn í 24 ár verður framlag Dana í Eurovision sungið á dönsku. Allar Norðurlandaþjóðirnar hafa nú valið lög til þátttöku í Eurovision.
16.03.2021 - 08:00
Ótal söfn hjá fámennri þjóð
Á Íslandi er nær eitt safn á hverja þúsund Íslendinga. Þetta segir rithöfundurinn A. Kendra Green sem hefur skoðað um þriðjung þeirra í sjö ferðum til landsins. Green fjallar um söfnin, sem hún segir vera lítil, heillandi og óhefðbundin, í nýrri bók.
27.07.2020 - 14:10
Senua þverar Ísland í leiknum Hellblade II
Leikjaheimur Hellblade II, frá tölvuleikjaframleiðandanum Ninja Theory, er byggður á Íslandi. Hönnuður leiksins fékk hugmyndina eftir ferð til landsins, sem hann lýsir sem fallegu, framandi og hættulegu, allt í senn.
27.07.2020 - 11:08
Brexit
Réttindi Íslendinga í Bretlandi tryggð
Samningaviðræðum EFTA-ríkjanna innan evrópska efnahagssvæðisins við Bretland um búseturéttindi fólks ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu án samnings er lokið. Samningurinn tryggir réttindi íslenskra, norskra og liechtensteinskra borgara í Bretlandi eftir Brexit.
08.02.2019 - 15:29
„Engin merki um Elliðaárstofn í Djúpinu“
Laxastofnarnir í ánum sem liggja í Ísafjarðardjúp eru einstakir og eiga sér um 10 þúsund ára sögu. Þetta segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Verið er að rannsaka hvort lax í Breiðdalsá í Breiðdalsvík er innblandaður. Geldlaxeldi er enn á tilraunastigi í Noregi og ólíklegt að það leysi eldi á frjóum laxi af hólmi í bráð. Eldi á ófrjóum laxi hefur þar verið gagnrýnt út frá dýraverndarsjónarmiðum. Norðmenn leggja meiri áherslu á aðrar leiðir til að vernda villta stofna. 
25.08.2017 - 17:14
Svona skoruðu Danir 14 mörk gegn Íslandi
Dagsetningin 23. ágúst 1967 er frátekin fyrir einn mesta ósigur sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur mátt þola, þegar liðið tapaði 14-2 gegn Danmörku á Idrætsparken í Kaupmannahöfn.
27.07.2015 - 15:38