Færslur: Ísland

Dönsk stjórnvöld aðstoða Íslendinga við að komast heim
Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, greinir frá því í færslu á Twitter að fyrr í dag hafi flugvél lent í Kaupmannahöfn með 131 farþega frá Islamabad í Pakistan. Um borð hafi verið fólk sem Danir hefðu aðstoðað stjórnvöld í Svíþjóð og á Íslandi við að ferja heim frá Afganistan.
22.08.2021 - 15:25
Myndskeið
Öll Norðurlöndin búin að velja sér lag
Í fyrsta sinn í 24 ár verður framlag Dana í Eurovision sungið á dönsku. Allar Norðurlandaþjóðirnar hafa nú valið lög til þátttöku í Eurovision.
16.03.2021 - 08:00
Ótal söfn hjá fámennri þjóð
Á Íslandi er nær eitt safn á hverja þúsund Íslendinga. Þetta segir rithöfundurinn A. Kendra Green sem hefur skoðað um þriðjung þeirra í sjö ferðum til landsins. Green fjallar um söfnin, sem hún segir vera lítil, heillandi og óhefðbundin, í nýrri bók.
27.07.2020 - 14:10
Senua þverar Ísland í leiknum Hellblade II
Leikjaheimur Hellblade II, frá tölvuleikjaframleiðandanum Ninja Theory, er byggður á Íslandi. Hönnuður leiksins fékk hugmyndina eftir ferð til landsins, sem hann lýsir sem fallegu, framandi og hættulegu, allt í senn.
27.07.2020 - 11:08
Brexit
Réttindi Íslendinga í Bretlandi tryggð
Samningaviðræðum EFTA-ríkjanna innan evrópska efnahagssvæðisins við Bretland um búseturéttindi fólks ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu án samnings er lokið. Samningurinn tryggir réttindi íslenskra, norskra og liechtensteinskra borgara í Bretlandi eftir Brexit.
08.02.2019 - 15:29
„Engin merki um Elliðaárstofn í Djúpinu“
Laxastofnarnir í ánum sem liggja í Ísafjarðardjúp eru einstakir og eiga sér um 10 þúsund ára sögu. Þetta segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Verið er að rannsaka hvort lax í Breiðdalsá í Breiðdalsvík er innblandaður. Geldlaxeldi er enn á tilraunastigi í Noregi og ólíklegt að það leysi eldi á frjóum laxi af hólmi í bráð. Eldi á ófrjóum laxi hefur þar verið gagnrýnt út frá dýraverndarsjónarmiðum. Norðmenn leggja meiri áherslu á aðrar leiðir til að vernda villta stofna. 
25.08.2017 - 17:14
Svona skoruðu Danir 14 mörk gegn Íslandi
Dagsetningin 23. ágúst 1967 er frátekin fyrir einn mesta ósigur sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur mátt þola, þegar liðið tapaði 14-2 gegn Danmörku á Idrætsparken í Kaupmannahöfn.
27.07.2015 - 15:38