Færslur: ISIS

Grunaður hryðjuverkamaður handtekinn á Bretlandi
Breti sem grunaður er um að tilheyra mannræningja- og aftökuhópi á vegum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki var handtekinn þegar hann kom til Bretlands í gær.
11.08.2022 - 02:30
Fjórir meintir liðsmenn Íslamska ríkisins handteknir
Lögregla í Sviss og Þýskalandi handtók í morgun fjóra menn sem grunaðir eru um að tengjast hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Mennirnir eru sagðir vera ýmist liðsmenn eða stuðningsmenn hryðjuverkasamtakanna. Nöfn þeirra hafa ekki verið gerð opinber.
14.06.2022 - 10:47
Þrír Ítalir og Tógómaður fangar mannræningja í Malí
Tógómanni, ítölskum hjónum og barni þeirra hefur verið rænt suðaustanvert í Vestur-Afríkuríkinu Malí. Allt er gert til að tryggja frelsun fólksins en mannrán eru algeng í landinu.
21.05.2022 - 05:00
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árás nærri Súez-skurði
Hópur tengdur hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki segjast bera ábyrgð á árás sem gerð var á vatnsdælustöð austan við Súez-skurð. Að minnsta kosti ellefu egypskir hermenn féllu í árásinni.
09.05.2022 - 02:10
Ellefu egypskir hermenn féllu í átökum við vígasveitir
Ellefu egypskir hermenn féllu í tilraun til koma í veg fyrir hryðjuverkaárás á svæðinu umhverfis Súez-skurðinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu egypska hersins en Sínaí-skaginn er sagður gróðrarstía fyrir sveitir öfgafullra jíhadista.
Minnst sextán fórust í sprengjuárásum í Afganistan
Að minnsta kosti sextán fórust í tveimur sprengjuárásum á afganskar borgir í dag. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst verknaðinum á hendur sér.
21.04.2022 - 23:10
Vitni segja fangara sína hafa gert allt til að dyljast
Ekkert vitni í réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum El Shafee Elsheikh hefur verið beðið um að bera kennsl á hann. Ástæðan er sú að meðan fólkið var í haldi hans og þriggja félaga hans gerðu þeir allt til að fela ásýnd sína.
Réttarhöld yfir íslömskum „hryðjuverkabítli“ vestanhafs
Réttarhöld hófust í Washington höfuðborg Bandaríkjanna í dag yfir liðsmanni hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Sá ákærði var meðlimur mannræningja- og aftökuhóps sem fengið hefur viðurnefnið „Bítlarnir“.
Áratugi gæti tekið að koma börnum úr búðum í Sýrlandi
Það gæti tekið áratugi að koma þeim erlendu börnum til síns heima sem nú dvelja í búðum í Sýrlandi sem ætlaðar eru ættingjum þeirra sem taldir eru hafa barist fyrir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki.
„Ekki senda börnin ykkar í stríð á erlendri grund“
Volodymyr Zelenski Úkraínuforseti biðlaði í kvöld til rússneskra mæðra og bað þær um að senda börnin sín ekki til að berjast í ókunnu landi. Hann segir Rússa beita aðferðum hryðjuverkamann í innrásinni.
Leggur til bandarísk hernaðarafskipti í Úkraínu
James Jeffrey sem var erindreki Bandaríkjastjórnar innan þess bandalags sem ætlað var að legga hryðjuverkasamtökin sem kenndu sig við íslamskt ríki að velli, leggur til að hersveitir Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna komi sér fyrir í Úkraínu.
Bandaríkjamenn felldu leiðtoga ISIS
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, segir að bandarískt herlið hafi fjarlægt Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtoga ISIS, hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, af vígvellinum í norðvesturhluta Sýrlands í gærkvöld. Þetta hafi verið gert að hans skipun til verndar bandarísku þjóðinni og bandamönnum hennar.
03.02.2022 - 16:08
Tveimur eldflaugum skotið að græna svæðinu í Bagdad
Tveimur eldflaugum var skotið í nótt að græna svæðinu svokallaða í Bagdad, höfuðborg Íraks. Þar er mikil öryggisgæsla þar sem ráðuneyti, stofnanir og fjölda erlendra sendiráða er þar að finna.
19.12.2021 - 03:25
Talibanar taldir bera ábyrgð á minnst 72 aftökum
Sameinuðu þjóðirnar segja trúverðugt að telja að yfir eitt hundrað aftökur hafi verið framkvæmdar án dóms og laga í Afganistan frá valdatöku Talibana í ágúst. Flestar þeirra megi rekja til nýju valdhafanna.
Sænskur liðsmaður ISIS missir forræði yfir börnum sínum
Sænsk kona á fertugsaldri sem var liðsmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki hefur misst forræði yfir börnum sínum. Konan sætir ákæru fyrir aðild sína að stríðsglæpum.
06.12.2021 - 00:22
Fimm grunaðir hryðjuverkamenn felldir í Úganda
Lögregla í Afríkuríkinu Úganda skaut fimm til bana og handtók 21 í dag í tengslum við rannsókn á sjálfsmorðssprengjuárásum í höfuðborginni Kampala á þriðjudag.
19.11.2021 - 00:20
ISIS-K hreiðra um sig í Afganistan og valda miklum usla
Hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hefur vaxið mjög fiskur um hrygg í Afganistan. Í raun er svo komið að fylkingar þeirra hafa hreiðrað um sig um allt land og hafa valdið miklum usla.
Árás á raforkukerfi Afganistan á ábyrgði ISIS-K
ISIS-K, Khorasan-héraðs armur samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki kváðust í dag bera ábyrgð á sprengjuárás sem felldi háspennumöstur og olli víðtæku rafmagnsleysi í Kabúl höfuðborg Afganistan í gær.
23.10.2021 - 01:12
ISIS-liðar komnir heim til Danmerkur
Þrjár danskar konur, sem ferðust af frjálsum vilja til Sýrlands árið 2014 til að lifa undir íslömsku ríki, eru komnar aftur til Danmerkur. Konurnar þrjár og börn þeirra fjórtán lentu með flugi í nótt. DR greinir frá því að þær verði yfirheyrðar síðar í dag en þær eru grunaðar um brot gegn hryðjuverkalögum.
07.10.2021 - 07:42
Kanadamaður ákærður fyrir starf fyrir hryðjuverkasamtök
Kanadamaður á fertugsaldri sem starfaði fyrir og barðist með hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki er í haldi Bandaríkjamanna og hefur verið ákærður.
03.10.2021 - 00:31
Sprengjuárásir í Jalalabad í Afganistan
Að minnsta kosti þrír fórust og yfir átján særðust í þremur sprengingum í borginni Jalalabad í austurhluta Afganistan í gær. Grunur leikur á að Talibanar hafi verið skotmörk tilræðismannana.
19.09.2021 - 05:48
Tíu fórust fyrir mistök í drónaárás Bandaríkjahers
Bandaríkjastjórn viðurkennir að drónaárás sem gerð var í Kabúl höfuðborg Afganistan 29. ágúst síðastliðinn hafi orðið tíu saklausum borgurum að bana, hjálparstarfsmanni og fjölskyldu hans.
ISIS-K gerði tilraunir til loftárása í Kabúl
Bandaríkjaher segir að varnarbúnaður þeirra hafi komið í veg fyrir að fimm flugskeyti hæfðu alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í morgun.  Níu létust í árás Bandaríkjahers í gær, árásin var gerð til að koma í veg fyrir frekari árásir gegn flugvellinum.
30.08.2021 - 16:14
Nýja-Sjáland
Taka við fyrrum liðsmanni hryðjuverkasamtaka
Stjórnvöld í Nýja-Sjálandi munu leyfa 26 ára gamalli konu, sem gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið árið 2014 að snúa aftur til heimalandsins frá Tyrklandi. Forsætisráðherra landsins, Jacinda Ardern, segir að ákvörðunin um að hleypa konunni og tveimur ungum börnum hennar til landsins hafi ekki verið auðveld.
26.07.2021 - 09:08
Norsk kona dæmd fyrir liðveislu við Íslamska ríkið
Þrítug norsk kona var í dag dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir liðveislu við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Konan flutti til Sýrlands árið 2013 og giftist liðsmanni Íslamska ríkisins.
04.05.2021 - 20:30