Færslur: ISIS

Sprengjuárásir í Jalalabad í Afganistan
Að minnsta kosti þrír fórust og yfir átján særðust í þremur sprengingum í borginni Jalalabad í austurhluta Afganistan í gær. Grunur leikur á að Talibanar hafi verið skotmörk tilræðismannana.
19.09.2021 - 05:48
Tíu fórust fyrir mistök í drónaárás Bandaríkjahers
Bandaríkjastjórn viðurkennir að drónaárás sem gerð var í Kabúl höfuðborg Afganistan 29. ágúst síðastliðinn hafi orðið tíu saklausum borgurum að bana, hjálparstarfsmanni og fjölskyldu hans.
ISIS-K gerði tilraunir til loftárása í Kabúl
Bandaríkjaher segir að varnarbúnaður þeirra hafi komið í veg fyrir að fimm flugskeyti hæfðu alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í morgun.  Níu létust í árás Bandaríkjahers í gær, árásin var gerð til að koma í veg fyrir frekari árásir gegn flugvellinum.
30.08.2021 - 16:14
Nýja-Sjáland
Taka við fyrrum liðsmanni hryðjuverkasamtaka
Stjórnvöld í Nýja-Sjálandi munu leyfa 26 ára gamalli konu, sem gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið árið 2014 að snúa aftur til heimalandsins frá Tyrklandi. Forsætisráðherra landsins, Jacinda Ardern, segir að ákvörðunin um að hleypa konunni og tveimur ungum börnum hennar til landsins hafi ekki verið auðveld.
26.07.2021 - 09:08
Norsk kona dæmd fyrir liðveislu við Íslamska ríkið
Þrítug norsk kona var í dag dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir liðveislu við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Konan flutti til Sýrlands árið 2013 og giftist liðsmanni Íslamska ríkisins.
04.05.2021 - 20:30
Fær ekki að snúa til Bretlands
Hæstiréttur í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að Shamima Begum, sem á táningsaldri fór til Sýrlands og gekk til liðs við Íslamska ríkið, fái ekki að snúa aftur heim til Bretlands.
26.02.2021 - 23:57
Ákærður fyrir liðveislu við íslamska ríkið
Bandarískur ríkisborgari hefur verið ákærður í Washington fyrir að hafa gengið til liðs við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki í Sýrlandi.
Sex ferðamenn og leiðsögumenn myrtir í Níger
Vopnaðir menn á mótorhjólum myrtu sex franska ferðamenn og tvo Nígermenn í þjóðgarði í Níger í dag. Reuters fréttaveitan segir árásina hafa átt sér stað í friðlandi gíraffa á Kouré svæðinu. Frakkarnir voru starfsmenn frönsku hjálparsamtakanna ACTED.
09.08.2020 - 18:12
 · Níger · boko haram · ISIS
Takast á um afdrif finnskra barna Isis-liðsmanna
Ríkisstjórn Finnlands vill koma finnskum börnum fólks sem tengist hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu, heim frá Sýrlandi sem fyrst. Ekki er eining um málið á finnska þinginu.
17.12.2019 - 19:31
Erlent · Finnland · sýrland · Evrópa · ISIS
Myndskeið
Þrjú ung börn létust í árásinni á Baghdadi
Abu Bakr al-Baghdadi, stofnandi og leiðtogi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, féll í árás sérsveitar bandaríkjahers í gærkvöld. Donald Trump bandaríkjaforseti staðfesti þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu klukkan 13:00 að íslenskum tíma.
27.10.2019 - 14:28
1300 óbreyttir borgarar féllu í loftárásum
Hernaðarbandalag undir stjórn Bandaríkjanna, sem barðist gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, felldi 1.319 óbreytta borgara í loftárásum í Írak og Sýrlandi frá 2014 til maíloka.
27.06.2019 - 15:39
Fagna fullnaðarsigri yfir ISIS
Leiðtogar Sýrlenska frelsishersins, sem nýtur stuðnings Bandaríkjanna, lýstu í dag yfir fullnaðarsigri á hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki.
23.03.2019 - 19:18
Erlent · Asía · ISIS
Svipta ISIS-brúði breskum ríkisborgararétti
Breska innanríkisráðuneytið ætlar að svipta Shamimu Begum, sem gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið fyrir fjórum árum, breskum ríkisborgararétti. Hún var þá 15 ára. Hún dvelur nú í flóttamannabúðum í Sýrlandi með nýfæddum syni sínum og vill fá að snúa aftur til Bretlands.
19.02.2019 - 21:51
ISIS tóku 19 ára gísl af lífi
Nítján ára maður sem ISIS-samtökin tóku í gíslingu á fimmtudaginn ásamt um 30 öðrum hefur verið tekinn af lífi samkvæmt fjölmiðlum í Sýrlandi.
05.08.2018 - 06:30
Neita að framselja ástralskan meðlim ISIS
Tyrkneskur dómstóll hefur hafnað framsalskröfu ástralskra yfirvalda í máli Neil Prakash sem játað hefur hlutdeild sína í skipulagningu á hryðjuverkaárásum í Ástralíu.
20.07.2018 - 04:00
Átta hryðjuverkamenn teknir af lífi í Íran
Átta manns sem sakfelldir voru fyrir hryðjuverk hafa verið teknir af lífi í Íran. Mennirnir voru dæmdir til dauða fyrir þátt sinn í árás ISIS-samtakanna á þinghúsið og grafhýsi æðsta klerksins Khomeini í Tehran, höfuðborg landsins.
07.07.2018 - 06:15
Nítján látin eftir sjálfsmorðsárás
Að minnsta kosti nítján eru látin eftir sjálfsmorðsárás í borginni Jalalabad í austurhluta Afganistan snemma í morgun. Árásin er talin hafa beinst gegn Sikhum en Sikhar eru í minnihluta á svæðinu. Hryðjuverkahópurinn sem kennir sig við íslamskt ríki lýsti árásinni á hendur sér.
02.07.2018 - 03:10
Erlent · Asía · hryðjuverk · ISIS · Afganistan
Ná gamla hluta Raqa úr höndum Ríkis íslams
Sýrlenskar hersveitir, studdar lofther Bandaríkjanna, hröktu í dag vígamenn hryðjuverkasamtanna sem kenna sig við ríki íslams út úr gamla hverfinu í borginni Raqa í Sýrlandi. Talsmaður hersveitanna, Talal Sello, segir að þær séu nú nær því en nokkru sinni að geta gert atlögu að best vörðu svæðum hryðjuverkasamtakanna í borginni.
01.09.2017 - 14:34
Segir Íslamska ríkið játa sig sigrað
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki sprengdu í dag hina sögufrægu al-Nuri mosku í Mósúl, hefur BBC eftir yfirvöldum í Írak. Árið 2014 lýsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, Abu Bakr al-Baghdadi, því yfir að stofnað skyldi kalífadæmi. Forsætisráðherra Íraks, Haider al-Abadi, segir að með þessu játi samtökin sig opinberlega sigruð. Hins vegar segja talsmenn Íslamska ríkisins að Bandaríkjaher standi sprengingunni að baki.
22.06.2017 - 00:21
Erlent · ISIS
Ríki íslams í sókn í Afganistan
Vígamenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við ríki íslams náðu Tora Bora, hellasvæði í fjallendi austurhluta Afganistans. Hellarnir voru eitt sinn felustaður Osama bin Ladens.
15.06.2017 - 17:22
Leiðtogar Isis flýja Mosul
Bandarískur herforingi í Írak segir leiðtoga Íslamska ríkisins vera farna að flýja Mosul og líklegt sé að einu vígamennirnir sem muni reyna að verja borgina verði þeir erlendu. Hann spáir því að þeir verði þeir sem munu berjast, enda hafa þeir ekkert að fara.
19.10.2016 - 20:33
Erlent · Írak · ISIS
Íslamska ríkið heitir því að sigra Bandaríkin
Íslamska ríkið hefur sent frá sér myndband þar sem hermenn þess sjást á götum Mosul. Í myndbandinu er því haldið fram, að það sé tekið eftir að sókn íraska hersins að borginni hófst.
18.10.2016 - 15:21
Erlent · Írak · ISIS
Talsmaður IS felldur í drónaárás
Aðeins rúmri viku eftir að helsti talsmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki var veginn féll eftirmaður hans í drónaárás Bandaríkjanna. Þetta staðfesti Peter Cook, fjölmiðlafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins í gær.
17.09.2016 - 05:46
Íraksher sækir inn í Ramadi
Harðir bardagar standa annan daginn í röð í borginni Ramadan í Írak. Stjórnarher Íraks sækir að liði úr hermdarverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki en þeir náðu borginni á sitt vald í mikilli sókn í maí á þessu ári.
23.12.2015 - 10:05