Færslur: Ísflix

Efnisveitan Ísflix opnuð eftir mánuð
Efnisveitan Ísflix verður opnuð eftir mánuð. Ísflix er fyrsta efnisveitan á Íslandi sem er einungis ólínuleg. Hún er aðgengileg landsmönnum að kostnaðarlausu og boðið verður upp á fjölbreytt efni, segir Jón Kristinn Snæhólm, einn stofnenda. „En aðalmálið er að þetta er opið fyrir alla strauma og stefnur, bæði í pólitík og í menningu og því meira því betra.“
01.08.2020 - 12:03
Íslenska streymisveitan Ísflix enn í þróun
Íslenska streymisveitan Ísflix er enn í þróun, segir Ingvi Hrafn Jónsson, einn stofnenda veitunnar. Stefnt var að því að appið og streymisveitan yrðu tilbúin nú í byrjun nóvember en þróun appsins hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir, segir hann. Búast megi við að sú vinna klárist í mánuðinum.
02.11.2019 - 12:42
Viðtal
„Þetta er bara hluti af framtíðinni“
Ingvi Hrafn Jónsson sem hefur marga fjöruna sopið á íslenskum fjölmiðlamarkaði hyggst stofna streymisveituna Ísflix í nóvember. Þar verður meðal annars að finna umræðuþáttinn Hrafnaþing sem Ingvi Hrafn stýrði á sjónvarpsstöðinni ÍNN um árabil.
25.09.2019 - 14:42