Færslur: ísbjörn

Hvítabjörn felldur á Svalbarða eftir árás á ferðamann
Hvítabjörn var felldur á Svalbarða í dag eftir atlögu hans að 25 frönskum ferðamönnum sem höfðust við í tjöldum norðanvert við Isfjorden. Ein kona særðist á handlegg í árásinni og var flutt með þyrlu til aðhlynningar á sjúkrahúsi í Longyearbæ.
08.08.2022 - 15:00
Bitinn af ísbirni og fluttur til Akureyrar
Maður var fluttur með flugi frá rannsóknarstöð á Grænlandi til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Akureyri í gær eftir að hafa verið bitinn af ísbirni í fyrrinótt.
03.08.2021 - 18:18
Safna frásögnum af hvítabjörnum
Þjóðminjasafnið hefur komið á fót nýrri spurningaskrá þar sem fólk er hvatt til þess að senda inn frásagnir um hvítabirni. Tilgangurinn er að safna minningum fólks um ísbirni. Spurningaskráin er liður í verkefninu Ísbirnir á villigötum, sem er þverfræðilegt rannsóknarverkefni sem stýrt er af Bryndísi Snæbjörnsdóttur, prófessor við myndlistardeild LHÍ, og Mark Wilson, prófessor við University of Cumbria.
20.07.2020 - 20:06
Ísbjörn heimsótti íbúa á Svalbarða
Ísbjörn fór um Longyearbæ í dag. Um tvö þúsund manns búa í bænum sem er á eyjunni Spitsbergen á Svalbarða í Noregi. Sýslumaðurinn á Svalbarða kallaði út allan tiltækan mannskap og nýtti meðal annar þyrlur við að fæla björninn frá bænum.
26.12.2019 - 17:42

Mest lesið