Færslur: Isavia

Flutningaflugvél rann til á akstursbraut
Flutningaflugvél af gerðinni Boeing-737 frá fyrirtækinu Bláfugli rann til á akstursbraut á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan átta í morgun. Um 5-6 mínútum eftir að vélin lenti fór nefhjólið út af akbrautinni. Tveir flugmenn voru um borð en þá sakaði ekki.
06.01.2021 - 10:06
Tveir milljarðar í framkvæmdir við flugstöð og flughlað
Við uppfærslu á gildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir tveimur milljörðum króna svo hægt verði að bjóða út framkvæmdir við nýja flugstöð og flughlað á Akureyrarflugvelli. Hönnun þessara verkþátta lýkur á fyrstu mánuðum næsta árs.
Isavia drífur í flutningum eftir að mygla greindist
Móðurfélag Isavia flytur höfuðstöðvar sínar af Reykjavíkurflugvelli að Dalshrauni í Hafnarfirði innan skamms. Starfsemin verður nú öll á einni hæð en hefur verið í sjö hæða turni á Reykjavíkurflugvelli. Isavia hafði um skeið leitað að framtíðarhúsnæði undir starfsemi sína en það var sett á bið eftir að COVID-faraldurinn hófst. Þegar í ljós kom að enn er mygla í Turninum, sem greindist upphaflega árið 2016, var ákveðið að flýta flutningi höfuðstöðvanna.
24.10.2020 - 12:46
„Kemur ekki á óvart en er mjög sérstakt“
Bæjarstjórnin í Vestmannaeyjum kemur saman til fundar nú í hádeginu, til þess að ræða uppsagnir á flugvellinum í Eyjum. Bæjarstjórinn gagnrýnir framferði Isavia í málinu og segir að félagið grípi hvert tækifæri sem gefist til þess að skerða þjónustu flugvalla úti á landi.
Öllum starfsmönnum flugvallarins í Eyjum sagt upp
Isavia hefur sagt upp öllum starfsmönnum sínum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Um er að ræða þrjá starfsmenn og var þeim tilkynnt þetta í morgun.
28.09.2020 - 21:47
Smitaður einstaklingur kom inn á starfsstöð Isavia
Hluti starfsmanna Isavia sem starfa í starfsstöð fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu eru komnir í úrvinnslusóttkví á meðan smitrakningarteymi almannavarna rekur smit einstaklings sem kom inn á vinnustaðinn.
18.09.2020 - 18:10
72% samdráttur í flugi um íslenska flugstjórnarsvæðið
Mikill samdráttur hefur orðið í flugi um íslenska flugstjórnarsvæðið að undanförnu, hvort sem litið er til flugs til og frá landinu eða flugvéla sem fljúga um svæðið án þess að lenda á Íslandi. Sem dæmi má nefna að 5.248 flug voru skráð á svæðinu í júlí í sumar, en 18.774 í júlí í fyrra. Það er fækkun um 72%. 
133 sagt upp hjá Isavia
133 starfsmönnum Isavia var sagt upp í dag og 12 til viðbótar var boðið að lækka starfshlutfall sitt. Uppsagnirnar í dag koma til viðbótar því að 101 starfsmanni var sagt upp störfum í lok mars og hefur störfum hjá Isavia þar með fækkað um 40% frá því Covid-19 faraldurinn hófst.
Icelandair gæti þurft að fella niður ferðir
Icelandair gæti þurft að fella niður 2-5 flugferðir í hverri viku vegna takmarkaðrar afkastagetu í skimunum á Keflavíkurflugvelli en útlit er fyrir að farþegar þar verði fleiri en 2.000 á dag sem er sá fjöldi sýna sem hægt er að greina á degi hverjum. Félagið skoðar nú í samstarfi við Isavia hvernig brugðist verði við þessu ástandi.
10.07.2020 - 18:25
Mannvit bauð lægst í hönnun flugstöðvar á Akureyri
Mannvit átti lægsta tilboð í hönnun á viðbyggingu og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Tilboðin voru opnuð í morgun en ellefu buðu í verkið.
10.07.2020 - 13:01
Opna tilboð í nýja flugstöð á Akureyri
Tilboð í hönnun viðbyggingar við flugstöðina á Akureyrarflugvelli verða opnuð á morgun. Þá verða útboð vegna stækkunar flughlaðsins auglýst á næstu dögum.
09.07.2020 - 15:59
Nokkrum sekúndum frá stórslysi
Aðeins örfáum sekúndum munaði að stórslys yrði þegar farþegaþota Icelandair lækkaði flugið of hratt skömmu fyrir lendingu á Keflavíkurflugvelli í október árið 2016. Flugmaður hætti við aðflug örfáum sekúndum áður en flugvélin hefði skollið í jörðina þegar viðvörunarkerfi leiddi hættuna í ljós. 113 voru um borð.
02.07.2020 - 11:39
Sex flugfélög fljúga til Íslands í sumar
Sex flugfélög hyggjast fljúga til Keflavíkur frá 15. júní. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Ungverska flugfélagið Wizz Air hefur þegar hafið flug til Keflavíkur.  
05.06.2020 - 10:16
Áform um skimanir í Keflavík vakið áhuga flugfélaganna
Tvö evrópsk flugfélög hafa ákveðið fljúga til landsins í júní og júlí. Áform um skimun ferðamanna á Keflavíkurflugvelli vöktu áhuga flugfélaga að mati sérfræðings hjá ISAVIA. 
28.05.2020 - 19:51
Myndskeið
Ranglega farið að uppsögnum segja flugumferðarstjórar
Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að kjarasamningar hafi verið virtir að vettugi þegar ákveðið var að segja upp 100 flugumferðarstjórum hjá Isavia ANS og ráða þá í 75 prósent starf. Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri Isavia ANS telur að reksturinn verði kominn í sæmilegt jafnvægi fyrri hluta næsta árs.
27.05.2020 - 18:21
Flugumferðarstjórum sagt upp og ráðnir í lægra hlutfall
Öllum flugumferðarstjórnum í flugstjórnarmiðstöðinni hjá Isavia ANS, dótturfélagi ISAVIA, var sagt upp í dag. Þeir verða ráðnir aftur í lágmark 75 prósent starfshlutfall. Vísir sagði fyrst frá uppsögnunum, en í frétt Vísis kemur fram að um hundrað flugumferðarstjóra sé að ræða. 
27.05.2020 - 15:59
Lánar Isavia rúma sex milljarða
Evrópski fjárfestingabankinn hefur samþykkt að lána Isavia 40 milljónir evra sem eru um 6,3 milljarðar króna. Er þetta lokadráttur vegna láns upp á 100 milljónir evra sem bankinn veitti félaginu árið 2018 til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli,
19.05.2020 - 12:53
Isavia hagnaðist þrátt fyrir mikla fækkun ferðamanna
Isavia hagnaðist um 1,2 milljarða króna eftir skatta á síðasta ári, þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna 2019. Afkoman er 3,1 milljarði króna minni en árið 2018, en ef tekið er tillit til niðurfærslu á viðskiptakröfum vegna falls Wow air nemur lækkunin milli ára um 1,2 milljarði króna. 
02.04.2020 - 16:03
Isavia bregst við áhrifum COVID-19
Isavia ætlar að koma til móts við flugfélög og verslunarrekendur í flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 faraldurinn hefur á starfsemi þeirra.
20.03.2020 - 19:01
Sex flugvélar frá áhættusvæðum lenda í dag
Átta af 36 flugferðum sem voru á áætlun til lands í dag hefur verið aflýst. Sex flugvélar koma til landsins í dag frá Spáni, Þýskalandi og Frakklandi. Íslenskir farþegar þessara véla þurfa að fara í hálfs mánaðar sóttkví. 
Slökkviliðsmenn hjá Isavia leita til sáttasemjara
Samninganefnd Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur ákveðið að vísa kjaradeilu sinni við ISAVIA og Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara.
18.02.2020 - 10:48
Fær ekki tvö minnisblöð um aðgerðir Isavia gegn WOW
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest ákvörðun Isavia sem synjaði beiðni blaðamanns um aðgang að tveimur minnisblöðum um aðgerðir félagsins gegn WOW air. Nefndin féllst á þau rök að minnisblöðin fælu í sér „lögfræðilega álitsgerð,“ vegna dómsmála. Dómsmál Isavia gegn íslenska ríkinu og ALC verður þingfest á fimmtudag í næstu viku.
08.02.2020 - 13:11
Hjartalæknir og barnalæknir komu manninum til aðstoðar
Þjálfaðir bráðaliðar eru að störfum í Leifsstöð á álagstímum og stór hópur starfsmanna hlýtur þjálfun í fyrstu hjálp. Upplýsingafulltrúi ISAVIA segir viðbrögð starfsfólks, þegar eldri maður fór í hjartastopp á vellinum þegar óveðrið geisaði, hafi verið rétt. Tveir læknar, sem voru á ferðalagi, komu manninum til aðstoðar.
14.01.2020 - 12:35
Uppskipting ISAVIA ekki undanfari einkavæðingar
Samgönguráðherra og forstjóri ISAVIA segja það ekki upptakt að einkavæðingu félagsins að færa hluta rekstrarins í dótturfélög. Fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórn ISAVIA var ekki hlynntur breytingunni.  
18.11.2019 - 19:17
Isavia skipt í þrennt með stofnun dótturfélaga
Isavia verður skipt í þrennt um áramót. Móðurfélagið sér um rekstur Keflavíkurflugvallar og stoðdeildir en dótturfélög verða stofnuð um innanlandsflugvelli og flugleiðsögukerfi á Norður-Atlantshafi.
15.11.2019 - 21:00