Færslur: Isavia

5,7 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll á árinu
Í nýrri farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll verði 5,7 milljónir.
11.05.2022 - 12:10
Búist við 1,5 milljón ferðamönnum til landsins í ár
Isavia býst við að tæplega ein og hálf milljón ferðamanna fari í gegnum Leifsstöð í sumar. Um er að ræða töluverða fjölgun miðað við forsendur félagsins í byrjun árs. Farþegafjöldinn fer að nálgast það sem var fyrir heimsfaraldurinn. 
09.05.2022 - 21:19
Ítölsk flugsveit annast loftrýmisgæslu við Ísland
Flugsveit ítalska flughersins kemur til landsins á morgun til að annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Þar með hefst gæslan að nýju en þetta er í sjötta sinn sem Ítalir leggja til flugsveit.
Flugumferð um Keflavík nálgast það sem var 2019
Millilandaflug er óðum að færast í eðlilegt horf eftir covid-19 faraldurinn og er fjöldi brottfara að nálgast það sem var sumarið 2019.
Sjónvarpsfrétt
Uppselt við Leifsstöð
Öll bílastæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru full yfir páskahátíðina og þeir sem hyggja á ferðalög næstu daga þurfa að sýna fyrirhyggju.
Öll bílastæði full og nóg að gera á Keflavíkurflugvelli
Öll bílastæði við Keflavíkurflugvöll eru full og ferðafólki bent á að nýta almenningssamgöngur eða rútuferðir á flugvöllinn. Grettir Gautason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir fleiri flugferðir á áætlun í dag en voru alla páskana í fyrra.
14.04.2022 - 12:22
Hraðari þróun í millilandaflugi um NA-land en vænst var
Innviðaráðherra telur að uppbygging og þróun í millilandaflugi til Akureyrar og Egilsstaða gangi hraðar fyrir sig en reiknað var með. Viðbúið sé að ráðast þurfi í lagfæringar til bráðabirgða í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli til að greiða fyrir aukinni flugumferð þar í sumar.
40 milljónir í að kynna Akureyrar- og Egilsstaðaflug
Fjörutíu milljónir króna verða settar í að markaðssetja Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll á þessu ári. Verkefnisstjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands segir nauðsynlegt að setja aukinn kraft í að opna fleiri gáttir inn í landið. 
Þurfa að framlengja umsóknarfrest vegna fárra umsókna
Isavia og stóru fyrirtækin á Keflavíkurflugvelli eiga í vandræðum með að manna sumarstörf og eru umsóknir margfalt færri en fyrir heimsfaraldur covid að sögn mannauðsstjóra Isavia. Atvinnuleysi á landinu mælist nú 5,2 prósent en er hvergi hærra en á Suðurnesjum.
10.02.2022 - 22:17
Fjórtan sinnum fleiri farið um Keflavíkurflugvöll
Fjórtán sinnum fleiri farþegar flugu frá Keflavíkurflugvelli í janúar á þessu ári en í fyrra, eða 68 þúsund manns. Tæplega fjórðungur þeirra voru Bretar og um fimmtungur Bandaríkjamenn.
10.02.2022 - 16:46
Þörf sé á samkeppnisvænni umgjörð á flugvellinum
Samkeppniseftirlitið hefur sent stjórnvöldum átta tilmæli sem miða að því að bæta umgjörð um starfsemi á Keflavíkurflugvelli, skapa samkeppni, draga úr kostnaði, efla ferðaþjónustu og auka hag almennings. Þetta segir í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu.
06.01.2022 - 16:20
Ný flugstöð verður byggð
Nú hefur verið skrifað undir samning vegna byggingar flugstöðvar á Akureyrarflugvelli. Útboðsferlið tók talsvert lengri tíma en lagt var upp með en seinkar þó lítið fyrri áætlunum um að opna stöðina sumarið 2023.
29.12.2021 - 11:37
Ríkið bótaskylt vegna háttsemi dómara í þotumáli WOW
Íslenska ríkið og flugvélaleigan ALC voru í dag dæmd til að greiða Isavia rúma 2,5 milljarða króna vegna „saknæmrar háttsemi“ héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness í tengslum við deilu um kyrrsetningu Isavia á Airbus-þotu gegn skuldum flugfélagsins WOW air. Málinu verður líklega áfrýjað til Landsréttar og kemur að öllum líkindum til kasta Hæstaréttar.
22.12.2021 - 15:59
Um 75 þúsund brottfarir erlendra farþega í nóvember
Um það bil 75 þúsund erlendir farþegar héldu á brott frá Keflavíkurflugvelli í nóvember sem er svipaður fjöldi og var í nóvember árið 2015. Bandaríkjamenn og Bretar töldu þriðjung þess fjölda. Um 47% fleiri Íslendingar hafa flogið brott gegnum Keflavík á þessu ári en því síðasta.
Tvö ný tilboð í byggingu flugstöðvar á Akureyri
Tvö tilboð hafa nú borist í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Eins og kunnugt er hafnaði Isavia eina tilboðinu sem barst þegar verkið var boðið út í haust.
05.11.2021 - 18:12
Sjónvarpsfrétt
Allir markaðir opnast með Bandaríkjunum
Allur markaður Icelandair opnast þegar ferðabanni til Bandaríkjanna verður aflétt. Forstjórinn segir þetta stórt skref og tengistöðin á Keflavíkurflugvelli nýtist þá að fullu í fyrsta sinn í nærri tvö ár. 
Vildi stöðva samningaviðræður sem eru ekki í gangi
Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað kröfu rekstraraðila Icewear um að stöðva samningaviðræður milli Isavia og þeirra aðila sem reka verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Leifsstöð. Ástæðan er sú að engar slíkar viðræður eru í gangi.
Myndskeið
Færri ferðamenn í september
Tuttugu prósentum færri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll fyrri helming septembermánaðar en fyrri helming ágústmánaðar. Framkvæmtastjóri viðskipta og þróunar hjá ISAVIA segir að sóttvarnaaðgerðir á landamærum dragi úr vilja ferðamanna til að koma til Íslands. Aðgerðir hér séu meiri en í nágrannalöndunum og það fæli ferðamenn frá. 
Bygging flugstöðvar á Akureyri boðin út á ný
Isavia hafnaði eina tilboðinu sem barst í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Stefnt er að nýju útboði í október.
07.09.2021 - 15:11
Spegillinn
Gæti haft áhrif á allt að 6 þúsund farþega
Ef verkfall flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli skellur á á þriðjudag gæti það haft áhrif á tæplega sex þúsund farþega Icelandair. Upplýsingafulltrúi félagsins segir að nú sé unnið að fyrirbyggjandi aðgerðum sem fela í sér að bjóða flugfarþegum að seinka eða flýta flugi um allt að tvo daga.
Enn langt í land - Fimm tíma vinnustöðvun á þriðjudag
Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað til vinnustöðvunar eftir viku. Samninganefnd félagsins og fulltrúar Isavia hafa haldið fundi hjá ríkissáttasemjara án árangurs. Arnar Hjálmsson, formaður félagsins, segir að enn beri mikið á milli í deilunni
24.08.2021 - 14:00
Flugumferðarstjórar í verkfall í næstu viku
Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað til verkfalls frá og með þriðjudeginum 31. ágúst. Fundi samninganefndar félagsins með fulltrúum Isavia var slitið á tólfta tímanum í kvöld, en hann hófst klukkan 13.
24.08.2021 - 00:41
Reyna að ná saman í kjaradeilu flugumferðarstjóra í dag
Samninganefndir flugumferðarstjóra og ISAVIA hittast hjá ríkissáttasemjara í dag til að reyna að ná saman í kjaradeilu flugumferðarstjóra.
23.08.2021 - 11:18
Myndskeið
Tillögur sóttvarnalæknis gætu fælt flugfélögin frá
Ferðamálaráðherra segir að ekki komi til greina að takmarka komur ferðamanna til landsins, líkt og lagt er til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Framkvæmdastjóri hjá Isavia segir að slíkt kunni að hafa skaðleg áhrif til lengri tíma.
Flugumferðarstjórar með heimild til vinnustöðvunar
Kjarasamningar Flugumferðarstjóra hafa verið lausir frá áramótum og hafa samningaviðræður gengið hægt fyrir sig. Arnar Hjálmsson, formaður félags Íslenskra flugumferðarstjóra segir hægagang meðal annars stafa af því að viðræður hafi strandað á umræðum um vinnutíma og starfslokaaldur flugumferðarstjóra.
12.08.2021 - 14:56