Færslur: Isavia

Icelandair gæti þurft að fella niður ferðir
Icelandair gæti þurft að fella niður 2-5 flugferðir í hverri viku vegna takmarkaðrar afkastagetu í skimunum á Keflavíkurflugvelli en útlit er fyrir að farþegar þar verði fleiri en 2.000 á dag sem er sá fjöldi sýna sem hægt er að greina á degi hverjum. Félagið skoðar nú í samstarfi við Isavia hvernig brugðist verði við þessu ástandi.
10.07.2020 - 18:25
Mannvit bauð lægst í hönnun flugstöðvar á Akureyri
Mannvit átti lægsta tilboð í hönnun á viðbyggingu og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Tilboðin voru opnuð í morgun en ellefu buðu í verkið.
10.07.2020 - 13:01
Opna tilboð í nýja flugstöð á Akureyri
Tilboð í hönnun viðbyggingar við flugstöðina á Akureyrarflugvelli verða opnuð á morgun. Þá verða útboð vegna stækkunar flughlaðsins auglýst á næstu dögum.
09.07.2020 - 15:59
Nokkrum sekúndum frá stórslysi
Aðeins örfáum sekúndum munaði að stórslys yrði þegar farþegaþota Icelandair lækkaði flugið of hratt skömmu fyrir lendingu á Keflavíkurflugvelli í október árið 2016. Flugmaður hætti við aðflug örfáum sekúndum áður en flugvélin hefði skollið í jörðina þegar viðvörunarkerfi leiddi hættuna í ljós. 113 voru um borð.
02.07.2020 - 11:39
Sex flugfélög fljúga til Íslands í sumar
Sex flugfélög hyggjast fljúga til Keflavíkur frá 15. júní. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Ungverska flugfélagið Wizz Air hefur þegar hafið flug til Keflavíkur.  
05.06.2020 - 10:16
Áform um skimanir í Keflavík vakið áhuga flugfélaganna
Tvö evrópsk flugfélög hafa ákveðið fljúga til landsins í júní og júlí. Áform um skimun ferðamanna á Keflavíkurflugvelli vöktu áhuga flugfélaga að mati sérfræðings hjá ISAVIA. 
28.05.2020 - 19:51
Myndskeið
Ranglega farið að uppsögnum segja flugumferðarstjórar
Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að kjarasamningar hafi verið virtir að vettugi þegar ákveðið var að segja upp 100 flugumferðarstjórum hjá Isavia ANS og ráða þá í 75 prósent starf. Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri Isavia ANS telur að reksturinn verði kominn í sæmilegt jafnvægi fyrri hluta næsta árs.
27.05.2020 - 18:21
Flugumferðarstjórum sagt upp og ráðnir í lægra hlutfall
Öllum flugumferðarstjórnum í flugstjórnarmiðstöðinni hjá Isavia ANS, dótturfélagi ISAVIA, var sagt upp í dag. Þeir verða ráðnir aftur í lágmark 75 prósent starfshlutfall. Vísir sagði fyrst frá uppsögnunum, en í frétt Vísis kemur fram að um hundrað flugumferðarstjóra sé að ræða. 
27.05.2020 - 15:59
Lánar Isavia rúma sex milljarða
Evrópski fjárfestingabankinn hefur samþykkt að lána Isavia 40 milljónir evra sem eru um 6,3 milljarðar króna. Er þetta lokadráttur vegna láns upp á 100 milljónir evra sem bankinn veitti félaginu árið 2018 til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli,
19.05.2020 - 12:53
Isavia hagnaðist þrátt fyrir mikla fækkun ferðamanna
Isavia hagnaðist um 1,2 milljarða króna eftir skatta á síðasta ári, þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna 2019. Afkoman er 3,1 milljarði króna minni en árið 2018, en ef tekið er tillit til niðurfærslu á viðskiptakröfum vegna falls Wow air nemur lækkunin milli ára um 1,2 milljarði króna. 
02.04.2020 - 16:03
Isavia bregst við áhrifum COVID-19
Isavia ætlar að koma til móts við flugfélög og verslunarrekendur í flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 faraldurinn hefur á starfsemi þeirra.
20.03.2020 - 19:01
Sex flugvélar frá áhættusvæðum lenda í dag
Átta af 36 flugferðum sem voru á áætlun til lands í dag hefur verið aflýst. Sex flugvélar koma til landsins í dag frá Spáni, Þýskalandi og Frakklandi. Íslenskir farþegar þessara véla þurfa að fara í hálfs mánaðar sóttkví. 
Slökkviliðsmenn hjá Isavia leita til sáttasemjara
Samninganefnd Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur ákveðið að vísa kjaradeilu sinni við ISAVIA og Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara.
18.02.2020 - 10:48
Fær ekki tvö minnisblöð um aðgerðir Isavia gegn WOW
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest ákvörðun Isavia sem synjaði beiðni blaðamanns um aðgang að tveimur minnisblöðum um aðgerðir félagsins gegn WOW air. Nefndin féllst á þau rök að minnisblöðin fælu í sér „lögfræðilega álitsgerð,“ vegna dómsmála. Dómsmál Isavia gegn íslenska ríkinu og ALC verður þingfest á fimmtudag í næstu viku.
08.02.2020 - 13:11
Hjartalæknir og barnalæknir komu manninum til aðstoðar
Þjálfaðir bráðaliðar eru að störfum í Leifsstöð á álagstímum og stór hópur starfsmanna hlýtur þjálfun í fyrstu hjálp. Upplýsingafulltrúi ISAVIA segir viðbrögð starfsfólks, þegar eldri maður fór í hjartastopp á vellinum þegar óveðrið geisaði, hafi verið rétt. Tveir læknar, sem voru á ferðalagi, komu manninum til aðstoðar.
14.01.2020 - 12:35
Uppskipting ISAVIA ekki undanfari einkavæðingar
Samgönguráðherra og forstjóri ISAVIA segja það ekki upptakt að einkavæðingu félagsins að færa hluta rekstrarins í dótturfélög. Fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórn ISAVIA var ekki hlynntur breytingunni.  
18.11.2019 - 19:17
Isavia skipt í þrennt með stofnun dótturfélaga
Isavia verður skipt í þrennt um áramót. Móðurfélagið sér um rekstur Keflavíkurflugvallar og stoðdeildir en dótturfélög verða stofnuð um innanlandsflugvelli og flugleiðsögukerfi á Norður-Atlantshafi.
15.11.2019 - 21:00
Myndskeið
Staða innanlandsflugs erfið
Staða innanlandsflugs er orðin afar erfið og ólíklegt að hin svokallaða skoska leið leysi vanda flugfélaganna segir forstjóri flugfélagsins Ernis. Hann segir erfitt að keppa við aðrar samgöngur sem hið opinbera niðurgreiði.
30.09.2019 - 19:48
Biðja farþega um að mæta snemma í morgunflug
Biðlað er til farþega, sem eiga flug frá Keflavíkurflugvelli á milli klukkan sjö og níu að morgni til að mæta tímanlega, eða að minnsta kosti tveimur og hálfum tíma fyrir brottför. Búist er við álagi á þessum tíma morguns fram til loka októbermánaðar.
20.09.2019 - 22:50
Pólskir og bandarískir ferðamenn ánægðastir
Pólskir og bandarískir ferðamenn voru ánægðastir með dvölina á Íslandi af þeim ferðamönnum sem sóttu landið heim í júlí. Ferðamönnum sem sögðust myndu mæla með Íslandi sem áfangastað fjölgaði í júlí miðað við sama mánuð í fyrra.
03.09.2019 - 15:15
Jóhann Gunnar nýr framkvæmdastjóri hjá Isavia
Jóhann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia. Hann tekur við starfinu af Sveinbirni Indriðasyni. Sveinbjörn var ráðinn forstjóri félagsins fyrr í sumar.
16.08.2019 - 17:45
Sýslumaður greiðir götu ALC gegn Isavia
Lögmenn ALC á Íslandi voru hjá Sýslumanninum á Suðurnesjum í morgun og óskuðu eftir því að embættið greiddi götu ALC gagnvart Isavia. Lögmennirnir lögðu fram úrskurð Héraðsdóms Reykjaness síðan í gær. Sýslumaður framfylgdi úrskurðinum og skoraði á Isavia að láta af öllum þvingunaraðgerðum.
18.07.2019 - 10:42
Skipulagsstofnun felst á tillögu Isavia
Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Isavia að matsáætlun vegna stækkunar Keflavíkurflugvallar. Stofnunin gerir þó 10 athugasemdir við tillöguna. Framkvæmdirnar felast meðal annars í breytingum á flugbrautarkerfi og akbrautum auk uppbyggingar flugbrauta, sem ætlað er að hámarka afköst núverandi brauta.
04.07.2019 - 15:47
Telur mál ALC loks komið í réttan farveg
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Isavia hafi verið heimilt að kyrrsetja þotu ALC til tryggingar fyrir skuld WOW air vegna þeirrar tilteknu vélar, ekki fyrir heildarskuldum WOW við Isavia. Lögmaður ALC fagnar niðurstöðunni og telur að málið sé nú komið í réttan farveg innan dómskerfisins.
03.07.2019 - 18:06
Tölvuárás á vefsíðu Isavia
Vefsíða Isavia, sem birtir flugupplýsingar um alla íslenska áætlunarflugvelli, varð fyrir tölvuárás í dag og lá niðri í um tvo tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
10.06.2019 - 18:13