Færslur: Isavia

300 manna stórslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli
Þeir sem hafa átt leið um Miklubraut í Reykjavík í dag gætu kannski haldið að það hefði kviknað í Öskjuhlíðinni. Þykkan svartan reyk leggur frá svæðinu og fjöldi sjúkra- og slökkviliðsbíla er við flugvöllinn.
01.10.2022 - 13:32
Sjónvarpfrétt
Hálfs árs seinkun á opnun flugstöðvar á Akureyri
Ný viðbygging og flughlað rísa nú við Akureyrarflugvöll. Framkvæmdin hefur nú dregist um hálft ár, sem umdæmisstjóri Isavia segir vonbrigði en þó ekki óviðbúið.
06.09.2022 - 13:36
Vilja skoða uppbyggingu varaflugvallar í Skagafirði
Byggðarráð Skagafjarðar leggur til að Alexandersflugvöllur verði byggður upp sem varaflugvöllur fyrir Reykjavík og Keflavík. Formaður ráðsins skorar á Alþingi og innviðaráðherra að fara í nauðsynlega undirbúningsvinnu og rannsóknir.
„Flugvellir eru framkvæmdasvæði“
Framkvæmdir við stækkun Keflavíkurflugvallar fara ekki fram hjá neinum sem á leið um völlinn þessa dagana. Austan megin flugstöðvarinnar, nær Reykjanesbæ, er heljarinnar stálvirki risið en þar er unnið að viðbyggingu sem á að taka í notkun árið 2024.
04.08.2022 - 11:09
Gjöld taki ekki nægilegt mið af umfangi einkaþota
Gríðarleg aukning hefur orðið á komu einkaflugvéla hingað til lands, segir framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. Núverandi gjaldskrá fyrir stæðisgjöld þeirra taki ekki mið af þessari þróun. Ferðamáti þeirra sem fljúga með einkavélum mengar margfalt á við þá sem nota áætlunarflug.
Sjónvarpsfrétt
Stæðisgjöld mun ódýrari á Íslandi en á Norðurlöndunum
Það er allt að átta sinnum ódýrara að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli heldur en á sambærilegum flugvöllum á Norðurlöndunum. Til stendur að endurskoða gjaldskrá á innanlandsflugvöllum á næsta ári.
Bílastæði við Keflavíkurflugvöll brátt uppbókuð
Isavia hvetur farþega til þess að bóka bílastæði við Keflavíkurflugvöll með góðum fyrirvara eða nýta aðrar samgönguleiðir, þar sem bílastæðin fyllist líklega von bráðar. Bókanir benda til þess að fleiri búsettir hér á landi ætli út fyrir landsteinana í júlí, en á sama tíma 2019.
08.07.2022 - 18:04
Viðtal
Flest stöðugildi mönnuð en traust til flugvalla dvínað
Isavia gekk vonum framar að ráða starfsfólk til starfa á Keflavíkurflugvelli í sumar, og tókst að ráða í um 97% stöðugilda.
21.06.2022 - 09:27
„Risastór dagur í sögu Akureyrar“
Niceair fór í sína fyrstu áætlunarferð frá Akureyri til Kaupmannahafnar í morgun. Bæjarstjórinn á Akureyri segir þetta stóran dag í sögu bæjarins og framkvæmdastjóri Niceair segir erfitt að lýsa tilfinningunni.
02.06.2022 - 15:26
5,7 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll á árinu
Í nýrri farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll verði 5,7 milljónir.
11.05.2022 - 12:10
Búist við 1,5 milljón ferðamönnum til landsins í ár
Isavia býst við að tæplega ein og hálf milljón ferðamanna fari í gegnum Leifsstöð í sumar. Um er að ræða töluverða fjölgun miðað við forsendur félagsins í byrjun árs. Farþegafjöldinn fer að nálgast það sem var fyrir heimsfaraldurinn. 
09.05.2022 - 21:19
Ítölsk flugsveit annast loftrýmisgæslu við Ísland
Flugsveit ítalska flughersins kemur til landsins á morgun til að annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Þar með hefst gæslan að nýju en þetta er í sjötta sinn sem Ítalir leggja til flugsveit.
Flugumferð um Keflavík nálgast það sem var 2019
Millilandaflug er óðum að færast í eðlilegt horf eftir covid-19 faraldurinn og er fjöldi brottfara að nálgast það sem var sumarið 2019.
Sjónvarpsfrétt
Uppselt við Leifsstöð
Öll bílastæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru full yfir páskahátíðina og þeir sem hyggja á ferðalög næstu daga þurfa að sýna fyrirhyggju.
Öll bílastæði full og nóg að gera á Keflavíkurflugvelli
Öll bílastæði við Keflavíkurflugvöll eru full og ferðafólki bent á að nýta almenningssamgöngur eða rútuferðir á flugvöllinn. Grettir Gautason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir fleiri flugferðir á áætlun í dag en voru alla páskana í fyrra.
14.04.2022 - 12:22
Hraðari þróun í millilandaflugi um NA-land en vænst var
Innviðaráðherra telur að uppbygging og þróun í millilandaflugi til Akureyrar og Egilsstaða gangi hraðar fyrir sig en reiknað var með. Viðbúið sé að ráðast þurfi í lagfæringar til bráðabirgða í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli til að greiða fyrir aukinni flugumferð þar í sumar.
40 milljónir í að kynna Akureyrar- og Egilsstaðaflug
Fjörutíu milljónir króna verða settar í að markaðssetja Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll á þessu ári. Verkefnisstjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands segir nauðsynlegt að setja aukinn kraft í að opna fleiri gáttir inn í landið. 
Þurfa að framlengja umsóknarfrest vegna fárra umsókna
Isavia og stóru fyrirtækin á Keflavíkurflugvelli eiga í vandræðum með að manna sumarstörf og eru umsóknir margfalt færri en fyrir heimsfaraldur covid að sögn mannauðsstjóra Isavia. Atvinnuleysi á landinu mælist nú 5,2 prósent en er hvergi hærra en á Suðurnesjum.
10.02.2022 - 22:17
Fjórtan sinnum fleiri farið um Keflavíkurflugvöll
Fjórtán sinnum fleiri farþegar flugu frá Keflavíkurflugvelli í janúar á þessu ári en í fyrra, eða 68 þúsund manns. Tæplega fjórðungur þeirra voru Bretar og um fimmtungur Bandaríkjamenn.
10.02.2022 - 16:46
Þörf sé á samkeppnisvænni umgjörð á flugvellinum
Samkeppniseftirlitið hefur sent stjórnvöldum átta tilmæli sem miða að því að bæta umgjörð um starfsemi á Keflavíkurflugvelli, skapa samkeppni, draga úr kostnaði, efla ferðaþjónustu og auka hag almennings. Þetta segir í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu.
06.01.2022 - 16:20
Ný flugstöð verður byggð
Nú hefur verið skrifað undir samning vegna byggingar flugstöðvar á Akureyrarflugvelli. Útboðsferlið tók talsvert lengri tíma en lagt var upp með en seinkar þó lítið fyrri áætlunum um að opna stöðina sumarið 2023.
29.12.2021 - 11:37
Ríkið bótaskylt vegna háttsemi dómara í þotumáli WOW
Íslenska ríkið og flugvélaleigan ALC voru í dag dæmd til að greiða Isavia rúma 2,5 milljarða króna vegna „saknæmrar háttsemi“ héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness í tengslum við deilu um kyrrsetningu Isavia á Airbus-þotu gegn skuldum flugfélagsins WOW air. Málinu verður líklega áfrýjað til Landsréttar og kemur að öllum líkindum til kasta Hæstaréttar.
22.12.2021 - 15:59
Um 75 þúsund brottfarir erlendra farþega í nóvember
Um það bil 75 þúsund erlendir farþegar héldu á brott frá Keflavíkurflugvelli í nóvember sem er svipaður fjöldi og var í nóvember árið 2015. Bandaríkjamenn og Bretar töldu þriðjung þess fjölda. Um 47% fleiri Íslendingar hafa flogið brott gegnum Keflavík á þessu ári en því síðasta.
Tvö ný tilboð í byggingu flugstöðvar á Akureyri
Tvö tilboð hafa nú borist í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Eins og kunnugt er hafnaði Isavia eina tilboðinu sem barst þegar verkið var boðið út í haust.
05.11.2021 - 18:12
Sjónvarpsfrétt
Allir markaðir opnast með Bandaríkjunum
Allur markaður Icelandair opnast þegar ferðabanni til Bandaríkjanna verður aflétt. Forstjórinn segir þetta stórt skref og tengistöðin á Keflavíkurflugvelli nýtist þá að fullu í fyrsta sinn í nærri tvö ár.