Færslur: Ísafjarðardjúp

Hvalur í vanda á Ísafjarðardjúpi
Hvalur, hnúfubakur að því talið er, flæktist í neti og bauju í Ísafjarðardjúpi í dag. Starfsmenn frá Hafró huguðu að hvalnum í dag samkvæmt þeim upplýsingum sem fréttastofu hafa borist.
Landhelgisgæslan kölluð út vegna vélarvana báts
Landhelgisgæslan var kölluð út ásamt björgunarfólki frá Landsbjörgu á áttunda tímanum í kvöld, vegna harðbotna slöngubáts sem rak í átt að klettum í Ísafjarðardjúpi.
09.05.2022 - 20:43
Landhelgisgæslan bjargaði áhöfn skútu í Ísafjarðardjúpi
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ kom fjórum skipverjum skútu sem strandaði við Æðey í Ísafjarðardjúpi til bjargar um klukkan tvö í nótt.
Hvalshræinu leyft að rotna þar sem það liggur
Hvalshræi sem rekið hefur á land í Hestfirði í Ísafjarðardjúpi verður leyft að rotna á náttúrulegan hátt þar sem það nú liggur, þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn fréttastofu.
29.06.2021 - 10:30
Landinn
Gömul ávaxtadós í lykilhlutverki á rækjuveiðum
Þeir Haraldur Ágúst Konráðsson og Barði Ingibjartsson eru á rækjuveiðum í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi. Þeir hafa róið saman í þrjú ár. Trollið er dregið eftir sjávarbotninum og áttatíu mínútum og nokkrum kaffibollum síðar dregur til tíðinda.
02.05.2021 - 11:31
Stefna á tæplega sjö þúsund tonna laxeldi í Djúpinu
Mast hefur nú unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir 6.800 tonna eldi á frjóum og ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi fyrir Háafell ehf. Fyrirtækið heyrir undir Hraðfrystihúsið Gunnvöru og er nú þegar með leyfi fyrir 6.800 tonna regnbogasilungseldi í Djúpinu sem mun þá víkja fyrir nýju leyfi til laxeldis.