Færslur: Intersex

Kynsegin og intersex höfðingi fundinn í Finnlandi
Áratugum saman hafa fornleifafræðingar rökrætt mikilvægi 900 ára gamallar grafar í Finnlandi sem geymir jarðneskar leifar manneskju, sem klædd er í kvenmannsföt en grafin með sverði karlkyns stríðsmanns.
12.08.2021 - 15:01
Engir sálfræðingar í transteymi BUGLS síðan í fyrra
Engir sálfræðingar hafa fengist til starfa í transteymi barna- og unglingageðdeildar Landspítala, BUGL, þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar á þessu ári. Hefur teymið ekki verið fullmannað síðan sérhæfðir starfsmenn deildarinnar, sem störfuðu innan teymisins, hættu þar störfum 2019.
Morgunútvarpið
Ekki skuli breyta útliti barna af félagslegum ástæðum
Kitty Anderson, formaður Intersex samtakanna á Íslandi, segir frumvarp um kynrænt sjálfræði sem bannar aðgerðir á intersexbörnum sterkustu yfirlýsingu „sem við getum komið með um að við erum ekki að breyta útliti barna út af félagslegum þáttum. Við búum til pláss fyrir öll börn í okkar samfélagi,“ sagði Kitty í Morgunútvarpi rásar tvö í dag. 
05.10.2020 - 09:30
Frumvörp sem tryggja réttindi trans og intersex fólks
Heimilt verður að breyta opinberri skráningu kyns og samhliða nafni við fimmtán ára aldur í stað átján ára nú. Þetta kemur fram í einu þriggja frumvarpa sem Katrín Jakobsdóttir lagði fram í ríkisstjórn í morgun sem tryggja eiga rétt fólks með kynhlutlausa skráningu og trans fólks auk barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni.
Pistill
Í kapphlaupi við kvenleikann
Hvað er það að vera „nógu mikil“ kona? Alþjóða frjálsíþróttasambandið telur sig hafa fundið niðurstöðuna í mæliglasi og hefur á grundvelli þess útilokað einn fremsta hlaupara heims frá keppni. Anna Marsibil Clausen fer yfir sögu og samhengi Caster Semenya í pistli í Lestinni á Rás 1.
20.09.2020 - 14:00
Breytingar ekki gerðar nema með vilja barnsins
Ekki verður heimilt að gera varanlegar og óafturkræfar breytingar á kyneinkennum barna með ódæmigerð kyneinkenni, hljóti frumvarp forsætisráðherra samþykki.
07.08.2020 - 17:37
Viðtal
Enn margt ógert í málefnum transfólks
Starfshópar um málefni transfólks verða skipaðir á vegum forsætisráðuneytisins til þess að taka á réttarstöðu barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Heilbrigðisráðherra segir að þrátt fyrir réttarbót með nýjum lögum um kynrænt sjálfræði, hafi þessi hópur setið eftir.
14.09.2019 - 17:42
Viðtal
Áfram löglegt að breyta líkömum barna
Frumvarp til laga um kynrænt sjálfræði sem nú liggur fyrir Alþingi inniheldur ekki ákvæði um vernd barna með ódæmigerð kyneinkenni. Kitty Andersson segir tímabært að Alþingi viðurkenni óþörf inngrip í líkama barna sem mannréttindabrot. „Við þurfum að hætta að horfa á líkama sem eru með einhverju móti öðruvísi sem einhverskonar sjúklegt ástand.”
Langvarandi veikindi eftir aðgerðir á kynfærum
Fjórði þáttur Hinseginleikans fjallar um intersex fólk. Talið er að um 1,7 prósent mannkyns séu intersex en skalinn er breiður og birtingarmyndirnar mismunandi.
29.03.2018 - 13:00
„Það liggur lífið á að koma þessu í lag“
Ísland hefur undanfarið dregist aftur úr öðrum löndum á Regnbogakortinu sem mælir lagaleg réttindi hinsegin fólks í Evrópu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mál hinsegin fólks hafi þess vegna verið sett í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Svandís var gestur Mannlega þáttarins ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson sem segir það mjög brýnt að bæta stöðu intersex fólks með lagasetningu. og Hanna Katrín Friðriksson , sem situr á þingi fyrir Viðreisn, ræddu málefni intersex fólks og mögulega lagasetningu í Mannlega þættinum á Rás 1.
Intersex fólk er „lagað“ með skurðaðgerðum
Orðið intersex nær yfir þá einstaklinga sem fæðast með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni. Þrír erlendir sérfræðingar, sem hafa reynslu af réttindamálum intersex fólks í Evrópu, töluðu á málþingi á laugardaginn undir yfirskriftinni Mannréttindi intersex fólks: Ný nálgun til framtíðar.
19.02.2018 - 16:40
„Þetta er hópur sem hefur sætt mikilli þöggun“
Málefni og mannréttindi intersex fólks hafa lengi verið ósýnileg í samfélaginu, segja Kitty Anderson, formaður Intersex Íslands, og María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78. Þær eru meðal þeirra sem standa að málþinginu „Mannréttindi intersex fólks: Ný nálgun til framtíðar“ þar sem leitast verður við að varpa ljósi á stöðu intersex fólks á Íslandi í dag og hvaða aðgerða sé þörf hér á landi til að fulltryggja mannréttindi þeirra.
15.02.2018 - 10:20